Ástæður þess að möguleg kaup á Newcastle gengu ekki eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 31. júlí 2020 11:00 Newcastle er enn í eigu Mike Ashley eins og staðan er í dag. Jan Kruger/Getty Images Í gær var staðfest að fjárfestar frá Sádi-Arabíu hafi ákveðið að draga tilboð sitt í enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United til baka. Ástæðan er hversu lengi það tók að fá svar frá ensku úrvalsdeildinni en kaupin á félaginu höfðu legið í loftinu undanfarna mánuði. Sökum kórónufaraldursins og þess stutta tíma sem liðin fá milli tímabila þá ákvað fjárfestahópurinn að draga tilboð sitt til baka. Sky Sports tók saman hvað hefur gengið á. Tímalína yfirvofandi kaupa Newcastle 25. janúar – Staðfest að fjárfesta frá Sádi-Arabíu hafi áhuga á að kaupa Newcastle. 14. apríl – PCP Capital Partners [fjárfestarnir frá S-Arabíu] hefur samþykkt að kaupa félagið fyrir hartnær 300 milljónir punda. 16. apríl – PCP Capital Partners senda pappíra til forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar. 21. apríl – PCP Capital Partners hefur samið við Mike Ashley og borgað fyrstu útborgun. Mannréttindasamtökin Amnesty International láta í sér heyra yfir grófum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu en fjárfesta hópurinn tengist ríkisstjórn landsins beint. 22. apríl – beIN Sports hvetur ensku úrvalsdeildina til að koma í veg fyrir sölu Newcastle í hendur mannréttindabrjóta. 29. apríl – Mauricio Pochettino er nefndur sem næsti stjóri Newcastle. 12. maí – Úrvalsdeildin neitar að tjá sig um fréttir sem bendla við fjárfestana við ólöglega streymisveitu (sem streymir til að mynda enska boltanum). 29. maí – Richard Masters [framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar] segir deildina ekki vera vinna með neinn sérstakan tímaramma í kringum möguleg kaup á Newcastle. 16. júní – Talið að verðandi eigendur Newcastle muni falla á hinu svokallaða eiganda-prófi sem allir eigendur liða í ensku úrvalsdeildinni þurfi að standast. 17. júní – Nýtt tilboð berst í Newcastle. Hljóðar það upp á 350 milljónir punda og kemur frá Henry Mauriss, framkvæmdastjóra Clear TV, sjónvarpsfyrirtæki frá Bandaríkjunum. 23. júní – Sádi-Arabía gefur út að farið sé í hart við streymisveitur þar í landi sem streyma íþróttaviðburðum ólöglega. 28. júlí – Ríkisstjórn Bretlands stígur til baka og vill ekki taka þátt í ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar á neinn hátt. 30. júlí – PCP Capital Partners draga tilboð sitt í Newcastle til baka. Heimildir Sky Sports segja að fjárfestarnir hafi verið jákvæðir varðandi kaupin allt fram um miðjan apríl á þessu ári. Þeir höfðu engar áhyggjur varðandi mögulegt eiganda-próf og voru vissir um að þeir myndu standast það. Hópurinn var vel undirbúinn en tilboðið í Newcastle kom í endann á þriggja ára vinnu fjárfestanna. Þó allt varðandi kaupin falli undir trúnaðarmál þá hefur samt sem áður ýmislegt lekið. Blaðið Daily Telegraph hefur til að mynda heimildir fyrir því að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafi haft ýmsar spurningar varðandi hver raunverulegur eigandi Newcastle yrði ef salan myndi ganga eftir. Fjárfestarnir frá Sádi-Arabíu stefndu að því að setja 250 milljónir punda í félagið sem og samfélagið í kringum Newcastle. Af hverju gengu kaupin ekki eftir? Þó ríkisstjórn Bretlands hafi sagt að hún vildi ekki hafa nein áhrif á ákvörðun forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar er ljóst að pólitík spilaði stóran þátt. Fjárfestarnir telja að þrýstingur frá mannréttindasamtökum á borð við Amnesty Internatonal og Alþjóðaviðskiptastofnunin [The World Trade Organisation], unnustu hins myrta Jamal Kashoggi og beIn Sports hafi á endanum drepið möguleg kaup þeirra á Newcastle. Þá hafa bæði alþjóða knattspyrnusambandið [FIFA] og knattspyrnusamband Evrópu [UEFA] ritskoðað Sádi-Arabíu vegna BeautQ. Það er ólögleg streymisveita sem streymdi eingöngu fótboltaleikjum. Enska úrvalsdeildin hefur ekki enn gefið neina yfirlýsingu út. Hvað næst? „Það er ljóst að Mike Ashley – eigandi Newcastle – vill selja og að hann hefur tapað miklum fjármunum síðan kórónufaraldurinn skall á. Þess vegna samþykkti hann 300 milljón punda tilboð þó hann hafi alltaf stefnt á að selja félagið fyrir 350 milljónir,“ segir Keith Downie, blaðamaður Sky Sports. „Þá er talið að tilboð Henry Mauriss sé raunverulegt en enn á eftir að svara ýmsum spurningum varðandi möguleg kaup Mauriss á Newcastle. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Downie að lokum. Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Newcastle í öngum sínum Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. 31. júlí 2020 08:00 Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Sjá meira
