Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja 20 virk smit Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. ágúst 2020 10:08 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Almannavörnum. Vísir/Baldur Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að ýmislegt bendi til þess að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Næstu dagar muni auðvitað skera úr um það og ekki sé aðeins hægt að horfa á einn dag í einu heldur þurfi að taka saman nokkra daga til að skera úr um þetta. Víðir ræddi stöðuna á faraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði hann meðal annars að færri smit hafi komið upp til dæmis í gær en dagana þar áður. „Við megum ekki missa okkur alveg í því. Við sáum þetta líka við byrjun faraldursins að þetta sveiflaðist á milli daga og við verðum að horfa á nokkra daga í samhengi til að sjá hvar við erum.“ Hann segir það jafnframt hafa verið til umræðu hjá sóttvarnaryfirvöldum hve mikil líkindi séu með stöðunni núna og hvernig hún var á milli 10. og 12. mars. Þá hafi svipað margir verið smitaðir af veirunni. Það boði ekki gott og þess vegna hafi verið gripið til harðari aðgerða nú fyrir helgi. „Við sáum það þegar við vorum að skoða þetta að við gætum verið að fara í þessa átt, þetta gæti verið hópsýking sem væri einhver tenging í og við næðum utan um. Þetta gæti líka verið faraldur eða önnur bylgja og við erum ekkert endilega að velta okkur upp úr því hvort það er en staðan er þannig að tíunda mars þá vorum við með 82 virk smit. Af þeim var eitt smit sem við gáum ekki rakið. Núna erum við í byrjun ágúst með 82 virk smit held ég í gær og af þeim eru í kring um 20 sem við getum ekki rakið,“ segir Víðir. Smitin núna falli undir tvo stofna veirunnar „Þetta er áhyggjuefnið og það er erfitt að segja nákvæmlega hvað þetta þýðir. Þetta gæti þýtt það að það væri kraumandi smit út um allt og þetta gæti líka verið það að við séum bara ekki búin að finna tenginguna, að það sé alveg klár tenging á milli og þetta sé það sem er kallað hópsmit.“ Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hafi jafnframt leitt það í ljós að smitin falli undir tvo stofna veirunnar. Annar hafi greinst í þó nokkurn tíma en nú greinist úr hinum stofninum á hverjum degi og tengingar milli þeirra smita finnist ekki. Rétt eins og í mars þurfi nú að endurmeta stöðuna og meta hvort grípa þurfi til harðari aðgerða að sögn Víðis. „Okkar tilfinning er sú að þær aðgerðir sem við höfum gripið til dugi í bili að minnsta kosti og það að fara í mjög harkalegar aðgerðir varðandi samkomubann og að senda alla heim sé ekki endilega það sem muni skipta mestu máli heldur að fólk fari eftir þessum reglum sem að við erum búin að setja.“ Margir hinna smituðu einkennalausir Þá skipti persónubundnu sóttvarnirnar gríðarlega miklu máli. Það sem þurfi aftur núna sé að fólk sé duglegt að þvo sér um hendurnar, spritta, þvo sameiginlega snertifleti og virða fjarlægðarmörk. Það sé það sem þurfi til að sigrast á annarri bylgju faraldursins. „Það að fara aftur niður í tuttugu og loka samfélaginu eins og við gerðum 24. mars, vonandi þurfum við ekki að gera það aftur vegna þess að nú kunnum við meira. Hinn anginn af þessu verkefni er hvernig við meðhöndlum þá sem veikjast og það erum við líka búin að læra, fólk kann miklu betur á sóttkvína og mikilvægi einangrunar.“ Þá hafi heilbrigðiskerfið einnig lært ýmislegt og sé betur í stakk búið nú til að takast á við sjúkdóminn. Aðgerðirnar sem gilda nú gilda til 13. ágúst og að sögn Víðis bendir ekkert til þess í dag að létt verði á þeim aðgerðum fyrir það. Hlutirnir taki mjög langan tíma hvað varði þennan sjúkdóm og til marks um það sé meðgöngutími veirunnar, en tekið getur allt að tvær vikur að veikjast frá því að fólk smitist af veirunni. Þá séu jafnframt margir af þeim 80 sem eru nú einangrun einkennalausir en séu aftur á móti smitandi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Milljónum aftur gert að halda sig heima Tugir milljóna manna eru nú aftur komnir í útgöngubann í Filippseyjum en þar óttast læknar að nýleg fjölgun í kórónuveirusmita geti rústað heilbrigðiskerfið. 4. ágúst 2020 06:40 Bjóst við því að „næsta bylgja“ kæmi seinna Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir vinnu við nýtt spálíkan vera í þann mund að hefjast. 3. ágúst 2020 22:51 Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. 