Hin 16 ára Amanda skrifaði undir hjá Nordsjælland Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. ágúst 2020 22:30 Amanda Andradóttir mun leika með Nordsjælland í dönsku úrvalsdeildinni í fótbolta í sumar. Vísir/Nordsjælland Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands. Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira
Amanda Jacobsen Andradóttir skrifaði í dag undir tveggja ára samning við danska knattspyrnufélagið Nordsjælland en það leikur í efstu deild þar í landi. Amanda er dóttir Andra Sigþórssonar, fyrrum atvinnu- og landsliðsmanns í fótbolta. Andri var mikill markahrókur – líkt og bróðir sinn Kolbeinn Sigþórsson – á sínum stað en Amanda er hins vegar miðjumaður. Lék hún með Víking og Val hér á landi áður en hún fluttist til Danmerkur á síðasta ári. Þar lék hún fyrst um sinn með U-18 ára liði Fortuna Hjørring. Sökum kórónufaraldursins lék hún aðeins tvo leikið með liðinu og nú hefur hún skrifað undir við Nordsjælland þar sem hún mun, að því virðast, æfa og spila með aðalliði félagsins. I 2019 flyttede Amanda Andradóttir fra Island til Danmark, for at spille for Fortuna Hjørring. Fra i dag er Amanda en del af FC Nordsjællands kvindehold. Læs mere om skiftet her https://t.co/dTgoDDkjzc— FC Nordsjælland (@FCNordsjaelland) August 4, 2020 „Ég er mjög ánægð með að hafa skrifað undir hjá Nordsjælland. Metnaður félagsins passar við minn eigin metnað. Félagið er með góða aðstöðu og mun það hjálpa þróun minni sem leikmaður,“ sagði Amanda í viðtali eftir að hún skrifaði undir. „Ég er viss um að þetta sé rétti staðurinn fyrir mig og ég hlakka til að hjálpa liðinu að berjast á öllum vígstöðvum.“ Chris Taylor, þjálfari liðsins, er mjög ánægður með komu Amöndu. „Við erum mjög ánægð með nýjustu viðbótina í hópinn. Hún er enn ung en það er ljóst að framtíðin er björt og hún getur náð langt. Hún er góð með boltann og við teljum að hún geti hjálpað okkur á komandi leiktíð. Einnig er hún mjög metnaðarfull og með stóra drauma sem hún er tilbúin að berjast fyrir,“ sagði Taylor um þessa ungu og efnilegu fótboltakonu. Amanda gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Nordsjælland þegar danska úrvalsdeildin fer af stað þann 8. ágúst. Liðið mætir þá AGF á heimavelli. Þó Amanda sé miðjumaður að upplagi er hún lunkin þegar kemur að markaskorun. Alls hefur hún skorað tíu mörk í tólf landsleikjum fyrir U-16 og U-17 ára landslið Íslands.
Fótbolti Danski boltinn Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Fleiri fréttir Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ Sjá meira