Eitt smit tengt Akranesi, annað ferðamanni en hin óþekkt Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. júlí 2020 12:06 Skimað fyrir kórónuveirunni. Vísir/vilhelm Ekki hefur tekist að rekja uppruna tveggja innanlandssmita kórónuveiru af þeim fjórum sem greindust í gær. Hin smitin tvö eru annars vegar tengd erlendum ferðamanni og hins vegar hópsmitinu á Akranesi. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi. Hann þekkir ekki hvort smitið sem tengist ferðamanninum sé tengt smitkeðju sem var til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis að í sömu viku og fyrstu sýkingarnar í hrinunni sem nú gengur yfir komu upp hafi erlendur ferðamaður smitað leiðsögumann. Í gær hafði fjölskyldumeðlimur þess aðila einnig greinst með veiruna. Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, sagði í samtali við Vísi í gær að enginn þeirra væri alvarlega veikur. Jóhann minnir jafnframt á mikilvægi einstaklingssmitvarna nú þegar smitum fjölgar. Áríðandi sé að fólk virði tilmæli um nándarmörk og verndi viðkvæma hópa. Þá séu fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að skerpa á sóttvörnum og leiðbeiningum. Þá er áríðandi að fólk virði einangrun, sóttkví og taki heimkomusmitgát af fyllstu alvöru. Þeir sem finni fyrir einkennum Covid-sýkingar skuli halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslu í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira
Ekki hefur tekist að rekja uppruna tveggja innanlandssmita kórónuveiru af þeim fjórum sem greindust í gær. Hin smitin tvö eru annars vegar tengd erlendum ferðamanni og hins vegar hópsmitinu á Akranesi. Þetta staðfestir Jóhann K. Jóhannsson samskiptastjóri almannavarna í samtali við Vísi. Hann þekkir ekki hvort smitið sem tengist ferðamanninum sé tengt smitkeðju sem var til umræðu á upplýsingafundi almannavarna í gær. Þar sagði Kamilla Sigríður Jósefsdóttir staðgengill sóttvarnalæknis að í sömu viku og fyrstu sýkingarnar í hrinunni sem nú gengur yfir komu upp hafi erlendur ferðamaður smitað leiðsögumann. Í gær hafði fjölskyldumeðlimur þess aðila einnig greinst með veiruna. Sjö einstaklingar sem hafa greinst smitaðir af kórónuveiru á Akranesi undanfarna daga eru erlendir verkamenn sem búa saman. Þórir Bergmundsson, sóttvarnalæknis Vesturlands, sagði í samtali við Vísi í gær að enginn þeirra væri alvarlega veikur. Jóhann minnir jafnframt á mikilvægi einstaklingssmitvarna nú þegar smitum fjölgar. Áríðandi sé að fólk virði tilmæli um nándarmörk og verndi viðkvæma hópa. Þá séu fyrirtæki og stofnanir hvött til þess að skerpa á sóttvörnum og leiðbeiningum. Þá er áríðandi að fólk virði einangrun, sóttkví og taki heimkomusmitgát af fyllstu alvöru. Þeir sem finni fyrir einkennum Covid-sýkingar skuli halda sig heima og hafa samband við sína heilsugæslu í gegnum síma, við netspjall Heilsuveru.is eða við Læknavaktina í síma 1700.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Fleiri fréttir Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Sjá meira