Segir að Man United verði að fjárfesta í nýjum markverði Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 28. júlí 2020 08:30 Roy Keane er ekki aðdáandi David De Gea, svo vægt sé tekið til orða. Vísir/Independent David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
David De Gea, spænski markvörður Manchester United, hefur átt erfitt uppdráttar undanfarna mánuði og gert fleiri mistök en vanalegt er. Roy Keane – fyrrum fyrirliði Manchester United – virðist vera sérstaklega í nöp við þann spænska og segir, enn og aftur, að liðið verði að fjárfesta í nýjum markverði. Keane var á Sky Sports að fjalla um leik Manchester United og Leicester City í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar um helgina. Þar viðurkenndi hann einfaldlega að hann væri ekki aðdáandi De Gea. „Hann gerir alltof mikið af mistökum, mistökum sem kosta United stig. Ef United vilja berjast um titilinn þurfa þeir betri markmann. Þeir þurfa að breyta, þeir hafa gert það áður,“ sagði Keane í sínum einstaka tón um helgina. 'He makes far too many mistakes' - Roy Keane calls on United to axe David de Geahttps://t.co/a1sq3kPwKO pic.twitter.com/8tTQxVkfVM— Independent Sport (@IndoSport) July 28, 2020 „Framherjar eru settir á bekkinn og seldir, sama með miðjumenn en út af einhverri stórskrítinni ástæðu verða lið að halda sig við sama markvörðinn aðeins lengur af því hann gerði eitthvað fyrir tveimur eða þremur árum,“ bætti Keane við. Frá 2013 til 2020 – þegar kórónufaraldurinn skall á – gerði De Gea tíu mistök sem leiddu til marks hjá mótherjum Man United. Frá 2013 og fram að upphafi tímabilsins 2018-2019 þá gerði spænski markvörðurinn þó aðeins þrjú mistök sem leiddu til þess að mótherji Man Utd skoraði. Hin sjö mistökin hafa komið á síðustu tveimur leiktíðum. My team https://t.co/TysCsAABzR— David de Gea (@D_DeGea) July 27, 2020 Á síðustu tveimur tímabilum hefur Spánverjinn hins vegar kostað Man Utd sjö mörk sem og hann átti afleitan leik gegn Chelsea í undanúrslitum FA-bikarsins á dögunum. Keane benti að lokum á hvernig Liverpool hefði losað sig við Loris Karius – sem þeir voru nýbúnir að kaupa – og eytt fúlgum fjár í Alisson í kjölfarið. „Hvað er málið? Ef De Gea er að gera mistök skiptið honum þá út. Það eru fleiri góðir markverðir þarna úti,“ sagði Keane að lokum.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40 Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00 United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55 Mest lesið Hafþór Júlíus setti heimsmet í réttstöðulyftu Sport City að kaupa fyrrum leikmann sinn fyrir metfé Fótbolti Yfir þrjúþúsund manns á Meistaravöllum:„Albestu stuðningsmenn á Íslandi“ Fótbolti Landsliðsfólk fagnaði sigri í Kerlingarfjöllum Sport Sumardeildin hófst á stórsigri Fótbolti Halldór Árnason: „3-3 hefði verið nærri lagi“ Fótbolti Gerðu tvö jafntefli gegn C-deildarliðum á einum degi Fótbolti Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Körfubolti Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Gyökeres í flugvél á leið til London Sádarnir spenntir fyrir Antony Newcastle íhugar að kaupa Sesko Gyökeres á leið í læknisskoðun og fær númerið hans Henry Textor á ekkert í Crystal Palace lengur Miðarnir langdýrastir hjá Fulham Enski kvennaboltinn leyfir áfengi á áhorfendapöllunum Eigendur Man. City græða pening á kaupum Man. United Bað sjálfur um frí og vill fara frá Newcastle Úlfarnir kaupa kólumbíska Pelé Isak fer ekki í æfingaferðina Son eftirsóttur í LA og Tottenham tilbúið að selja en ekki strax Zubimendi fór ekki til Liverpool af því að hann vildi gæðaþjálfara Eiginkona Diogo Jota með vasaklútaskilaboð Liverpool staðfestir Ekitike og fljúga honum strax til Hong Kong Fyrsti bikar í húsi hjá Arsenal Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Sjá meira
Ótrúlegt gengi Manchester United síðan Bruno var keyptur Ensku úrvalsdeildinni lauk í gær og endaði Manchester United í þriðja sæti deildarinnar. Er það nokkuð óvænt þar sem liðið var í 7. sæti þegar þrettán umferðir voru eftir af deildinni. 27. júlí 2020 08:40
Solskjær: Næsta skref er að vinna eitthvað Ole Gunnar Solskjær, þjálfari Man Utd, var að vonum kampakátur með að liðið hafi tryggt sér þriðja sæti í ensku úrvalsdeildinni í dag. Liðið mun því leika í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 26. júlí 2020 19:00
United kom sér í Meistaradeild Evrópu Manchester United leikur í Meistaradeild Evrópu á næstu leiktíð eftir að liðið vann Leicester 2-0 í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 26. júlí 2020 16:55