3. ágúst 2020 20:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn, segir að ýmislegt bendi til þess að önnur bylgja kórónuveirufaraldursins sé hafin hér á landi. Næstu dagar muni auðvitað skera úr um það og ekki sé aðeins hægt að horfa á einn dag í einu heldur þurfi að taka saman nokkra daga til að skera úr um þetta. Víðir ræddi stöðuna á faraldrinum í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði hann meðal annars að færri smit hafi komið upp til dæmis í gær en dagana þar áður. „Við megum ekki missa okkur alveg í því. Við sáum þetta líka við byrjun faraldursins að þetta sveiflaðist á milli daga og við verðum að horfa á nokkra daga í samhengi til að sjá hvar við erum.“ Hann segir það jafnframt hafa verið til umræðu hjá sóttvarnaryfirvöldum hve mikil líkindi séu með stöðunni núna og hvernig hún var á milli 10. og 12. mars. Þá hafi svipað margir verið smitaðir af veirunni. Það boði ekki gott og þess vegna hafi verið gripið til harðari aðgerða nú fyrir helgi. „Við sáum það þegar við vorum að skoða þetta að við gætum verið að fara í þessa átt, þetta gæti verið hópsýking sem væri einhver tenging í og við næðum utan um. Þetta gæti líka verið faraldur eða önnur bylgja og við erum ekkert endilega að velta okkur upp úr því hvort það er en staðan er þannig að tíunda mars þá vorum við með 82 virk smit. Af þeim var eitt smit sem við gáum ekki rakið. Núna erum við í byrjun ágúst með 82 virk smit held ég í gær og af þeim eru í kring um 20 sem við getum ekki rakið,“ segir Víðir. Smitin núna falli undir tvo stofna veirunnar „Þetta er áhyggjuefnið og það er erfitt að segja nákvæmlega hvað þetta þýðir. Þetta gæti þýtt það að það væri kraumandi smit út um allt og þetta gæti líka verið það að við séum bara ekki búin að finna tenginguna, að það sé alveg klár tenging á milli og þetta sé það sem er kallað hópsmit.“ Raðgreining Íslenskrar erfðagreiningar hafi jafnframt leitt það í ljós að smitin falli undir tvo stofna veirunnar. Annar hafi greinst í þó nokkurn tíma en nú greinist úr hinum stofninum á hverjum degi og tengingar milli þeirra smita finnist ekki. Rétt eins og í mars þurfi nú að endurmeta stöðuna og meta hvort grípa þurfi til harðari aðgerða að sögn Víðis. „Okkar tilfinning er sú að þær aðgerðir sem við höfum gripið til dugi í bili að minnsta kosti og það að fara í mjög harkalegar aðgerðir varðandi samkomubann og að senda alla heim sé ekki endilega það sem muni skipta mestu máli heldur að fólk fari eftir þessum reglum sem að við erum búin að setja.“ Margir hinna smituðu einkennalausir Þá skipti persónubundnu sóttvarnirnar gríðarlega miklu máli. Það sem þurfi aftur núna sé að fólk sé duglegt að þvo sér um hendurnar, spritta, þvo sameiginlega snertifleti og virða fjarlægðarmörk. Það sé það sem þurfi til að sigrast á annarri bylgju faraldursins. „Það að fara aftur niður í tuttugu og loka samfélaginu eins og við gerðum 24. mars, vonandi þurfum við ekki að gera það aftur vegna þess að nú kunnum við meira. Hinn anginn af þessu verkefni er hvernig við meðhöndlum þá sem veikjast og það erum við líka búin að læra, fólk kann miklu betur á sóttkvína og mikilvægi einangrunar.“ Þá hafi heilbrigðiskerfið einnig lært ýmislegt og sé betur í stakk búið nú til að takast á við sjúkdóminn. Aðgerðirnar sem gilda nú gilda til 13. ágúst og að sögn Víðis bendir ekkert til þess í dag að létt verði á þeim aðgerðum fyrir það. Hlutirnir taki mjög langan tíma hvað varði þennan sjúkdóm og til marks um það sé meðgöngutími veirunnar, en tekið getur allt að tvær vikur að veikjast frá því að fólk smitist af veirunni. Þá séu jafnframt margir af þeim 80 sem eru nú einangrun einkennalausir en séu aftur á móti smitandi. Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Milljónum aftur gert að halda sig heima Tugir milljóna manna eru nú aftur komnir í útgöngubann í Filippseyjum en þar óttast læknar að nýleg fjölgun í kórónuveirusmita geti rústað heilbrigðiskerfið. 4. ágúst 2020 06:40 Bjóst við því að „næsta bylgja“ kæmi seinna Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir vinnu við nýtt spálíkan vera í þann mund að hefjast. 3. ágúst 2020 22:51 Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. 3. ágúst 2020 20:56 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Heitir hættulegir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Milljónum aftur gert að halda sig heima Tugir milljóna manna eru nú aftur komnir í útgöngubann í Filippseyjum en þar óttast læknar að nýleg fjölgun í kórónuveirusmita geti rústað heilbrigðiskerfið. 4. ágúst 2020 06:40
Bjóst við því að „næsta bylgja“ kæmi seinna Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, segir vinnu við nýtt spálíkan vera í þann mund að hefjast. 3. ágúst 2020 22:51
Álíka margir með virkt smit Covid-19 nú og 10. mars Sóttvarnalæknir vill rannsaka hvort kórónuveiran sem veldur Covid-19 sé að einhverju leyti vægari nú en á fyrri stigum faraldursins. Aðeins 5% þeirra sem hafa komið í sýnatöku hjá heilsugæslunni með einkenni hafa greinst smitaðir af veirunni. 3. ágúst 2020 20:56