Í gær var staðfest að fjárfestar frá Sádi-Arabíu hafi ákveðið að draga tilboð sitt í enska úrvalsdeildarfélagið Newcastle United til baka. Ástæðan er hversu lengi það tók að fá svar frá ensku úrvalsdeildinni en kaupin á félaginu höfðu legið í loftinu undanfarna mánuði. Sökum kórónufaraldursins og þess stutta tíma sem liðin fá milli tímabila þá ákvað fjárfestahópurinn að draga tilboð sitt til baka. Sky Sports tók saman hvað hefur gengið á. Tímalína yfirvofandi kaupa Newcastle 25. janúar – Staðfest að fjárfesta frá Sádi-Arabíu hafi áhuga á að kaupa Newcastle. 14. apríl – PCP Capital Partners [fjárfestarnir frá S-Arabíu] hefur samþykkt að kaupa félagið fyrir hartnær 300 milljónir punda. 16. apríl – PCP Capital Partners senda pappíra til forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar. 21. apríl – PCP Capital Partners hefur samið við Mike Ashley og borgað fyrstu útborgun. Mannréttindasamtökin Amnesty International láta í sér heyra yfir grófum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu en fjárfesta hópurinn tengist ríkisstjórn landsins beint. 22. apríl – beIN Sports hvetur ensku úrvalsdeildina til að koma í veg fyrir sölu Newcastle í hendur mannréttindabrjóta. 29. apríl – Mauricio Pochettino er nefndur sem næsti stjóri Newcastle. 12. maí – Úrvalsdeildin neitar að tjá sig um fréttir sem bendla við fjárfestana við ólöglega streymisveitu (sem streymir til að mynda enska boltanum). 29. maí – Richard Masters [framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar] segir deildina ekki vera vinna með neinn sérstakan tímaramma í kringum möguleg kaup á Newcastle. 16. júní – Talið að verðandi eigendur Newcastle muni falla á hinu svokallaða eiganda-prófi sem allir eigendur liða í ensku úrvalsdeildinni þurfi að standast. 17. júní – Nýtt tilboð berst í Newcastle. Hljóðar það upp á 350 milljónir punda og kemur frá Henry Mauriss, framkvæmdastjóra Clear TV, sjónvarpsfyrirtæki frá Bandaríkjunum. 23. júní – Sádi-Arabía gefur út að farið sé í hart við streymisveitur þar í landi sem streyma íþróttaviðburðum ólöglega. 28. júlí – Ríkisstjórn Bretlands stígur til baka og vill ekki taka þátt í ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar á neinn hátt. 30. júlí – PCP Capital Partners draga tilboð sitt í Newcastle til baka. Heimildir Sky Sports segja að fjárfestarnir hafi verið jákvæðir varðandi kaupin allt fram um miðjan apríl á þessu ári. Þeir höfðu engar áhyggjur varðandi mögulegt eiganda-próf og voru vissir um að þeir myndu standast það. Hópurinn var vel undirbúinn en tilboðið í Newcastle kom í endann á þriggja ára vinnu fjárfestanna. Þó allt varðandi kaupin falli undir trúnaðarmál þá hefur samt sem áður ýmislegt lekið. Blaðið Daily Telegraph hefur til að mynda heimildir fyrir því að forráðamenn úrvalsdeildarinnar hafi haft ýmsar spurningar varðandi hver raunverulegur eigandi Newcastle yrði ef salan myndi ganga eftir. Fjárfestarnir frá Sádi-Arabíu stefndu að því að setja 250 milljónir punda í félagið sem og samfélagið í kringum Newcastle. Af hverju gengu kaupin ekki eftir? Þó ríkisstjórn Bretlands hafi sagt að hún vildi ekki hafa nein áhrif á ákvörðun forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar er ljóst að pólitík spilaði stóran þátt. Fjárfestarnir telja að þrýstingur frá mannréttindasamtökum á borð við Amnesty Internatonal og Alþjóðaviðskiptastofnunin [The World Trade Organisation], unnustu hins myrta Jamal Kashoggi og beIn Sports hafi á endanum drepið möguleg kaup þeirra á Newcastle. Þá hafa bæði alþjóða knattspyrnusambandið [FIFA] og knattspyrnusamband Evrópu [UEFA] ritskoðað Sádi-Arabíu vegna BeautQ. Það er ólögleg streymisveita sem streymdi eingöngu fótboltaleikjum. Enska úrvalsdeildin hefur ekki enn gefið neina yfirlýsingu út. Hvað næst? „Það er ljóst að Mike Ashley – eigandi Newcastle – vill selja og að hann hefur tapað miklum fjármunum síðan kórónufaraldurinn skall á. Þess vegna samþykkti hann 300 milljón punda tilboð þó hann hafi alltaf stefnt á að selja félagið fyrir 350 milljónir,“ segir Keith Downie, blaðamaður Sky Sports. „Þá er talið að tilboð Henry Mauriss sé raunverulegt en enn á eftir að svara ýmsum spurningum varðandi möguleg kaup Mauriss á Newcastle. Við verðum að bíða og sjá,“ sagði Downie að lokum.
