Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Kjartan Kjartansson skrifar 29. júlí 2020 16:38 Frá höfuðstöðvum Samherja. Vísir/Egill Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. Niðurstöður skýrslu Wikborg Rein hafa verið kynntar stjórn Samherja, að því er segir í tilkynningu á vefsíðu fyrirtækisins. Til stendur að meta síðar hvaða niðurstöður sé hægt að birta opinberlega og hvernig. Samherji réði Wikborg Rein til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu eftir að ásakanir komu fram um að félög þess hefðu mútað embættismönnum til að tryggja sér aflaheimildir. Þá hafa félögin verið sökuð um að svíkja undan skatti í Afríkulandinu. Í tilkynningu Samherja segir að starfsmenn Wikborg Rein hafi farið yfir og greint meira en milljón skjala í rannsókn sinni. Þá hafi þeir tekið viðtöl við allmarga starfsmenn Samherja og rannsakað málið í mörgum löndum, þar á meðal í Namibíu. Endurskoðunarfyrirtækið Forensic Risk Alliance hafi jafnframt farið yfir og greint fjölda millifærslna sem tengjast starfseminni í Namibíu. Eríkur S. Jóhannson, formaður stjórnar Samherja.Samherji Ætla að funda með héraðssaksóknara í haust Rannsóknir standa yfir á starfsemi Samherja í Namibíu bæði þar og á vegum héraðssaksóknara og skattrannsóknastjóra á Íslandi. „Samherji mun áfram eiga samskipti við þar til bær stjórnvöld sem sýnt hafa vilja til gagnkvæmrar samvinnu og bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökunum sem tengjast starfseminni í Namibíu,“ segir í tilkynningunni. Þannig liggi samkomulag fyrir um að lögmenn Wikborg Rein fundi með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Fundað hafi verið með fulltrúum namibískra stjórnvalda til að kanna grundvöll fyrir svipuðu samstarfi við þau. „Þegar Wikborg Rein hefur fundað með fulltrúum viðeigandi stjórnvalda þarf að taka afstöðu til fjölmargra atriða. Þar á meðal hvaða niðurstöður rannsóknarinnar er hægt að birta opinberlega og hvernig. Í því sambandi þarf að meta hvort birting kunni að hafa áhrif á rannsóknir í öðrum ríkjum. Þá þarf að meta hvort birting á upplýsingum gangi í berhögg við lög og reglur vegna þeirra einstaklinga sem kunna að koma við sögu. Ýmis fleiri atriði þarf að taka til skoðunar í þessu sambandi,“ segir í tilkynningunni. Haft er eftir Eríki S. Jóhannssyni, stjórnarformanni Samherja, að hann boði að fyrirtækið taki „skýrari afstöðu“ opinberlega til einstakra mála og fjalla nánar um einstök atriði en það hafi gert til þessa. Hafnar hann því að stjórnendur fyrirtækisins hafi nokkru sinni hlutast til um að nokkurt dótturfyrirtæki stundaði vafasama viðskiptahætti, þar á meðal mútugreiðslur eða peningaþvætti. Eiríkur segir einnig í tilkynningunni að Samherji hafi strax í byrjun verið sannfærður um að „sumar“ ásakananna væru tilhæfulausar. Þá sé því „freklega misboðið“ vegna fullyrðinga um að fyrirtækið hefði arðrænt þróunarríki og tekið stóran hluta hagnaðar þar úr landi. „Aðrar ásakanir vörðuðu lítinn hluta erlendrar starfsemi okkar á öðru menningarsvæði, fjarri Íslandi,“ er haft eftir Eiríki. Fréttin hefur verið uppfærð.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12
Samherjaskjölin: Fyrrverandi ráðherra synjað um lausn gegn tryggingu Dómstóll í Namibíu hafnaði ósk Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, og tengdasonar hans um að þeir verði látnir lausir gegn tryggingu í dag, að sögn namibískra fjölmiðla. 22. júlí 2020 16:07