Ný og verri bylgja verði skólar opnaðir án betri skimunar Samúel Karl Ólason skrifar 4. ágúst 2020 11:49 Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. EPA/ANDY RAIN Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast. Vísindamenn við University College London og London School of Hygiene and Tropical Medicine sögðu hægt að koma í veg fyrir aðra bylgju með því að 75 prósent þeirra sem hafi smitast verði fundnir og smitrakning framkvæmd. Þetta kom fram í rannsókn skólanna á mögulegum áhrifum þess að opna skóla að nýju í haust og að opna vinnustaði að nýju. Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. Versta sviðsmyndin benti til þess að rúmlega tvisvar sinnum fleiri myndu smitast í nýrri bylgju, samkvæmt frétt Sky News. Eins og staðan er í dag hafa rúmlega 300 þúsund smitast af Covid-19 í Bretlandi, svo vitað sé. Minnst 46.295 hafa dáið. Það er samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans sem heldur utan um opinberar tölur. Verði skólar opnaðir í september án þess að skimun verði aukin myndi seinni bylgjan ná hámarki í desember, miðað við spálíkön vísindamannanna. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur sagt að börn muni snúa aftur í skóla í september og að það sé í algeran forgang hjá ríkisstjórn hans. Simon Clarke, ráðherra, hefur þar að auki sagt samhug innan ríkisstjórnarinnar um að auka þyrfti skimun og smitrakningu. Allir væru meðvitaðir um mikilvægi þess. Sömuleiðis sagði hann embættismenn sannfærða um að allt yrði klárt fyrir opnun skóla í haust. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira
Bretar standa fram fyrir annarri og mun stærri bylgju af Covid-19 smitum í vetur, verði skimun þar í landi ekki bætt verulega. Sú bylgja gæti orðið tvöfalt umfangsmeiri en sú sem nú gengur yfir landið, ef svo má að orði komast. Vísindamenn við University College London og London School of Hygiene and Tropical Medicine sögðu hægt að koma í veg fyrir aðra bylgju með því að 75 prósent þeirra sem hafi smitast verði fundnir og smitrakning framkvæmd. Þetta kom fram í rannsókn skólanna á mögulegum áhrifum þess að opna skóla að nýju í haust og að opna vinnustaði að nýju. Þær sviðsmyndir sem vísindamennirnir settu upp benda allar á að umfangsmikil skimun sé nauðsynleg til að koma í veg fyrir að veiran ná mikilli dreifingu á nýjan leik. Versta sviðsmyndin benti til þess að rúmlega tvisvar sinnum fleiri myndu smitast í nýrri bylgju, samkvæmt frétt Sky News. Eins og staðan er í dag hafa rúmlega 300 þúsund smitast af Covid-19 í Bretlandi, svo vitað sé. Minnst 46.295 hafa dáið. Það er samkvæmt tölum Johns Hopkins háskólans sem heldur utan um opinberar tölur. Verði skólar opnaðir í september án þess að skimun verði aukin myndi seinni bylgjan ná hámarki í desember, miðað við spálíkön vísindamannanna. Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur sagt að börn muni snúa aftur í skóla í september og að það sé í algeran forgang hjá ríkisstjórn hans. Simon Clarke, ráðherra, hefur þar að auki sagt samhug innan ríkisstjórnarinnar um að auka þyrfti skimun og smitrakningu. Allir væru meðvitaðir um mikilvægi þess. Sömuleiðis sagði hann embættismenn sannfærða um að allt yrði klárt fyrir opnun skóla í haust.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Fundu flöskuskeyti frá tímum fyrri heimsstyrjaldarinnar Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Fjórtán drepnir í árásum á meinta fíkniefnasmyglara Þriðju kosningarnar á fjórum árum Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Sjá meira