Tímalína yfirvofandi kaupa Newcastle 25. janúar – Staðfest að fjárfesta frá Sádi-Arabíu hafi áhuga á að kaupa Newcastle. 14. apríl – PCP Capital Partners [fjárfestarnir frá S-Arabíu] hefur samþykkt að kaupa félagið fyrir hartnær 300 milljónir punda. 16. apríl – PCP Capital Partners senda pappíra til forráðamanna ensku úrvalsdeildarinnar. 21. apríl – PCP Capital Partners hefur samið við Mike Ashley og borgað fyrstu útborgun. Mannréttindasamtökin Amnesty International láta í sér heyra yfir grófum mannréttindabrotum í Sádi-Arabíu en fjárfesta hópurinn tengist ríkisstjórn landsins beint. 22. apríl – beIN Sports hvetur ensku úrvalsdeildina til að koma í veg fyrir sölu Newcastle í hendur mannréttindabrjóta. 29. apríl – Mauricio Pochettino er nefndur sem næsti stjóri Newcastle. 12. maí – Úrvalsdeildin neitar að tjá sig um fréttir sem bendla við fjárfestana við ólöglega streymisveitu (sem streymir til að mynda enska boltanum). 29. maí – Richard Masters [framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar] segir deildina ekki vera vinna með neinn sérstakan tímaramma í kringum möguleg kaup á Newcastle. 16. júní – Talið að verðandi eigendur Newcastle muni falla á hinu svokallaða eiganda-prófi sem allir eigendur liða í ensku úrvalsdeildinni þurfi að standast. 17. júní – Nýtt tilboð berst í Newcastle. Hljóðar það upp á 350 milljónir punda og kemur frá Henry Mauriss, framkvæmdastjóra Clear TV, sjónvarpsfyrirtæki frá Bandaríkjunum. 23. júní – Sádi-Arabía gefur út að farið sé í hart við streymisveitur þar í landi sem streyma íþróttaviðburðum ólöglega. 28. júlí – Ríkisstjórn Bretlands stígur til baka og vill ekki taka þátt í ákvörðun ensku úrvalsdeildarinnar á neinn hátt. 30. júlí – PCP Capital Partners draga tilboð sitt í Newcastle til baka.
Fótbolti Enski boltinn Tengdar fréttir Stuðningsmenn Newcastle í öngum sínum Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. 31. júlí 2020 08:00 Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55 Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti „Hún lamdi aðeins á mér“ Handbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu Barry vinna fjórtán skallaeinvígi gegn Man. Utd og setja met „Förum ekki fram úr okkur“ Hefur ekki gerst hjá Liverpool síðan 1953 Þurftu að biðjast afsökunar á framkomu áhrifavalds í bikardrætti Fantasýn: Hefði átt að hlusta á fáránlegu rökin sín Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar „Salah talar bara þegar hann vantar nýjan samning“ Sjáðu markið, rauða spjaldið og púðurskot United í sögulegum sigri Everton Amorim við Hjörvar: Ég og liðið áttum þetta baul skilið United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Pep skammast sín og biðst afsökunar Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Rooney hvetur Slot til að henda Salah á bekkinn Sjáðu þrennuna hjá Eze og öll mörkin úr enska Gáfu sumarkaupum Liverpool einkunn: Aron tvistaði Isak Eze með þrennu í fyrsta Norður-Lundúnaslagnum Morgan Rogers með sigurmarkið úr aukaspyrnu Þarf mikið til að eyða 450 milljónum til að gera Liverpool liðið verra Stríddi „svikurunum“ í herbúðum Arsenal United-aðdáandinn ætlar að gefa „Litlu prinsessunum“ hárið sitt Cunha gat ekki kveikt á jólaljósunum vegna slyss á æfingu Wayne Rooney valdi Owen frekar en Messi Isak setti Liverpool-met sem enginn vill eiga Sjáðu Forest rasskella Liverpool, Newcastle vinna City og öll hin mörkin Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Sjá meira
Stuðningsmenn Newcastle í öngum sínum Stuðningsmenn Newcastle segjast vera gjörsamlega miður sín eftir að ljóst varð að ekkert yrði af kaupum Sádí-Araba á enska knattspyrnufélaginu. 31. júlí 2020 08:00
Hættir við kaup á Newcastle United Ekkert verður af kaupum fjárfesta á vegum krónprins Sádi-Arabíu á enska úrvalsdeildarfélaginu Newcastle United. 30. júlí 2020 14:55