Aftur boðað til upplýsingafundar Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2020 10:24 Frá 88. upplýsingafundi almannavarna í síðustu viku. lögreglan Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ Fundurinn hefst klukkan 14 venju samkvæmt og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Ætla má að boðað hafi verið til fundarins í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga. Nú eru rúmlega 20 í einangrun vegna smits og hafa ekki verið fleiri síðan í maí. Hópsýking er komin upp á Akranesi sem rakin er til einstaklings sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn og sætti ekki heimkomusmitgát. Áttugasti og áttundi upplýsingafundur almannavarna fór fram á fimmtudag í síðustu viku, 23. júlí og var tilkynnt að það yrði að líkindum síðasti upplýsingafundurinn í bili. Verið væri að endurskoða upplýsingagjöf til almennings í faraldrinum til að létta álaginu af starfsmönnum framlínunnar. Í því samhengi var nefnt að að tölurnar á covid.is yrðu uppfærðar sjaldnar og aðeins verði haft samband við þá sem greinast með veiruna á landamærunum. Áður höfðu öll sem fóru í skimun við komuna til landsins fengið skilaboð frá almannavörnum. Á fundi dagsins munu Alma D. Möller landlæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Sem fyrr segir hefst fundurinn klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 88. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag. 23. júlí 2020 13:49 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ Fundurinn hefst klukkan 14 venju samkvæmt og verður hann sýndur í beinni útsendingu á Vísi. Ætla má að boðað hafi verið til fundarins í dag vegna fjölgunar kórónuveirusmita hér á landi síðustu daga. Nú eru rúmlega 20 í einangrun vegna smits og hafa ekki verið fleiri síðan í maí. Hópsýking er komin upp á Akranesi sem rakin er til einstaklings sem kom til landsins 15. júlí síðastliðinn og sætti ekki heimkomusmitgát. Áttugasti og áttundi upplýsingafundur almannavarna fór fram á fimmtudag í síðustu viku, 23. júlí og var tilkynnt að það yrði að líkindum síðasti upplýsingafundurinn í bili. Verið væri að endurskoða upplýsingagjöf til almennings í faraldrinum til að létta álaginu af starfsmönnum framlínunnar. Í því samhengi var nefnt að að tölurnar á covid.is yrðu uppfærðar sjaldnar og aðeins verði haft samband við þá sem greinast með veiruna á landamærunum. Áður höfðu öll sem fóru í skimun við komuna til landsins fengið skilaboð frá almannavörnum. Á fundi dagsins munu Alma D. Möller landlæknir, Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis og Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri fara yfir stöðu mála varðandi framgang COVID-19 faraldursins hér á landi. Sem fyrr segir hefst fundurinn klukkan 14 og verður í beinni útsendingu á Vísi og sjónvarpsstöðinni Stöð 2 Vísi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Svona var 88. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag. 23. júlí 2020 13:49 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Svona var 88. upplýsingafundur almannavarna Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boðuðu til upplýsingafundar fyrir fjölmiðla klukkan 14 í dag. 23. júlí 2020 13:49