Hermann í liði leikmanna sem voru of góðir fyrir B-deildina en ekki nægilega góðir fyrir úrvalsdeildina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. júlí 2020 14:18 Hermann í leik gegn Chelsea í desember 2009. Julian Finney/Getty Images Hermann Hreiðarsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Þróttar Vogum í 2. deild á Íslandi lék á sínum tíma 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar lék hann með Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Portsmouth. Féll Hermann með öllum fimm liðunum á einhverjum tímapunkti. Hermann hefur nú verið valinn í einkar áhugavert lið í hlaðvarpinu Football Cliches sem vefsíðan The Athletic heldur úti. Hermann er meðal þeirra leikmanna sem voru taldir alltof góðir fyrir ensku B-deildina en hins vegar ekki nægilega góðir fyrir ensku úrvalsdeildina. "They are mediocre in the nicest sense of the word."Brought to you by @FootballCliches, @NickMiller79 and @D_C_W... an XI of players who are too good for the Championship, but not good enough for the Premier League.LISTEN NOW — The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 26, 2020 Í markinu er Darren Randolph en hann hefur aðeins spilað 31 leik í úrvalsdeildinni. Einn var með Charlton Athletic þegar Hermann var þar. Hinir komu með West Ham United frá 2015 til 2017 og svo núna á leiktíðinni sem lauk í gær. Flestir leikir Randolph hafa hins vegar verið í ensku B-deildinni og þá á hann 42 A-landsleiki fyrir Írland. Aðrir markmenn sem komu til greina voru Scott Carson og Lee Grant. Hermann er í hjarta varnarinnar ásamt Sebastien Bassong sem lék á sínum tíma 177 leiki í efstu deild með Newcastle United, Tottenham Hotspur, Wolves og Norwich City. Féll hann með bæði Newcastle og Norwich. Bassong í baráttunni við Wayne Rooney.Mike Hewitt/Getty Images Í bakvörðunum eru Ahmed El Mohamady og Chris Gunter. El Mohamady er leikmaður Aston Villa í dag en liðið bjargaði sér frá falli í gær. Hann hefur einnig leikið með Sunderland og Hull City. El Mohamady hefur hins vegar aðeins fallið einu sinni, með Hull árið 2017. Hann hefur þó verið í fallbaráttu nær allan sinn úrvalsdeildarferil. Chris Gunter á aðeins 25 leiki í úrvalsdeildinni. Hann lék fimm leiki með Tottenham frá 2007-2009. Það var svo 2012 til 2013 sem hann lék 20 leiki með Reading en liðið féll með aðeins 28 stig. Á miðjunni eru svo Tom Ince, Glenn Whelan og Anthony Knockaert. Ince á 48 leiki í deildinni með Huddersfield Town, Hull City og Crystal Palace. Glenn Whelan er djúpur á miðjunni en hann lék með Stoke Cit frá 2008 til 2018. Annar djúpur miðjumaður sem kom til greina var Nigel Quashie sem ákvað að klára feril sinn með ÍR og BÍ/Bolungarvík. Anthony Knockaert er skemmtilega lunkinn leikmaður sem hefur átt nokkur frábær liði í B-deildinni en aldrei fylgt því eftir í úrvalsdeildinni. Knockaert á alls 72 leiki í úrvalsdeildinni með Brighton & Hove Albion og Leicester City. Hann leikur í dag með Fulham í B-deildinni sem gæti enn komist upp í úrvalsdeildina en liðið mætir Cardiff City í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18:45 í kvöld. Verður leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Frammi eru svo Matej Vydra, Robert Earnshaw og Charlie Austin. Vydra er sem stendur í Burnley en 19 af 56 leikjum hans í deildinni hafa komið sem samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Hinir 37 hafa komið með West Bromwich Albion og Watford. Vydra og David McGoldrick, sem er leikmaður sem gæti vel verið í liðinu.EPA-EFE/Peter Powell Robert Earnshaw lék alls 65 leiki með West Brom og Derby County. Af þeim 166 deildarmörkum sem hann skoraði á Englandi komu aðeins 13 í úrvalsdeildinni. Austin gerði garðinn frægan með Queens Park Rangers áður en hann færði sig um set til Southampton. Í 106 leikjum í úrvalsdeildinni skoraði hann 34 mörk, ekki amalegt en 18 af þessum 34 mörkum komu á einu og sama tímabilinu með Q.P.R. Að lokum var Neil Warnock, fyrrum þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City, gerður að þjálfara liðsins. Aron Einar og Neil Warnock eftir að Cardiff féll úr deildinni.Nick Potts/Getty Images Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Hermann Hreiðarsson, fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður í fótbolta, og núverandi þjálfari Þróttar Vogum í 2. deild á Íslandi lék á sínum tíma 332 leiki í ensku úrvalsdeildinni. Þar lék hann með Crystal Palace, Wimbledon, Ipswich Town, Charlton Athletic og Portsmouth. Féll Hermann með öllum fimm liðunum