Þekkja það frá fyrri bylgju að veikindi versni á annarri viku Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. júlí 2020 15:59 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir, staðgengill sóttvarnalæknis. Skjáskot Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Sjúklingur sem lagður var inn á Landspítala í morgun vegna Covid-19, sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur, er í áhættuhópi vegna aldurs, að sögn staðgengils sóttvarnalæknis. Ekki er ljóst hvers vegna svo fáir hafa þurft að leita á sjúkrahús vegna Covid-19 í þessari „seinni bylgju“ faraldursins en veikindi versni oft á annarri viku. Alls eru 39 staðfest smit á landinu og þar af 28 innanlandssmit. Um eru að ræða tvær hópsýkingar sem hafa ýmsa anga, að sögn Kamillu Sigríðar Jósefsdóttur, staðgengils sóttvarnalæknis. „Þannig eru ekki allir aðilar tengdir fyrir fram fyrr en við fáum veirufræðilegar niðurstöður um að smitin þeirra tengist,“ segir Kamilla. Innanlandssmitin skiptast í tvo klasa sem kallast geta hópsýkingar. Þá eru einnig nokkur virk landamærasmit sem tengjast þeim ekki. Tíu smit greindust síðasta sólarhringinn en stór hluti þeirra var þegar í sóttkví. „Það var raunar einn í skimuninni hjá Decode á meðal þeirra sem var búið að setja í sóttkví en einhverjir voru ekki í sóttkví og vissu ekki af tengslum við smit heldur hlýddu kallinu um að fara í sýnatöku vegna einkenna,“ segir Kamilla. Ætlast til að ekki þurfi að rekja út frá sóttkví 215 eru í sóttkví eftir gærdaginn og fjölgar líklega eftir því sem líður á daginn í dag. „En vonandi ekki mjög mikið út frá þeim sem eru í sóttkví. Við ætlumst til að það hindri að það þurfi að rekja mikið út frá þeim en auðvitað getur komið í ljós að einkenni hjá þeim hafi verið byrjuð þegar sóttkví hófst og þá getur þurft að rekja svolítið aftur fyrir það.“ Þá hefur nánast enginn úr hópi þeirra sem smitast hafa í þessari „annarri bylgju“ faraldursins þurft að leita á sjúkrahús. Hvað kann að skýra það? „Því miður er ekki alveg útséð um það,“ segir Kamilla. „Þetta er fólk sem er að veikjast fyrir nokkrum dögum og við þekkjum það frá fyrri bylgju að það versnar stundum þegar líður að annarri viku veikinda hjá þeim sem ekki ná bata fyrr. Þetta er mikið til ungt og hraust fólk, ekki alveg allir, sumir með undirliggjandi sjúkdóma. Það er ekki útséð um að það verði fleiri innlagnir, það verður bara að koma í ljós.“ Einn var lagður inn á Landspítala með Covid-19 í morgun, sá fyrsti síðan í maí. Kamilla segir að um sé að ræða eldri einstakling „á þeim aldri sem við lítum á sem áhættuhóp fyrir innlögn á sjúkrahús“. Klippa: Viðtal við Kamillu Sigríði Jósefsdóttur
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59 Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29 Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35 Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Innlent Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fleiri fréttir Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Sjá meira
Landspítali á hættustig Landspítali hefur nú verið færður af óvissustigi á hættustig vegna kórónuveirufaraldurs. 30. júlí 2020 12:59
Allir nema fjórir tilheyra stórri hópsýkingu á suðvesturhorninu Af þeim 28 innanlandssmitum sem staðfest eru á landinu tilheyra 24 stórri hópsýkingu á suðvesturhorni landsins 30. júlí 2020 12:29
Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Kári Stefánsson segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. 30. júlí 2020 15:35