Kíktu í heimsókn til Rashford: Skelfilegur kokkur sem hjólar í gufubaði á undirbúningstímabilinu Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. júlí 2020 08:40 Marcus Rashford átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Leila Coker/Getty Images Marcus Rashford, einn allra besti leikmaður Manchester United í dag, hefur látið að sér kveða bæði innan sem utan vallar undanfarið ár. Ásamt því að vera einn besti leikmaður liðsins þá hefur hann haft mikil áhrif á samfélagið í Englandi. Því til sönnunar þá fékk hann heiðursgráðu frá háskólanum í Manchester-borg. To the staff, volunteers and everyone that continues to work behind the scenes to make a difference THANK YOU! The world needs more people like you. Let s keep going, the fight is far from over @FareShareUK pic.twitter.com/WVT4d3t97E— Marcus Rashford (@MarcusRashford) July 28, 2020 Sam Tighe hjá íþróttamiðlinum Bleacher Report fékk að kíkja í heimsókn til Rashford sem býr í miðborg Manchester-borgar. Þar kemur fram að mamma hins 22 ára gamla Rashford sá að mestu um að kaupa inn í íbúðina enda er fjölskylda hans mikið hjá honum. Aðspurður hversu oft hann notaði eldavélina í eldhúsinu hjá sér var svarið í styttri kantinum. „Aldrei.“ Rashford viðurkenndi í kjölfarið að hann væri skelfilegur kokkur og að hann væri með kokk sem væri einnig næringarfræðingur. Þá sagði hann að ísskápurinn væri meira fyrir vini sína. Rashford er með lítinn líkamsræktarsal heima hjá sér. Þar er allt til alls segir hann en Rashford er með undarlega rútínu þegar kemur að undirbúningstímabilinu. Hann fer með spinning-hjólið sitt í gufubaðið [því það eru allir með gufubað heima hjá sér] og hjólar í þrjátíu mínútur eða svo. Rashford - sem hefur aðallega leikið í stöðu vinstri vængmanns á tímabilinu - átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Þrátt fyrir að glíma við erfið meiðsli í baki sem héldu honum utan vallar í dágóða stund þá byrjaði hann alls 31 leik fyrir Man Utd í úrvalsdeildinni. Skoraði hann 17 mörk og lagði upp önnur sjö. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford fær heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester Manchester United framherjinn Marcus Rashford fær stóra viðurkenningu fyrir framgöngu sína utan vallar. 15. júlí 2020 09:00 Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. 5. júlí 2020 08:00 Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. 16. júní 2020 11:00 Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Marcus Rashford, einn allra besti leikmaður Manchester United í dag, hefur látið að sér kveða bæði innan sem utan vallar undanfarið ár. Ásamt því að vera einn besti leikmaður liðsins þá hefur hann haft mikil áhrif á samfélagið í Englandi. Því til sönnunar þá fékk hann heiðursgráðu frá háskólanum í Manchester-borg. To the staff, volunteers and everyone that continues to work behind the scenes to make a difference THANK YOU! The world needs more people like you. Let s keep going, the fight is far from over @FareShareUK pic.twitter.com/WVT4d3t97E— Marcus Rashford (@MarcusRashford) July 28, 2020 Sam Tighe hjá íþróttamiðlinum Bleacher Report fékk að kíkja í heimsókn til Rashford sem býr í miðborg Manchester-borgar. Þar kemur fram að mamma hins 22 ára gamla Rashford sá að mestu um að kaupa inn í íbúðina enda er fjölskylda hans mikið hjá honum. Aðspurður hversu oft hann notaði eldavélina í eldhúsinu hjá sér var svarið í styttri kantinum. „Aldrei.“ Rashford viðurkenndi í kjölfarið að hann væri skelfilegur kokkur og að hann væri með kokk sem væri einnig næringarfræðingur. Þá sagði hann að ísskápurinn væri meira fyrir vini sína. Rashford er með lítinn líkamsræktarsal heima hjá sér. Þar er allt til alls segir hann en Rashford er með undarlega rútínu þegar kemur að undirbúningstímabilinu. Hann fer með spinning-hjólið sitt í gufubaðið [því það eru allir með gufubað heima hjá sér] og hjólar í þrjátíu mínútur eða svo. Rashford - sem hefur aðallega leikið í stöðu vinstri vængmanns á tímabilinu - átti frábært tímabil með Manchester United í vetur. Þrátt fyrir að glíma við erfið meiðsli í baki sem héldu honum utan vallar í dágóða stund þá byrjaði hann alls 31 leik fyrir Man Utd í úrvalsdeildinni. Skoraði hann 17 mörk og lagði upp önnur sjö.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Rashford fær heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester Manchester United framherjinn Marcus Rashford fær stóra viðurkenningu fyrir framgöngu sína utan vallar. 15. júlí 2020 09:00 Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. 5. júlí 2020 08:00 Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. 16. júní 2020 11:00 Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15 Mest lesið Slógu met sem Ísland er fegið að eiga ekki lengur Handbolti Draumabyrjun hjá Carrick Enski boltinn EM í dag: Fullkominn leikur fyrir Gumma Gumm Handbolti Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Handbolti Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Handbolti „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Fótbolti Leiðtogar á reynslu: „Prófsteinninn verður þegar vesenið byrjar“ Handbolti Ótrúleg sigurganga Luke Littler tók loks enda Sport „Ég er bara aumur aðstoðarþjálfari“ Sport Gamli Framarinn skíthræddur að jöfnunarmarkið yrði dæmt af Handbolti Fleiri fréttir Liverpool - Burnley | Jafnteflunum lokið? Chelsea - Brentford | Fyrsti deildarleikur nýja stjórans Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Benoný kom inn á og breytti leiknum Carrick tekinn við Manchester United Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Sjá meira
Rashford fær heiðursdoktorsgráðu frá University of Manchester Manchester United framherjinn Marcus Rashford fær stóra viðurkenningu fyrir framgöngu sína utan vallar. 15. júlí 2020 09:00
Rashford og Martial þeir fyrstu hjá United í tuttugu mörk í tæpan áratug Manchester United heldur áfram að raða inn mörkum eftir kórónuveiruna en þeir skoruðu fimm mörk gegn Bournemouth á heimavelli í dag. 5. júlí 2020 08:00
Rashford neitar að gefast upp og ætlar að halda áfram að þrýsta á ríkisstjórnina Marcus Rashford hefur látið til sín taka í málefnum fátækra í Englandi og biðlar til ríkisstjórnar landsins að endurskoða ákvörðun sína varðandi matarmiða barna. 16. júní 2020 11:00
Þrautseigja Rashford skilaði óvænt tilætluðum árangri Óvænt U-beygja hefur átt sér stað er varðar málefni barna í Bretlandi. Sóknarmaður Manchester United spilar þar stóra rullu. 16. júní 2020 14:15