á einhverjum tímapunkti. Hermann hefur nú verið valinn í einkar áhugavert lið í hlaðvarpinu Football Cliches sem vefsíðan The Athletic heldur úti. Hermann er meðal þeirra leikmanna sem voru taldir alltof góðir fyrir ensku B-deildina en hins vegar ekki nægilega góðir fyrir ensku úrvalsdeildina. "They are mediocre in the nicest sense of the word."Brought to you by @FootballCliches, @NickMiller79 and @D_C_W... an XI of players who are too good for the Championship, but not good enough for the Premier League.LISTEN NOW — The Athletic UK (@TheAthleticUK) July 26, 2020 Í markinu er Darren Randolph en hann hefur aðeins spilað 31 leik í úrvalsdeildinni. Einn var með Charlton Athletic þegar Hermann var þar. Hinir komu með West Ham United frá 2015 til 2017 og svo núna á leiktíðinni sem lauk í gær. Flestir leikir Randolph hafa hins vegar verið í ensku B-deildinni og þá á hann 42 A-landsleiki fyrir Írland. Aðrir markmenn sem komu til greina voru Scott Carson og Lee Grant. Hermann er í hjarta varnarinnar ásamt Sebastien Bassong sem lék á sínum tíma 177 leiki í efstu deild með Newcastle United, Tottenham Hotspur, Wolves og Norwich City. Féll hann með bæði Newcastle og Norwich. Bassong í baráttunni við Wayne Rooney.Mike Hewitt/Getty Images Í bakvörðunum eru Ahmed El Mohamady og Chris Gunter. El Mohamady er leikmaður Aston Villa í dag en liðið bjargaði sér frá falli í gær. Hann hefur einnig leikið með Sunderland og Hull City. El Mohamady hefur hins vegar aðeins fallið einu sinni, með Hull árið 2017. Hann hefur þó verið í fallbaráttu nær allan sinn úrvalsdeildarferil. Chris Gunter á aðeins 25 leiki í úrvalsdeildinni. Hann lék fimm leiki með Tottenham frá 2007-2009. Það var svo 2012 til 2013 sem hann lék 20 leiki með Reading en liðið féll með aðeins 28 stig. Á miðjunni eru svo Tom Ince, Glenn Whelan og Anthony Knockaert. Ince á 48 leiki í deildinni með Huddersfield Town, Hull City og Crystal Palace. Glenn Whelan er djúpur á miðjunni en hann lék með Stoke Cit frá 2008 til 2018. Annar djúpur miðjumaður sem kom til greina var Nigel Quashie sem ákvað að klára feril sinn með ÍR og BÍ/Bolungarvík. Anthony Knockaert er skemmtilega lunkinn leikmaður sem hefur átt nokkur frábær liði í B-deildinni en aldrei fylgt því eftir í úrvalsdeildinni. Knockaert á alls 72 leiki í úrvalsdeildinni með Brighton & Hove Albion og Leicester City. Hann leikur í dag með Fulham í B-deildinni sem gæti enn komist upp í úrvalsdeildina en liðið mætir Cardiff City í umspili um sæti í ensku úrvalsdeildinni klukkan 18:45 í kvöld. Verður leikurinn í beinni útsendingu Stöðvar 2 Sport. Frammi eru svo Matej Vydra, Robert Earnshaw og Charlie Austin. Vydra er sem stendur í Burnley en 19 af 56 leikjum hans í deildinni hafa komið sem samherji Jóhanns Bergs Guðmundssonar. Hinir 37 hafa komið með West Bromwich Albion og Watford. Vydra og David McGoldrick, sem er leikmaður sem gæti vel verið í liðinu.EPA-EFE/Peter Powell Robert Earnshaw lék alls 65 leiki með West Brom og Derby County. Af þeim 166 deildarmörkum sem hann skoraði á Englandi komu aðeins 13 í úrvalsdeildinni. Austin gerði garðinn frægan með Queens Park Rangers áður en hann færði sig um set til Southampton. Í 106 leikjum í úrvalsdeildinni skoraði hann 34 mörk, ekki amalegt en 18 af þessum 34 mörkum komu á einu og sama tímabilinu með Q.P.R. Að lokum var Neil Warnock, fyrrum þjálfari Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City, gerður að þjálfara liðsins. Aron Einar og Neil Warnock eftir að Cardiff féll úr deildinni.Nick Potts/Getty Images
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Körfubolti „Menn vissu bara upp á sig sökina“ Körfubolti Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Enski boltinn Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Íslenski boltinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Íslenski boltinn Dramatísk endurkoma Real hélt vikum vonum á lífi Fótbolti Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Körfubolti Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Íslenski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kulusevski missir af úrslitaleiknum gegn Man United Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Man City sagt hafa lagt fram „mega“ tilboð í Wirtz Amorim gefur í skyn að hann fari frá Man Utd breytist kúltúrinn ekki Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Sjá meira
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Körfubolti
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn