Tugir farþega norsks skemmtiferðaskips smitaðir Andri Eysteinsson skrifar 3. ágúst 2020 16:49 MS Roald Amundsen er nefnt eftir norska landkönnuðinum sem var sá fyrsti til að ná Suðurpólnum. Getty/Hinrich Bäsemann Norsk heilbrigðisyfirvöld segja að að minnsta kosti 41 hafi greinst með kórónuveiruna um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem er nú við höfn í Tromsø í Norður-Noregi. Rekstraraðili skipsins, Hurtigruten, segir að hundruð farþega sem voru um borð í skipinu séu nú í sóttkví og bíði niðurstöðu úr skimun fyrir veirunni. „Staðan er mjög alvarleg. Við höfum ekki staðið okkur nægilega vel og höfum gert mistök,“ sagði forstjóri fyrirtækisins í yfirlýsingu Hurtigruten vegna málsins. Ekki hafi verið fylgt reglum sem Hurtigruten hafi sett sér og því sé það eina í stöðunni að hætta öllum siglingum félagsins. Skipið var á leið í vikuferð til Svalbarða þegar fjórir áhafnarmeðlimir greindust með veiruna þegar komið var til hafnar í Tromsø. Síðar greindust 32 áhafnarmeðlimir til viðbótar með kórónuveirusmit og enn sem komið hafa sýni úr fimm farþegum skilaði jákvæðu svari á kórónuveiruprófi. Um 180 farþegum var hleypt frá borði við komuna til Tromsø og setti það strik í reikning heilbrigðisyfirvalda. Yfirvöld hafa þó náð á alla farþegana og sæta þeir nú tíu daga sóttkví. Búist er við því að fleiri smit muni greinast í tengslum við MS Roald Amundsen að sögn norska yfirvalda. Þá er lögreglurannsókn hafin vegna málsins. Haft er eftir lögreglunni að rík ástæða sé til þess að rannsaka málið. Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stöðva að farþegar skemmtiferðaskipa með yfir 100 farþega fái ekki að fara frá borði á næstu 14 dögum. Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira
Norsk heilbrigðisyfirvöld segja að að minnsta kosti 41 hafi greinst með kórónuveiruna um borð í skemmtiferðaskipinu MS Roald Amundsen sem er nú við höfn í Tromsø í Norður-Noregi. Rekstraraðili skipsins, Hurtigruten, segir að hundruð farþega sem voru um borð í skipinu séu nú í sóttkví og bíði niðurstöðu úr skimun fyrir veirunni. „Staðan er mjög alvarleg. Við höfum ekki staðið okkur nægilega vel og höfum gert mistök,“ sagði forstjóri fyrirtækisins í yfirlýsingu Hurtigruten vegna málsins. Ekki hafi verið fylgt reglum sem Hurtigruten hafi sett sér og því sé það eina í stöðunni að hætta öllum siglingum félagsins. Skipið var á leið í vikuferð til Svalbarða þegar fjórir áhafnarmeðlimir greindust með veiruna þegar komið var til hafnar í Tromsø. Síðar greindust 32 áhafnarmeðlimir til viðbótar með kórónuveirusmit og enn sem komið hafa sýni úr fimm farþegum skilaði jákvæðu svari á kórónuveiruprófi. Um 180 farþegum var hleypt frá borði við komuna til Tromsø og setti það strik í reikning heilbrigðisyfirvalda. Yfirvöld hafa þó náð á alla farþegana og sæta þeir nú tíu daga sóttkví. Búist er við því að fleiri smit muni greinast í tengslum við MS Roald Amundsen að sögn norska yfirvalda. Þá er lögreglurannsókn hafin vegna málsins. Haft er eftir lögreglunni að rík ástæða sé til þess að rannsaka málið. Norska ríkisstjórnin hefur ákveðið að stöðva að farþegar skemmtiferðaskipa með yfir 100 farþega fái ekki að fara frá borði á næstu 14 dögum.
Noregur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Fleiri fréttir Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Sjá meira