Svaraði ekki hvort Ólafur Helgi yrði færður til Eyja Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2020 12:12 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra. Vísir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja, eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag. Sagðist hún vonast til að vinnu ráðuneytis hennar vegna málefna lögreglunnar lyki á „nokkrum dögum“. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga á Suðunesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vilja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Hún hefur aftur á móti ekki viljað tjá sig um málið undanfarna daga. Engin breyting var á því þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði Áslaugu Örnu hvort að fréttirnar af flutningnum væru réttar eftir blaðamannfund ríkisstjórnarinnar um hert sóttvarnaaðgerðir í dag. „Það þarf fyrst og fremst að tryggja að lögreglan í öllum embættum starfi og um það sé friður. Ég tjái mig að öðru leyti ekki um einstaka starfsmannamál,“ svaraði Áslaug Arna. Sagði hún mál lögreglunnar á Suðurnesjum í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu og að það tæki einhvern tíma þar sem um væri að ræða viðkvæmt starfsmannamálefni. Vinnslan tæki vonandi „nokkra daga“. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set. Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, vildi ekki staðfesta eða hafna því að hún hefði sent Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóranum á Suðurnesjum, formlegt bréf um að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja, eftir blaðamannafund ríkisstjórnarinnar í dag. Sagðist hún vonast til að vinnu ráðuneytis hennar vegna málefna lögreglunnar lyki á „nokkrum dögum“. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga á Suðunesjum en hópur yfirmanna þar er sagður vilja losna við hann. Á móti hefur hópurinn verið sakaður um að grafa undan lögreglustjóranum. Óstaðfestar fréttir hafa verið um að Áslaug Arna dómsmálaráðherra hafi tilkynnt Ólafi Helga að hann yrði fluttur til Vestmannaeyja. Hún hefur aftur á móti ekki viljað tjá sig um málið undanfarna daga. Engin breyting var á því þegar fréttamaður Stöðvar 2 spurði Áslaugu Örnu hvort að fréttirnar af flutningnum væru réttar eftir blaðamannfund ríkisstjórnarinnar um hert sóttvarnaaðgerðir í dag. „Það þarf fyrst og fremst að tryggja að lögreglan í öllum embættum starfi og um það sé friður. Ég tjái mig að öðru leyti ekki um einstaka starfsmannamál,“ svaraði Áslaug Arna. Sagði hún mál lögreglunnar á Suðurnesjum í vinnslu í dómsmálaráðuneytinu og að það tæki einhvern tíma þar sem um væri að ræða viðkvæmt starfsmannamálefni. Vinnslan tæki vonandi „nokkra daga“. Ólafur Helgi hefur sjálfur ekki viljað tjá sig um hvort hann hafi verið beðinn um að flytja sig um set.
Lögreglan Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00 Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02 Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
„Sérstakt“ ef færa á lögreglustjórann til Eyja Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum segir sérstakt að leysa eigi deilur með því að senda lögreglustjóra Suðurnesja til Eyja. 29. júlí 2020 19:00
Starfsmannalög heimila flutning embættismanna milli embætta Í lögum um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna er kveðið á um að ráðherra geti flutt embættismann á milli embætta sem undir hann heyra. Það verði þó að gerast að ósk eða með samþykki viðkomandi embættismanns. 29. júlí 2020 12:02
Ráðherra sagður hafa sagt Ólafi Helga að fara til Eyja Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, er sögð hafa tilkynnt Ólafi Helga Kjartanssyni, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um flutning hans til Vestmannaeyja. Styr hefur staðið um störf Ólafs Helga hjá lögreglunni á Suðurnesjum. 28. júlí 2020 15:26