Segist vera í fullum rétti til að fá skattskýrslur Trump Sylvía Hall skrifar 3. ágúst 2020 20:24 Cyrus Vance Jr. hefur farið fram á skattskýrslur Trump vegna rannsóknar á meintum mútugreiðslum. Vísir/Getty Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“ innan fyrirtækis hans. Tilkynnti hann dómara í dag að hann væri í fullum rétti til þess að krefjast gagnanna, en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslurnar afhentar. AP greinir frá. Þar kemur fram að Vance hafi lítið gefið upp varðandi rannsókn sína en sagði þó hluta rannsóknarinnar beinast að meintum mútugreiðslum til kvenna gegn því að þær héldu ástarsamböndum sínum við forsetann leyndum. Fullyrtu lögmenn Vance að mótmæli lögmanna forsetans þess efnis að krafan væri of víðtæk væru byggð á röngum forsendum, enda krafðist saksóknarinn afhendingu vegna rannsóknar á mútugreiðslum. Hæstiréttur hafnaði því fyrr í mánuðinum að forsetinn nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn og opnaði þar með fyrir möguleikann á því að skattskýrslurnar yrðu gerðar opinberar. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. „Hver dagur sem líður er annar dagur þar sem [Trump] viðheldur „tímabundinni algerri friðhelgi“ sem þetta dómstig, áfrýjunardómstóll og Hæstiréttur hafnaði,“ sögðu lögmenn Vance um málið. Sögðu þeir jafnframt töfina auka líkur á því að sönnunargögn myndu tapast eða málin myndu fyrnast. Rannsókn saksóknarans beinist meðal annars að því hvernig Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, kom í veg fyrir að klámstjarnan Stormy Daniels og fyrirsætan Karen McDougal stigu fram með sögur af ástarsamböndum sínum við forsetann. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og fyrir að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Saksóknarinn Cyrus R. Vance Jr. hefur krafist þess að fá skattskýrslur Trump undanfarin átta ár afhentar vegna gruns um „umfangsmikla og langvarandi saknæma háttsemi“ innan fyrirtækis hans. Tilkynnti hann dómara í dag að hann væri í fullum rétti til þess að krefjast gagnanna, en erfiðlega hefur gengið að fá skýrslurnar afhentar. AP greinir frá. Þar kemur fram að Vance hafi lítið gefið upp varðandi rannsókn sína en sagði þó hluta rannsóknarinnar beinast að meintum mútugreiðslum til kvenna gegn því að þær héldu ástarsamböndum sínum við forsetann leyndum. Fullyrtu lögmenn Vance að mótmæli lögmanna forsetans þess efnis að krafan væri of víðtæk væru byggð á röngum forsendum, enda krafðist saksóknarinn afhendingu vegna rannsóknar á mútugreiðslum. Hæstiréttur hafnaði því fyrr í mánuðinum að forsetinn nyti algerrar friðhelgi fyrir rannsókn og opnaði þar með fyrir möguleikann á því að skattskýrslurnar yrðu gerðar opinberar. Dómurinn þýðir þó ekki að Trump þurfi að afhenda skattskýrslur sínar, að minnsta kosti ekki strax. Krafa saksóknara um skattskýrslurnar gætu velkst um fyrir dómstólum lengi enn, vel fram yfir kosningarnar sem fara fram í haust. „Hver dagur sem líður er annar dagur þar sem [Trump] viðheldur „tímabundinni algerri friðhelgi“ sem þetta dómstig, áfrýjunardómstóll og Hæstiréttur hafnaði,“ sögðu lögmenn Vance um málið. Sögðu þeir jafnframt töfina auka líkur á því að sönnunargögn myndu tapast eða málin myndu fyrnast. Rannsókn saksóknarans beinist meðal annars að því hvernig Michael Cohen, fyrrum lögmaður Trump, kom í veg fyrir að klámstjarnan Stormy Daniels og fyrirsætan Karen McDougal stigu fram með sögur af ástarsamböndum sínum við forsetann. Cohen var dæmdur í þriggja ára fangelsi fyrir brot á kosningalögum, skattsvik og fyrir að hafa logið að rannsóknarnefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27 Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47 Mest lesið Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Fleiri fréttir Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Sjá meira
Hæstiréttur úrskurðaði gegn forsetanum Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í dag að forseti njóti algerrar friðhelgi fyrir sakamálarannsókn. Úrskurðurinn opnar möguleikann á að saksóknarar í New York fái skattskýrslur Donalds Trump forseta afhentar. 9. júlí 2020 14:27
Biðlar til Hæstaréttar til að verja skattskýrslur sínar Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur farið fram á að Hæstiréttur landsins komi í veg fyrir að saksóknarar fái aðgang að skattskýrslum hans. Málið þykir markvert fyrir margar sakir og er talið muna reyna verulega á völd forsetans, stjórnarskrána og stöðu dómstólsins sjálfs. 15. nóvember 2019 09:47