Flest mörk og mesta spennan á Ítalíu Ísak Hallmundarson skrifar 3. ágúst 2020 21:00 Ciro Immobile skoraði 35 af þeim 1154 mörkum sem skoruð voru í ítölsku úrvalsdeildinni 2019-20. getty/Carlo Hermann Ítölskum fótbolta er oft lýst sem varnarsinnuðum og tíðindalitlum. Það var þó ekki raunin á nýafstöðnu tímabili en talsvert fleiri mörk voru skoruð í ítölsku úrvalsdeildinni heldur en í efstu deild á Spáni og Englandi. 1154 mörk voru skoruð í Serie A á Ítalíu eða 3.04 mörk að meðaltali í hverjum leik. 1034 mörk voru skoruð á Englandi, eða 2.72 í leik og aðeins 942 mörk voru skoruð í heildina á Spáni. Flest mörk að meðaltali í leik voru í þýsku úrvalsdeildinni, en þar eru færri leikir spilaðir og voru skoruð 982 mörk, 3.21 í leik, í þeirri deild. Goals scored in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1154 (3.04 per match)🏴 1034 (2.72 per match)🇩🇪 982 (3.21 per match)🇪🇸 942 (2.48 per match)Which was that boring one again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 2, 2020 Ekki eru allir sammála um ágæti þessa markaregns í ítölsku deildinni ef marka má umræðuna á Twitter. Sumir vilja meina að varnarleikurinn hafi verið sá versti í langan tíma og aðrir nefna ódýra vítaspyrnudóma. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í leik í ítölsku úrvalsdeildinni síðan árið 1951. Points difference between 1st & 2nd in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1pt (Juve-Inter)🇪🇸 5pts (Real Madrid-Barca)🇩🇪 13pts (Bayern-Dortmund)🏴 18pts (Liverpool-Man City)Part II: Which was boring again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 3, 2020 Þá var toppbaráttan einnig talsvert jafnari á Ítalíu heldur en í hinum stærstu deildunum. Liverpool rúllaði auðvitað upp ensku úrvalsdeildinni og endaði tímabilið með 18 stigum meira en Manchester City sem hreppti annað sætið. Silfurlið Dortmund var 13 stigum á eftir Þýskalandsmeisturum Bayern og Real Madrid uppskar fimm stigum meira en Barcelona á Spáni. Aðeins einu stigi munaði á Juventus sem vann ítölsku deildina og Inter sem var í öðru sæti. Þá munaði aðeins fimm stigum á efsta sætinu og 4. sætinu, Lazio var í 4. sæti með 78 stig en meistarar Juventus enduðu með 83 stig. Hvort ítalska deildin muni sækja í sig veðrið þegar kemur að vinsældum næstu ár á eftir að koma í ljós, en miðað við tímabilið sem lauk í gær eru áhorfendur að fá eitthvað fyrir peninginn þar. Ítalski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira
Ítölskum fótbolta er oft lýst sem varnarsinnuðum og tíðindalitlum. Það var þó ekki raunin á nýafstöðnu tímabili en talsvert fleiri mörk voru skoruð í ítölsku úrvalsdeildinni heldur en í efstu deild á Spáni og Englandi. 1154 mörk voru skoruð í Serie A á Ítalíu eða 3.04 mörk að meðaltali í hverjum leik. 1034 mörk voru skoruð á Englandi, eða 2.72 í leik og aðeins 942 mörk voru skoruð í heildina á Spáni. Flest mörk að meðaltali í leik voru í þýsku úrvalsdeildinni, en þar eru færri leikir spilaðir og voru skoruð 982 mörk, 3.21 í leik, í þeirri deild. Goals scored in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1154 (3.04 per match)🏴 1034 (2.72 per match)🇩🇪 982 (3.21 per match)🇪🇸 942 (2.48 per match)Which was that boring one again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 2, 2020 Ekki eru allir sammála um ágæti þessa markaregns í ítölsku deildinni ef marka má umræðuna á Twitter. Sumir vilja meina að varnarleikurinn hafi verið sá versti í langan tíma og aðrir nefna ódýra vítaspyrnudóma. Það hafa ekki verið skoruð fleiri mörk í leik í ítölsku úrvalsdeildinni síðan árið 1951. Points difference between 1st & 2nd in Europe’s top leagues in 2019-20:🇮🇹 1pt (Juve-Inter)🇪🇸 5pts (Real Madrid-Barca)🇩🇪 13pts (Bayern-Dortmund)🏴 18pts (Liverpool-Man City)Part II: Which was boring again...— Adriano Del Monte (@adriandelmonte) August 3, 2020 Þá var toppbaráttan einnig talsvert jafnari á Ítalíu heldur en í hinum stærstu deildunum. Liverpool rúllaði auðvitað upp ensku úrvalsdeildinni og endaði tímabilið með 18 stigum meira en Manchester City sem hreppti annað sætið. Silfurlið Dortmund var 13 stigum á eftir Þýskalandsmeisturum Bayern og Real Madrid uppskar fimm stigum meira en Barcelona á Spáni. Aðeins einu stigi munaði á Juventus sem vann ítölsku deildina og Inter sem var í öðru sæti. Þá munaði aðeins fimm stigum á efsta sætinu og 4. sætinu, Lazio var í 4. sæti með 78 stig en meistarar Juventus enduðu með 83 stig. Hvort ítalska deildin muni sækja í sig veðrið þegar kemur að vinsældum næstu ár á eftir að koma í ljós, en miðað við tímabilið sem lauk í gær eru áhorfendur að fá eitthvað fyrir peninginn þar.
Ítalski boltinn Mest lesið Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti NFL goðsögn féll frá um helgina Sport Chelsea pakkaði PSG saman Fótbolti Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Fótbolti Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Enski boltinn Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Fótbolti Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Fótbolti Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Fleiri fréttir Leikmannasamtökin fengu ekki að mæta á fund um velferð leikmanna Chelsea pakkaði PSG saman Heimir: „Svo höfum við skitið í deigið“ Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Sævar Atli skoraði er Brann vann toppslaginn Leik lokið: England - Wales 6-1 | England flaug áfram Leik lokið: Frakkland - Holland 5-2 | Frakkar áfram með fullt hús Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Fertugur Cazorla er hvergi nærri hættur Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Onana frá næstu vikurnar Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Sjá meira