Dagskráin í dag: Íslandsmótið í FIFA 20 og pílumót í beinni, spurningaþættir um fótbolta og hápunktar Tiger Woods Sindri Sverrisson skrifar 18. apríl 2020 06:00 Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA 20. VÍSIR/GETTY Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009. Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira
Beinum útsendingu frá íþróttaviðburðum hefur snarfækkað vegna útbreiðslu kórónuveirunnar eins og gefur að skilja. Til að mæta því hafa Stöð 2 Sport og hliðarrásir verið dagskrársettar með nýju dagskrárefni og endursýningum af safnefni til að stytta íþróttaþyrstum stundirnar. Það verða beinar útsendingar á Sportstöðvunum í dag, frá keppni í FIFA 20 fótboltatölvuleiknum og sérstöku móti bestu pílukastara heims. Úrslitin ráðast á Íslandsmótinu í FIFA síðdegis en undanúrslitin hefjast kl. 15 á Stöð 2 eSport, eða Stöð 2 Sport 4. FIFA 20 tölvuleikurinn er afar vinsæll hér á landi og bestu spilarar landsins hafa blandað sér í hóp þeirra 100 bestu í heiminum. Pílukastarar eiga svo sviðið á Stöð 2 Sport kl. 18.30 þegar þeir mætast á PDC Home Tour. Mótið er sérstakt að því leyti að vegna kórónuveirufaraldursins þá spila menn heima hjá sér og mætast því í raun í gegnum internetið ef svo má segja. Á Stöð 2 Sport verða einnig endursýndir þættir um helstu krakkamót landsins í fótbolta, og perluleikir úr efstu deildum í fótbolta og körfubolta sýndir, auk fleira efnis. Stöð 2 Sport 2 Sparkspekingar ættu að fylgjast vel með Stöð 2 Sport 2 í dag þar sem sýndir verða skemmtilegir spurningaþættir sem bera heitið Manstu. Gummi Ben stýrir þáttunum og eru meðal annars sérþættir um helstu stórlið ensku úrvalsdeildarinnar. Einnig verða sýndir þættir úr smiðju Gumma um ensku stórliðin, þar sem hann ræðir við valinkunna gesti. Þá má sjá heimildarmynd um Keflvíkinginn Guðmund Steinarsson og þegar Auðunn Blöndal heimsótti Martin Hermannsson og Sunnu Tsunami í Atvinnumönnunum okkar. Stöð 2 Sport 3 Á Stöð 2 Sport 3 verða sýndir úrslitaleikir úr Meistaradeild Evrópu í fótbolta í gegnum árin. Stöð 2 eSport Undanúrslitin og úrslitin á Íslandsmótinu í FIFA 20 hefjast kl. 15 og ætti að vera lokið um kl. 18. Þar leika bestu FIFA-spilarar landsins í beinni útsendingu. Fleira efni er á stöðinni í dag, til að mynda útsendingar frá leikjum í League of Legends í íslensku Vodafone-deildinni. Stöð 2 Golf Aðdáendur Tiger Woods fá nóg fyrir sinn snúð á Stöð 2 Golf þar sem sýndir verða þættir um nokkra af hápunktum ferilsins hjá þessum magnaða kylfingi. Þar verður einnig sýnd útsending frá lokadegi US Open 2017 og 2018, og lokadegi The Players 2009.
Rafíþróttir Pepsi Max-deild karla Dominos-deild karla Meistaradeild Evrópu Golf Pílukast Tengdar fréttir Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30 Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00 Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Enski boltinn Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Enski boltinn Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Fleiri fréttir Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina Bjarni segir Newcastle stærra félag en Tottenham Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Mariah Carey skemmtir á opnunarhátíð Vetrarólympíuleikanna Moyes ældi alla leiðina til Eyja EM ekki í hættu Bróðirinn sendir Amorim skilaboð: „Frelsið Kobbie Mainoo“ Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig „Besta frammistaða United undir stjórn Amorim“ Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Sjáðu mörkin úr ótrúlegu átta marka jafntefli á Old Trafford Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Skemmtilegt fyrir fólkið heima og United verðskuldaði sigur Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik „Auðvitað var þetta sjokk“ Barði sig til blóðs eftir tap á HM Afinn tapaði á ögurstundu Sjá meira
Undanúrslitin í eFótbolta í beinni á morgun: Landsliðsmaður gegn sóknarsinnuðum spilara Úrslit Íslandsmótsins í eFótbolta ráðast á laugardaginn í beinni útsendingu á Stöð 2 eSport en sýnt hefur verið frá mótinu undanfarnar vikur. 17. apríl 2020 14:30
Dregur sig úr keppni á stóru pílukastsmóti vegna lélegrar nettengingar heima fyrir Léleg nettenging heima hjá Gary Anderson kemur í veg fyrir þátttöku hans á stóru móti í pílukasti. 17. apríl 2020 14:00