Búast má við veðurviðvörunum vegna lægðar um verslunarmannahelgina Birgir Olgeirsson skrifar 27. júlí 2020 13:04 Það gæti rignt hressilega á föstudag gangi spár eftir. Vísir/Vilhelm Búast má við að viðvaranir verði gefnar út vegna lægðar sem virðist ætla að heiðra landsmenn með nærveru sinni um verslunarmannahelgi. Leiðindaveðri er spáð á föstudag en skaplegra verður á norðanverðu landinu á laugardag. Gangi spár eftir mun frekar djúp lægð koma upp að landinu suður úr hafi. Henni fylgir vaxandi austlæg átt og rigning aðfaranótt föstudags. „Þá mun rigna um allt land á föstudaginn og verður svona svolítið strekkings vindur jafnvel svolítið hvass um tíma, en það kemur mjög milt loft með þessu, það er það eina jákvæða,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Þessi lægð gæti reynst ferðalöngum erfið á föstudag. „Þá sérlega erfið fyrir þá sem eru á húsbílum, með hjólhýsi eða jafnvel tjaldvagna. Sérstaklega á föstudag, þegar fólk er mest á ferðinni. Það þarf að fylgjast vel með því og verða væntanlega einhverjar viðvaranir gefnar út.“ Lægðinni fylgir þó nokkuð milt loft og gæti hiti náð vel nokkuð yfir fimmtán gráður. Veðrið gæti orðið skaplegt á norðanverðu og austanverðu landinu á laugardag, þó lægðin verði enn yfir landinu og með vætu á köflum. Veðrið á að lagast smám saman um helgina og lítur mánudagurinn nokkuð vel út. Tekið skal fram að um langtímaspá er að ræða og gæti ansi margt breyst hvað varðar veður um verslunarmannahelgina. Veður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira
Búast má við að viðvaranir verði gefnar út vegna lægðar sem virðist ætla að heiðra landsmenn með nærveru sinni um verslunarmannahelgi. Leiðindaveðri er spáð á föstudag en skaplegra verður á norðanverðu landinu á laugardag. Gangi spár eftir mun frekar djúp lægð koma upp að landinu suður úr hafi. Henni fylgir vaxandi austlæg átt og rigning aðfaranótt föstudags. „Þá mun rigna um allt land á föstudaginn og verður svona svolítið strekkings vindur jafnvel svolítið hvass um tíma, en það kemur mjög milt loft með þessu, það er það eina jákvæða,“ segir Hrafn Guðmundsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Þessi lægð gæti reynst ferðalöngum erfið á föstudag. „Þá sérlega erfið fyrir þá sem eru á húsbílum, með hjólhýsi eða jafnvel tjaldvagna. Sérstaklega á föstudag, þegar fólk er mest á ferðinni. Það þarf að fylgjast vel með því og verða væntanlega einhverjar viðvaranir gefnar út.“ Lægðinni fylgir þó nokkuð milt loft og gæti hiti náð vel nokkuð yfir fimmtán gráður. Veðrið gæti orðið skaplegt á norðanverðu og austanverðu landinu á laugardag, þó lægðin verði enn yfir landinu og með vætu á köflum. Veðrið á að lagast smám saman um helgina og lítur mánudagurinn nokkuð vel út. Tekið skal fram að um langtímaspá er að ræða og gæti ansi margt breyst hvað varðar veður um verslunarmannahelgina.
Veður Mest lesið Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Innlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Innlent Fleiri fréttir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Sjá meira