Finna engin tengsl í tveimur tilfellum Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. júlí 2020 15:13 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna í dag. Lögreglan Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Ekki hefur tekist að rekja tvö innanlandssmit sem greindust í gær. Þannig er ekki vitað til þess að þau tengist innanlandssmitum sem komið hafa upp síðustu daga. Þá hefur fjölskyldumeðlimur leiðsögumanns, sem smitaðist af ferðamanni fyrr í mánuðinum, nú greinst með veiruna. Þetta kom fram í máli Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur staðgengils sóttvarnalæknis á upplýsingafundi almannavarna nú síðdegis. Alls eru nú 24 í einangrun með veiruna hér á landi. Kamilla benti á að þetta væri tala sem ekki hafi sést síðan 6. maí og hafi fyrst sést 4. mars. Af 24 virkum smitum eru fjórtán innanlandssmit og þar er efst á baugi hópsýking á Akranesi. Um er að ræða sjö smitaða samstarfsmenn hjá fyrirtæki í bænum sem búa einnig saman. „Þar eru sjö samstarfsmenn á Akranesi sem eru allir jákvæðir og fleiri í sóttkví á þeim vinnustað. Í gær bættust svo við í þann hóp systkini eins þeirra,“ sagði Kamilla. „Sama raðgreiningarmynstur staðfest af Íslenskri erfðagreiningu finnst hjá einstaklingi sem var sagt frá í síðustu viku sem hefur verið bendlaður við Rey Cup-mótið, þó að hann hafi smitast áður en það mót hófst.“ Í þeirri sömu viku var einnig sagt frá öðrum íþróttamanni sem smitaðist af veirunni. Hann er með skylt raðgreiningarmynstur en ekki nákvæmlega það sama. „Það mynstur hefur ekki sést hjá öðrum hér á landi,“ sagði Kamilla. „Í sömu viku var einnig sagt frá smitkeðju þar sem erlendur ferðamaður smitaði leiðsögumann. Fjölskyldumeðlimur þess aðila hefur nú líka greinst.“ Í gær greindust tvö smit á höfuðborgarsvæðinu þar sem ekki er vitað um tengsl við sýkingarnar sem hér hefur verið lýst. Raðgreining liggur þó ekki fyrir að sögn Kamillu. Innflutt smit eru tíu og þar af eru tveir sem voru neikvæðir á landamærunum en síðar með einkenni. Annar af þeim er sá sem tengist smitkeðju leiðsögumannsins. Í morgun voru 173 í sóttkví en smitrakning er enn í gangi hjá þeim sem greindust í gær. Því er viðbúið að fleiri fari í sóttkví í dag.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32 Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24 Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Þrjú innanlandssmit til viðbótar Þrjú innanlandssmit kórónuveirunnar greindust á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær. 28. júlí 2020 11:32
Aftur boðað til upplýsingafundar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag, örfáum dögum eftir að hafa boðað til „síðasta fundarins í bili“ 28. júlí 2020 10:24
Allir þeir smituðu á Akranesi búa saman Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Sóttvarnalæknir Vesturlands segir engan þeirra alvarlega veikan og engin frekari smit hafi greinst í tengslum við hópsýkinguna. 28. júlí 2020 11:53