Covid-tengdir sjúkraflutningar hvorki ávísun á smit né innlögn Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 10:25 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í morgun að sjúkraflutningamenn hefðu sinnt þremur „Covid-19 flutningum“ síðasta sólarhringinn en yfirlæknir smitsjúkdómalækninga leggur áherslu á að slíkt sé hvorki ávísun á staðfest smit né innlögn á sjúkrahús. Virk kórónuveirusmit á landinu sem stendur eru 24 og hafa ekki verið fleiri síðan í byrjun maí. Áhyggjur eru uppi um að faraldurinn sé að sækja í sig veðrið að nýju. Sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hafa fundað í morgun vegna þessa og er sterklega gert ráð fyrir að hertar aðgerðir vegna veirunnar verði kynntar í dag. „Það er aukin meðvitund um það sem er að gerast. Við hjá spítalanum erum mjög á tánum gagnvart þessum fregnum, eins og slökkviliðið og aðrir viðbragðsaðilar. Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Eitthvað af fólkinu sem flutt var á spítalann hafi þannig verið með veikindi sem krefjast innlagnar. „En það liggur ekki fyrir hvort þetta eru veikindi af völdum Covid eða annarra orsaka,“ segir Már. Þá leggur hann áherslu á að þegar einhver verði lagður inn á Landspítalann vegna Covid-sýkingar verði greint frá því. „Þannig að svarið við spurningunni er nei, enginn hefur verið lagður inn. Eins og stendur inni á spítalanum erum við ekki með neinn inniliggjandi og eigum ekki von á neinum þannig lagað. En við erum með jákvætt fólk [fyrir kórónuveirunni] í eftirliti á Covid-göngudeildinni, sem er fyrst og fremst símaeftirlit. Svo við erum núna að taka afstöðu til þess hvort við þurfum að breyta viðbragðinu eitthvað,“ segir Már. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Enginn liggur inni á Landspítalanum vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greindi frá því í morgun að sjúkraflutningamenn hefðu sinnt þremur „Covid-19 flutningum“ síðasta sólarhringinn en yfirlæknir smitsjúkdómalækninga leggur áherslu á að slíkt sé hvorki ávísun á staðfest smit né innlögn á sjúkrahús. Virk kórónuveirusmit á landinu sem stendur eru 24 og hafa ekki verið fleiri síðan í byrjun maí. Áhyggjur eru uppi um að faraldurinn sé að sækja í sig veðrið að nýju. Sóttvarnayfirvöld og almannavarnir hafa fundað í morgun vegna þessa og er sterklega gert ráð fyrir að hertar aðgerðir vegna veirunnar verði kynntar í dag. „Það er aukin meðvitund um það sem er að gerast. Við hjá spítalanum erum mjög á tánum gagnvart þessum fregnum, eins og slökkviliðið og aðrir viðbragðsaðilar. Þegar fólk er með óútskýrð öndunarfæraeinkenni eða með einhver einkenni sem viðbragðsaðili eða læknir telur að gætu hugsanlega verið Covid, þá er gripið til þessa. Það er, að fólk er flutt með sérstökum viðbúnaði og sérstök aðgæsla höfð,“ segir Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum í samtali við Vísi. Eitthvað af fólkinu sem flutt var á spítalann hafi þannig verið með veikindi sem krefjast innlagnar. „En það liggur ekki fyrir hvort þetta eru veikindi af völdum Covid eða annarra orsaka,“ segir Már. Þá leggur hann áherslu á að þegar einhver verði lagður inn á Landspítalann vegna Covid-sýkingar verði greint frá því. „Þannig að svarið við spurningunni er nei, enginn hefur verið lagður inn. Eins og stendur inni á spítalanum erum við ekki með neinn inniliggjandi og eigum ekki von á neinum þannig lagað. En við erum með jákvætt fólk [fyrir kórónuveirunni] í eftirliti á Covid-göngudeildinni, sem er fyrst og fremst símaeftirlit. Svo við erum núna að taka afstöðu til þess hvort við þurfum að breyta viðbragðinu eitthvað,“ segir Már.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira