Spítalainnlögn vegna Covid-19 Stefán Ó. Jónsson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 30. júlí 2020 10:47 Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild Vísir/Vilhelm Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar. Þetta er fyrsta innlögnin á sjúkrahús vegna Covid-19 síðan í maí. Ríkisútvarpið greindi frá þessu fyrst en Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, staðfestir þetta við fréttastofu. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákváðu í gær að grípa til aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýja reglurnar tóku gildi á miðnætti en vegna innlagnarinnar er þessi vænst að viðbúnaðarstig á spítalanum verði hækkað yfir á hættustig. Í samtali við fréttastofu segir Már að tilefni hafi þótt til að leggja einstaklinginn inn en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um ástand viðkomandi. Innlögnin sé táknræn að mati Más og til marks um að „það séu meiri veikindi út í samfélaginu heldur en við höfum getað staðfest.“ Már segir þá að gera verði ráð fyrir því að fleiri séu smitaðir í samfélaginu, og því mögulegt að fleiri innlagnir muni fylgja í kjölfarið. Viðbragðsstjórn spítalans mun koma saman klukkan 12 í dag. Eftir þann fund gerir Már ráð fyrir því að spítalinn verði formlega settur á hættustig. „Ef maður gerir þessar reikningskúnstir aftur á bak miðað við það sem var hérna í vor, þá má gera ráð fyrir því að það séu fleiri einstaklingar þarna úti. Þá ræðst þetta svolítið á næstu dögum, hvað er að gerast,“ segir Már. Hann segir spítalinn sé þegar kominn í stellingar og haldi vel utan um alla tölfræði er varðar innlagnir á Covid-göngudeild og annað slíkt. „Þannig getur maður áttað sig á umfanginu og viðbragðið helgast svolítið af því.“ Síðasti smitaði einstaklingurinn var útskrifaður af Landspítalanum þann 13. maí síðastliðinn. Þegar mest lét voru 44 inniliggjandi á sama tíma í byrjun apríl. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira
Einstaklingur hefur verið lagður inn á Landspítalann vegna kórónuveirusýkingar. Þetta er fyrsta innlögnin á sjúkrahús vegna Covid-19 síðan í maí. Ríkisútvarpið greindi frá þessu fyrst en Már Kristjánsson, yfirlæknir á smitsjúkdómadeild, staðfestir þetta við fréttastofu. Farsóttarnefnd og viðbragðsstjórn Landspítala ákváðu í gær að grípa til aðgerða á spítalanum vegna þess hversu hratt smituðum af kórónuveirunni hefur fjölgað síðustu daga. Nýja reglurnar tóku gildi á miðnætti en vegna innlagnarinnar er þessi vænst að viðbúnaðarstig á spítalanum verði hækkað yfir á hættustig. Í samtali við fréttastofu segir Már að tilefni hafi þótt til að leggja einstaklinginn inn en kvaðst ekki geta tjáð sig frekar um ástand viðkomandi. Innlögnin sé táknræn að mati Más og til marks um að „það séu meiri veikindi út í samfélaginu heldur en við höfum getað staðfest.“ Már segir þá að gera verði ráð fyrir því að fleiri séu smitaðir í samfélaginu, og því mögulegt að fleiri innlagnir muni fylgja í kjölfarið. Viðbragðsstjórn spítalans mun koma saman klukkan 12 í dag. Eftir þann fund gerir Már ráð fyrir því að spítalinn verði formlega settur á hættustig. „Ef maður gerir þessar reikningskúnstir aftur á bak miðað við það sem var hérna í vor, þá má gera ráð fyrir því að það séu fleiri einstaklingar þarna úti. Þá ræðst þetta svolítið á næstu dögum, hvað er að gerast,“ segir Már. Hann segir spítalinn sé þegar kominn í stellingar og haldi vel utan um alla tölfræði er varðar innlagnir á Covid-göngudeild og annað slíkt. „Þannig getur maður áttað sig á umfanginu og viðbragðið helgast svolítið af því.“ Síðasti smitaði einstaklingurinn var útskrifaður af Landspítalanum þann 13. maí síðastliðinn. Þegar mest lét voru 44 inniliggjandi á sama tíma í byrjun apríl.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Sjá meira