„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 13:21 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. Vísir/Egill Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. „Nei, þetta kemur svo sem ekki á óvart að samningurinn hafi verið samþykktur. Við vorum búin að finna þetta hjá okkar félagsmönnum að það stefndi í sátt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir félagsmenn aðallega sátta með undirritun samningsins vegna þeirra aðgerða sem Icelandair ætlaði að grípa til. „Fólk er aðalega sátt vegna þeirra aðgerða sem átti að fara í, með því að segja öllum upp og leita annarra leiða hjá stéttarfélagi sem er ekki til. Það er nokkuð ljóst að þetta hefur örugglega haft áhrif á einhverja. Hins vegar hafi stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins metið það svo að „það besta í ömurlegri stöðu væri að ganga til samninga.“ „Með þessu eru félagsmenn okkar í raun að standa á bak við stéttarfélagið sitt og eru sammála að það hafi verið það rétta í stöðunni,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem var samþykktur er í raun sá sami og félagsmenn FFÍ felldu fyrr í þessum mánuði. Örfáar breytingar voru gerðar á honum. „Fólk er með þessu líka að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar og í rauninni að við höfum eitthvað um okkar kaup og kjör að segja,“ segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að ef að atvinnurekandi ætlar að stofna nýtt stéttarfélag að þá höfum við ekkert um þetta að segja, þannig að fólk er ekki einungis að kjósa um kjarasamning heldur líka það.“ Enn er ekki orðið ljóst hve margir félagsmenn FFÍ verði ráðnir aftur til starfa hjá Icelandair en Guðlaug gerir ráð fyrir að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum FFÍ sem störfuðu hjá félaginu en drógu svo uppsagnirnar til baka. Þó er ekki ljóst hve margir félagsmenn fái að snúa aftur til starfa. Kjaramál Icelandair Verkföll 2020 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. „Nei, þetta kemur svo sem ekki á óvart að samningurinn hafi verið samþykktur. Við vorum búin að finna þetta hjá okkar félagsmönnum að það stefndi í sátt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir félagsmenn aðallega sátta með undirritun samningsins vegna þeirra aðgerða sem Icelandair ætlaði að grípa til. „Fólk er aðalega sátt vegna þeirra aðgerða sem átti að fara í, með því að segja öllum upp og leita annarra leiða hjá stéttarfélagi sem er ekki til. Það er nokkuð ljóst að þetta hefur örugglega haft áhrif á einhverja. Hins vegar hafi stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins metið það svo að „það besta í ömurlegri stöðu væri að ganga til samninga.“ „Með þessu eru félagsmenn okkar í raun að standa á bak við stéttarfélagið sitt og eru sammála að það hafi verið það rétta í stöðunni,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem var samþykktur er í raun sá sami og félagsmenn FFÍ felldu fyrr í þessum mánuði. Örfáar breytingar voru gerðar á honum. „Fólk er með þessu líka að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar og í rauninni að við höfum eitthvað um okkar kaup og kjör að segja,“ segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að ef að atvinnurekandi ætlar að stofna nýtt stéttarfélag að þá höfum við ekkert um þetta að segja, þannig að fólk er ekki einungis að kjósa um kjarasamning heldur líka það.“ Enn er ekki orðið ljóst hve margir félagsmenn FFÍ verði ráðnir aftur til starfa hjá Icelandair en Guðlaug gerir ráð fyrir að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum FFÍ sem störfuðu hjá félaginu en drógu svo uppsagnirnar til baka. Þó er ekki ljóst hve margir félagsmenn fái að snúa aftur til starfa.
Kjaramál Icelandair Verkföll 2020 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira