Spánverjar biðla til Breta að afnema sóttvarnareglur Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 07:45 Pedro Sanchez á blaðamannafundi í upphafi mánaðar. Getty/Eduardo Parra Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. Fyrirvaralaus ákvörðun þeirra um að krefjast tveggja vikna sóttkvíar við komuna til Bretlands frá Spáni kom flatt upp á ferðaþjónustuna og ferðalanga. Utanríkisráðherra Breta sagði um helgina, morguninn eftir að nýju reglurnar tóku gildi, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til ákvörðunarinnar sökum snarpar fjölgunar kórónuveirusmitaðra á Spáni síðustu daga. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir hins vegar að ferðalangar séu öruggari í flestum ríkjum Spánar en í Bretlandi. Staðan er einna verst í Katalóníu, ekki síst í Barcelona, þar sem búið er að innleiða samkomuhöft sambærileg þeim sem voru við lýði meðan neyðarástands vegna veirunnar naut við. Búið er að loka skemmtistöðum, leyfilegur viðskiptavinafjöldi veitingastaða hefur verið lækkaður og íþróttaiðkun takmörkuð. Sánchez segir að stjórnvöld á Spáni og Bretland reyni nú að finna sameiginlega lausn á málinu. Ekki aðeins standi tveggja vikna sóttkvíin í Spánverjum heldur jafnframt að Bretar hafi verið hvattir til að sleppa öllum ónauðsynlegum ferðum til Spánar. Bretar eru mikilvægir spænskri ferðaþjónustu en þeir gera sér um 18 milljón ferðir til Spánar árlega. Spánn er þannig vinsælasti áfangastaður Breta. Þar að auki eru um 250 þúsund Bretar með varanlega búsetu á Spáni. Ekki hefur þó annað heyrst frá breskum stjórnvöldum en að nýju sóttvarnaráðstafanirnar séu ekki á förum strax. Þarlendi Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir ruglingsleg fyrirmæli og ákvarðanafælni í faraldrinum. Spænski forsætisráðherrann segir að ákvörðun breskra stjórnvalda hafi verið mistök. Þegar litið sé til landsins í heild megi aðeins segja að ástandið sé slæmt í tveimur fylkjum Spánar, Katalóníu og Aragón. Þar greinist 64,5 prósent allra smita en annars staðar á Spáni séu minni líkur á smiti en á Bretlandseyjum. Þá sé enn minni smithætta á Mallorca og Kanaríeyjum. Sem stendur eru 35,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa á Spáni en 14,7 smit á Bretlandi, samkvæmt nýjustu tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar. Spánn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira
Forsætisráðherra Spánar hvetur bresk stjórnvöld til að endurskoða nýjustu sóttvarnaráðstafanir sínar. Fyrirvaralaus ákvörðun þeirra um að krefjast tveggja vikna sóttkvíar við komuna til Bretlands frá Spáni kom flatt upp á ferðaþjónustuna og ferðalanga. Utanríkisráðherra Breta sagði um helgina, morguninn eftir að nýju reglurnar tóku gildi, að nauðsynlegt hafi verið að grípa til ákvörðunarinnar sökum snarpar fjölgunar kórónuveirusmitaðra á Spáni síðustu daga. Pedro Sánchez, forsætisráðherra Spánar, segir hins vegar að ferðalangar séu öruggari í flestum ríkjum Spánar en í Bretlandi. Staðan er einna verst í Katalóníu, ekki síst í Barcelona, þar sem búið er að innleiða samkomuhöft sambærileg þeim sem voru við lýði meðan neyðarástands vegna veirunnar naut við. Búið er að loka skemmtistöðum, leyfilegur viðskiptavinafjöldi veitingastaða hefur verið lækkaður og íþróttaiðkun takmörkuð. Sánchez segir að stjórnvöld á Spáni og Bretland reyni nú að finna sameiginlega lausn á málinu. Ekki aðeins standi tveggja vikna sóttkvíin í Spánverjum heldur jafnframt að Bretar hafi verið hvattir til að sleppa öllum ónauðsynlegum ferðum til Spánar. Bretar eru mikilvægir spænskri ferðaþjónustu en þeir gera sér um 18 milljón ferðir til Spánar árlega. Spánn er þannig vinsælasti áfangastaður Breta. Þar að auki eru um 250 þúsund Bretar með varanlega búsetu á Spáni. Ekki hefur þó annað heyrst frá breskum stjórnvöldum en að nýju sóttvarnaráðstafanirnar séu ekki á förum strax. Þarlendi Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir ruglingsleg fyrirmæli og ákvarðanafælni í faraldrinum. Spænski forsætisráðherrann segir að ákvörðun breskra stjórnvalda hafi verið mistök. Þegar litið sé til landsins í heild megi aðeins segja að ástandið sé slæmt í tveimur fylkjum Spánar, Katalóníu og Aragón. Þar greinist 64,5 prósent allra smita en annars staðar á Spáni séu minni líkur á smiti en á Bretlandseyjum. Þá sé enn minni smithætta á Mallorca og Kanaríeyjum. Sem stendur eru 35,1 smit á hverja 100 þúsund íbúa á Spáni en 14,7 smit á Bretlandi, samkvæmt nýjustu tölum evrópsku sóttvarnastofnunarinnar.
Spánn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Fleiri fréttir Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Sjá meira