Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 16:38 Frá höfuðstöðvum Samherja. Vísir/Egill Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Innlent Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Innlent Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sýna íslensku með hreim þolinmæði Steinn liggur á grúfu og skríður niður Esju Sautján ára stúlka í haldi vegna innflutnings gerviópíóða Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Sjá meira
Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07