Grípa til forvarna til að koma í veg fyrir að veiran berist inn á Landspítalann Andri Eysteinsson og Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifa 29. júlí 2020 21:49 Már Kristjánsson er yfirlæknir smitsjúkdómadeildar Landspítalans. Vísir/Vilhelm Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Yfirlæknir smitsjúkdómalækninga Landspítalans telur að kórónuveiran sé orðin útbreiddari í samfélaginu en opinber gögn bera vitni um. Ákveðið hefur verið að takmarka aftur heimsóknir gesta á spítalann og grípa til annarra ráðstafana til að sporna gegn því að veiran berist þar inn. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákvað í dag að grípa aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýju reglunar taka gildi á miðnætti. „Fólk þarf að gera grein fyrir sér þegar það kemur, hvort sem það er að fara í rannsóknir eða í heimsóknir. Við erum að mælast til þess að komi bara einn heimsóknargestur í senn og heimsóknartímarnir verða á milli 16 og 18.“ segir Már Þá þurfa allir starfsmenn spítalans sem fara til útlanda nú að fara í sýnatöku en þeir sem hafa til að mynda farið til Þýskalands eða Danmerkur hafa ekki þurft að gera það hingað til. „Það eru ýmis teikn á lofti um það að smit kunni að vera útbreiddara í samfélaginu heldur en opinberar tölur gefa tilefni til. Okkar hlutverk er að standa vörð um grundvallar starfsemi spítalans það er ýmislegt annað sem má ekki bresta. Við erum að gripa til mikilla forvarna til þess að draga úr líkunum á því að smit berist inn til okkar,“ segir Már Álagið á COVID-göngudeildinni hafi aukist síðustu daga. Már segir meira um að ungt fólk leiti á deildina nú en áður. „Sem ég held að helgist af því að það er yngra fólk sem er að smitast.“ Undanfarið hafa bæði komið upp smit á frjálsíþróttamóti og fótboltamóti barna. „Varðandi knattspyrnumótin þá er það kannski til umhugsunar hvort það sé skynsamlegt að steypa svo mörgum einstaklingum saman við þessar kringumstæður.“ Már segir mikilvægt að fólk hugi að sóttvörnum sér í lagi ef þar sem nú sé fram undan verslunarmannahelgin og fleiri íþróttamót.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira