„Fólk er að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. júlí 2020 13:21 Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins. Vísir/Egill Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. „Nei, þetta kemur svo sem ekki á óvart að samningurinn hafi verið samþykktur. Við vorum búin að finna þetta hjá okkar félagsmönnum að það stefndi í sátt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir félagsmenn aðallega sátta með undirritun samningsins vegna þeirra aðgerða sem Icelandair ætlaði að grípa til. „Fólk er aðalega sátt vegna þeirra aðgerða sem átti að fara í, með því að segja öllum upp og leita annarra leiða hjá stéttarfélagi sem er ekki til. Það er nokkuð ljóst að þetta hefur örugglega haft áhrif á einhverja. Hins vegar hafi stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins metið það svo að „það besta í ömurlegri stöðu væri að ganga til samninga.“ „Með þessu eru félagsmenn okkar í raun að standa á bak við stéttarfélagið sitt og eru sammála að það hafi verið það rétta í stöðunni,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem var samþykktur er í raun sá sami og félagsmenn FFÍ felldu fyrr í þessum mánuði. Örfáar breytingar voru gerðar á honum. „Fólk er með þessu líka að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar og í rauninni að við höfum eitthvað um okkar kaup og kjör að segja,“ segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að ef að atvinnurekandi ætlar að stofna nýtt stéttarfélag að þá höfum við ekkert um þetta að segja, þannig að fólk er ekki einungis að kjósa um kjarasamning heldur líka það.“ Enn er ekki orðið ljóst hve margir félagsmenn FFÍ verði ráðnir aftur til starfa hjá Icelandair en Guðlaug gerir ráð fyrir að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum FFÍ sem störfuðu hjá félaginu en drógu svo uppsagnirnar til baka. Þó er ekki ljóst hve margir félagsmenn fái að snúa aftur til starfa. Kjaramál Icelandair Verkföll 2020 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Formaður Flugfreyjufélags Íslands segir það ekki koma á óvart að nýr kjarasamningur hafi verið samþykktur í dag. Atkvæðagreiðslan hafi ekki einungis snúist um nýjan kjarasamning heldur einnig um það hvort Flugfreyjufélagið yrði áfram stéttarfélag flugfreyja. „Nei, þetta kemur svo sem ekki á óvart að samningurinn hafi verið samþykktur. Við vorum búin að finna þetta hjá okkar félagsmönnum að það stefndi í sátt,“ segir Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélagsins, í samtali við fréttastofu. Hún segir félagsmenn aðallega sátta með undirritun samningsins vegna þeirra aðgerða sem Icelandair ætlaði að grípa til. „Fólk er aðalega sátt vegna þeirra aðgerða sem átti að fara í, með því að segja öllum upp og leita annarra leiða hjá stéttarfélagi sem er ekki til. Það er nokkuð ljóst að þetta hefur örugglega haft áhrif á einhverja. Hins vegar hafi stjórn og samninganefnd Flugfreyjufélagsins metið það svo að „það besta í ömurlegri stöðu væri að ganga til samninga.“ „Með þessu eru félagsmenn okkar í raun að standa á bak við stéttarfélagið sitt og eru sammála að það hafi verið það rétta í stöðunni,“ segir Guðlaug. Samningurinn sem var samþykktur er í raun sá sami og félagsmenn FFÍ felldu fyrr í þessum mánuði. Örfáar breytingar voru gerðar á honum. „Fólk er með þessu líka að kjósa að Flugfreyjufélag Íslands verði áfram stéttarfélagið okkar og í rauninni að við höfum eitthvað um okkar kaup og kjör að segja,“ segir Guðlaug. „Það er alveg ljóst að ef að atvinnurekandi ætlar að stofna nýtt stéttarfélag að þá höfum við ekkert um þetta að segja, þannig að fólk er ekki einungis að kjósa um kjarasamning heldur líka það.“ Enn er ekki orðið ljóst hve margir félagsmenn FFÍ verði ráðnir aftur til starfa hjá Icelandair en Guðlaug gerir ráð fyrir að það muni liggja fyrir á næstu dögum. Icelandair sagði upp öllum flugfreyjum FFÍ sem störfuðu hjá félaginu en drógu svo uppsagnirnar til baka. Þó er ekki ljóst hve margir félagsmenn fái að snúa aftur til starfa.
Kjaramál Icelandair Verkföll 2020 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Innlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira