Enginn Mohamed Salah í liði ársins hjá BBC Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 09:40 Á myndinni má sjá fjóra af þeim fimm leikmönnum Liverpool sem eru í liði ársins. Vísir/Visionhaus Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Carth Crooks - íþróttafréttamaður hjá breska ríkisútvarpinu, BBC, - velur lið umferðarinnar í enska boltanum hverju sinni. Þar sem deildinni lauk í gær hefur hann nú birt lið ársins að sínu mati. Alls komast fimm leikmenn Englandsmeistara Liverpool í liðið en það vekur þó athygli að Mohamed Salah er hvergi sjáanlegur. Egyptinn skoraði 19 mörk og lagði upp önnur 10 á leiktíðinni. Salah er ekki í liði ársins hjá BBC.vísir/getty Crooks stillir upp í hefðbundið 4-3-3 leikkerfi. Í markinu er Ederson, markvörður Manchester City. Hann lék 16 leiki án þess að fá sig mark. Eflaust hefði Alisson, markvörður Liverpool, verið þarna ef hann hefði leikið fleiri leiki á leiktíðinni en hann missti úr 10 leiki vegna meiðsla. Í vörninni eru þrír leikmenn Liverpool og einn frá Manchester United. Trent Alexander-Arnold er að sjálfsögðu í hægri bakverðinum enda besti sóknarbakvörður í sögu deildarinnar. Lagði hann upp 13 mörk á tímabilinu, mest allra varnarmanna í sögu úrvalsdeildarinnar. Í vinstri bakverði er svo Andrew Robertson. Hann lagði upp 12 mörk á leiktíðinni. Í miðverði eru svo Virgil van Dijk og Harry Maguire. Báðir hafa stórbætt varnarleik sinna liða. Van Dijk gerbreytti vörn Liverpool og er án efa besti miðvörður deildarinnar í dag. Koma Maguire í vörn Manchester United hefur einnig gerbreytt varnarleik liðsins en liðið fór úr því að fá á sig 54 mörk á þar síðustu leiktíð niður í aðeins 36 á þeirri sem var að ljúka. Á þriggja manna miðju eru Kevin de Bruyne, sem lagði upp 20 mörk ásamt því að skora 13 á leiktíðinni ásamt Jordan Henderson og Raheem Sterling. Henderson var valinn leikmaður ársins af blaðamönnum enda leiddi hann Liverpool að fyrsta meistaratitli félagsins í 30 ár. Athygli vekur að Sterling sé inn á miðri miðjunni en hann leikur eingöngu sem kantmaður hjá bæði Manchester City og enska landsliðinu. Raheem Sterling er óvænt á þriggja manna miðju í liði ársins hjá BBC.VÍSIR/GETTY Frammi eru svo Sadio Mané, Pierre Emerick-Aubameyang og Jamie Vardy. Sá síðastnefndi varð markakóngur með 23 mörk á meðan Aubameyang skoraði 22. Eins og áður sagði vekur athygli að Salah komist ekki á blað þar sem hann kom að fleiri mörkum en þremenningarnir. Þá er eflaust hægt að færa rök fyrir því að Bruno Fernandes, miðjumaður Manchester United, eigi heima í liðinu einfaldlega vegna þeirra ótrúlegu áhrifa sem hann hafði á liðið. Á vef BBC getur fólk valið lið ársins.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Morecambe | Reynist D-deildarliðið hindrun? Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Rekinn frá West Ham og Potter að taka við Ronaldo hvetur Al-Nassr til að kaupa Casemiro Rosický gæti snúið aftur til Arsenal Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40