Funda með lögmannsstofu Samherja í september Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2020 11:54 Rannsókn á málefnum Samherja í Namibíu stendur yfir hjá héraðssaksóknara. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. Samherji segist ætla að bjóða fram „aðstoð“ vegna rannsókna á spillingarásökunum. Eftir að ásakanir komu fram um að félög Samherja hefðu greitt embættismönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að aflaheimildum og komið fjármunum undan skatti í vetur tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið Wikborg Rein til þess að rannsaka reksturinn í Namibíu. Tilkynnt var um lok rannsóknar norsku stofunnar á miðvikudag en ekki niðurstöðum. Þar kom einnig fram að samkomulag lægi fyrir um að lögmenn Wikborg Rein funduðu með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Samherji ætli að bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökununum í Namibíu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að fundur með lögmönnum Wikborg Rein sé áætlaður í september að ósk þeirra. Embættið hafi áður fundað með lögmönnum stofunnar. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort að héraðssaksóknari tæki við eða falaðist eftir gögnum úr rannsókn Wikborg Rein. Nokkrir sagðir með réttarstöðu grunaðra Rannsóknir standa yfir á málefnum Samherja í Namibíu og á Íslandi. Héraðssaksóknar og skattrannsóknastjóri eru með málið á sinni könnu hér á landi. Ólafur Þór hefur lítið viljað tjá sig um framgang rannsóknarinnar hér. Í síðustu viku greindi Kjarninn frá því að nokkrir einstaklingar hefðu réttarstöðu grunaðra í rannsókninni á Íslandi, þar á meðal Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sem hefur sagst hafa framið glæpi þar í landi fyrir hönd fyrirtækisins. Heimildir Vísi hermdu þá að yfirheyrslur hefðu farið fram hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar. Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Héraðssaksóknari ætlar að funda með lögmönnum frá Wikborg Rein, norskri lögmannsstofu sem Samherji réði til að rannsaka rekstur sinn í Namibíu, í september. Samherji segist ætla að bjóða fram „aðstoð“ vegna rannsókna á spillingarásökunum. Eftir að ásakanir komu fram um að félög Samherja hefðu greitt embættismönnum í Namibíu mútur til að fá aðgang að aflaheimildum og komið fjármunum undan skatti í vetur tilkynnti Samherji að fyrirtækið hefði ráðið Wikborg Rein til þess að rannsaka reksturinn í Namibíu. Tilkynnt var um lok rannsóknar norsku stofunnar á miðvikudag en ekki niðurstöðum. Þar kom einnig fram að samkomulag lægi fyrir um að lögmenn Wikborg Rein funduðu með embætti héraðssaksóknara með haustinu. Samherji ætli að bjóða fram aðstoð vegna rannsókna á ásökununum í Namibíu. Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari, staðfestir við Vísi að fundur með lögmönnum Wikborg Rein sé áætlaður í september að ósk þeirra. Embættið hafi áður fundað með lögmönnum stofunnar. Hann segist ekki geta sagt til um það á þessari stundu hvort að héraðssaksóknari tæki við eða falaðist eftir gögnum úr rannsókn Wikborg Rein. Nokkrir sagðir með réttarstöðu grunaðra Rannsóknir standa yfir á málefnum Samherja í Namibíu og á Íslandi. Héraðssaksóknar og skattrannsóknastjóri eru með málið á sinni könnu hér á landi. Ólafur Þór hefur lítið viljað tjá sig um framgang rannsóknarinnar hér. Í síðustu viku greindi Kjarninn frá því að nokkrir einstaklingar hefðu réttarstöðu grunaðra í rannsókninni á Íslandi, þar á meðal Jóhannes Stefánsson, fyrrverandi starfsmaður Samherja í Namibíu, sem hefur sagst hafa framið glæpi þar í landi fyrir hönd fyrirtækisins. Heimildir Vísi hermdu þá að yfirheyrslur hefðu farið fram hjá embætti héraðssaksóknara vegna rannsóknarinnar.
Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38 Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12 Mest lesið Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Sjá meira
Rannsókn lögmannsstofu Samherja á ásökunum lokið Norska lögmannsstofan Wikborg Rein hefur lokið rannsókn á starfsemi Samherja í Namibíu. Ekki er ljóst hvort og hvaða niðurstöður hennar verða birtar. Samherji réði stofuna til að rannsaka starfsemina eftir að ásakanir komu fram um umfangsmiklar mútugreiðslur og skattsvik. 29. júlí 2020 16:38
Yfirheyrslur hafa farið fram í rannsókn á Samherja Héraðssaksóknari hefur yfirheyrt einstaklinga í tengslum við rannsókn hans á málefnum Samherja í Namibíu. Kjarninn fullyrðir að nokkrir einstaklingar hafi réttarstöðu grunaðra í íslenskri rannsókn málsins. 23. júlí 2020 14:12