Mælir áfram með lyfi sem sérfræðingar hans vara við Stefán Ó. Jónsson skrifar 29. júlí 2020 06:57 Donald Trump Bandaríkjaforseti tók við spurningum á fundinum í gær. getty/Alex Wong Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar. Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti heldur áfram að mæla með notkun fólks á lyfinu hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni. Ekkert bendir hins vegar til þess að lyfið geri gagn, þvert á móti eru vísbendingar um að notkun þess valdi hjartatruflunum, og sérfræðingar sem leiðbeina ríkisstjórn Trump hafa varað við noktun lyfsins. Sonur forsetans var í gær ávíttur af Twitter og Facebook fyrir að dreifa fullyrðingum um ágæti lyfsins, sem samfélagsmiðlarnir telja til hættulegs áróðurs. Spurður út í það á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi sagðist forsetinn enn vera þeirrar skoðunar að lyfið gæti gert gagn. Hann vildi jafnframt meina að ástæða þess að læknar og heilbrigðisyfirvöld mæli gegn notkun lyfsins sé sú að Trump hafi mælt með því. „Frá mínum bæjardyrum séð get ég aðeins sagt, eftir að lesið mig til og öðlast hellings þekkingu, þá held ég að þetta geti hafa mjög jákvæð áhrif á fyrstu stigum [veikinda]“ sagði Trump við blaðamenn í gær. „Ég tel þig ekki tapa neinu á því að taka lyfið, nema kannski pólitískum vinsældum.“ Ósammála eigin ráðgjöfum Lyfjaeftirlitsstofnun Bandaríkjanna varaði þó við notkun hydroxychloroquine gegn kórónuveirunni í síðasta mánuði, eftir tilkynningar um „alvarlega hjartsláttartruflanir“ og önnur heilsufarsvandamál. Stofnun hefur jafnframt afnumið neyðarheimild sem innleidd var til að heimila notkun lyfsins í baráttunni við covid-19. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir að „sem stendur séu engar sannanir“ fyrir því að hydroxychloroquine lækni eða komi í veg fyrir kórónuveirusmit. Á fyrrnefndum fundi undraðist Trump einnig mjög hvers vegna helstu sérfræðingar yfirvalda í baráttunni gegn faraldrinum, Doktor Fauci og Doktor Birx, væru eins vinsæl og raun ber vitni um, en hann ekki. „Ætli það hafi ekki eitthvað með persónuleika minn að gera.“ Forsetinn hefur á síðustu dögum deilt tístum þar sem Fauci er gagnrýndur en á fundi gærdagsins sagði hann að samband þeirra sé með ágætum. „Okkur kemur vel saman,“ sagði Trump. Fyrr um daginn hafði Fauci sagt að hydroxychloroquine væri ekki viðunandi meðferð við covid-19. Rúmlega 4,4 milljón kórónuveirusmit hafa greinst í Bandaríkjunum og næstum 150 þúsund hafa þar látið lífið vegna veirunnar.
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19 Fresta sýningu þáttar þar sem Fauci er sakaður um að þróa kórónuveiruna 26. júlí 2020 08:01 Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Innlent Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Sjá meira
Þjóðaröryggisráðgjafi Trump smitaður af Covid-19 Robert O‘Brien, þjóðaröryggisráðgjafi Donalds Trump Bandaríkjaforseta, greindist smitaður af Covid-19, sjúkdómnum sem nýtt afbrigði kórónuveiru veldur. Hann er nánasti ráðgjafi Trump sem hefur smitast af veirunni til þessa. 27. júlí 2020 13:19
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent
Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Innlent