Óður til alþjóðasamstarfs Bjarni Halldór Janusson skrifar 5. ágúst 2020 08:24 Nýlega stóðu yfireinar lengstu viðræður Evrópusambandsins þegar háværar deilur settu hugmyndir um björgunarsjóð vegna COVID-19 í uppnám. Í fyrstu var lagt til að 750 milljarðar evra yrðu veittar til þeirra aðildarríkja sem hafa orðið verst úti efnahagslega, einkum til Ítalíu og Spánar. Þá var lagt til að 500 milljarðar evra yrðu greiddar út í formi styrkja en 250 milljarðar í formi hagstæðra lána. Það voru helst leiðtogar Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar sem vildu að enn stærri hluti sjóðsins yrði greiddur út í formi lána. Eftir samningaviðræður sem stóðu yfir í um níutíu klukkustundir náðist loks samkomulag milli aðildarríkja ESB. Um var að ræða málamiðlun þar sem samþykkt var að 390 milljarðar evra yrðu greiddar út í styrkjaformi og 360 milljarðar í formi lána. Ríkin í suðri fullyrða gjarnan að aðhaldssömu ríkin í norðri haldi sambandinu í gíslingu, en norðurríkin telja mikilvægt að enginn afsláttur sé gefinn af kröfum um aðhald í ríkisfjármálum og minni skuldsetningu. Þessi gjá hefur lengi verið áberandi, en hóf sérstaklega að breikka eftir fjármálahrunið 2008, og leiddi nú til einna erfiðustu samningaviðræðna sambandsins í seinni tíð. Þó má raunar nefna að samningaviðræðurnar í ár voru með breyttu sniði vegna breyttrar stöðu Frakklands og Þýskalands, sem áður tóku skýrari afstöðu með eða gegn öðrum ríkjum, en virðast nú í ákveðnu hlutverki málamiðlara, sem þótti fyrirsjáanleg afleiðing eftir brotthvarf Bretlands. Til að mynda þótti Þýskaland lengi vel einn helsti talsmaður aðhaldsaðgerða, en mætti þó andspyrnu Frakklands af og til, einkum þegar skuldakreppa evrusvæðisins stóð sem hæst, en nú er öldin önnur. Yfirstandandi veirufaraldur hefur valdið miklu mannfalli og djúpstæðum félags- og efnahagserfiðleikum. Fyrir vikið hefur reynt mjög á samheldni og samstarf aðildarríkjanna. Á Ítalíu, því ríki sem komið hefur hvað verst út úr ástandi, hefur stuðningur við ESB fallið. Í aprílmánuði sögðust 42% Ítala vilja yfirgefa sambandið, en til samanburðar vildi eingöngu fjórði hver Ítali yfirgefa sambandið í lok árs 2018. Fyrir veirufaraldurinn sögðust 64% Ítala styðja sambandið, en ílok marsmánaðar sögðust 49% þeirra styðja sambandið. Þá töldu 72% Ítala sambandið hafa brugðist sér og 77% töldu að samskipti Ítalíu við ESB yrðu áfram stormasöm. Þó að Framkvæmdastjórn ESB hafi brugðist skjótt við útbreiðslu veirunnar og að ákveðnu leyti reynt að gera sitt besta í ljósi aðstæðna, þá hefur mikill seinagangur og lítil samhæfing einkennt viðbrögð sambandsins, sem skrifast þó ekki á metnaðarleysi framkvæmdastjórnarinnar, heldur á kæruleysi þó nokkurra sambandsríkja og takmarkaðan samstarfsvilja þeirra. Það er sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess mynsturs sem virðist vera að skapast á alþjóðasviðinu. Lærdómurinn þar er að erfitt sé að útfæra alþjóðasamstarf sem er í senn skilvirkt og víðtækt. Grafið er undan alþjóðastofnunum innan frá þegar tiltekin ríki beita neitunarvaldi sínu til að þagga niður gagnrýni og hindra umbætur, eða hreinlega hundsa grundvallargildi alþjóðasamstarfs og frjálslynd lýðræðisgildi. Þetta hefur lengi vel einkennt framgöngu ákveðinna Evrópusambandsríkja í austri, einkum Pólland og Ungverjaland. Að sama skapi má vísa til máls Ingibjargar Sólrúnar og samstarfsfélaga hennar hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Sambærilegir erfiðleikar hafa einkennt starf Sameinuðu þjóðanna, en frá aldamótum hefur borgarastyrjöldum víðsvegar um heiminn fjölgað allverulega, auk þess sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lengi hlotið gagnrýni fyrir getuleysi sitt, sem orsakast af neitunarvaldi fastaríkjanna og beitingu þess þegar fastaríkin telja eigin hagsmuni í húfi. Nýlegt dæmi er þegar mikil óvissa ríkti um áframhald á mannúðarstuðningi í Sýrlandi, sem þó lauk með málamiðlun. Raunar hefur beiting neitunarvaldsins aukist á síðastliðnum árum, þó að hún hafi vissulega verið meiri á tímum kalda stríðsins. Mikilvægt er að Ísland sé meðvitað um þessa erfiðleika alþjóðasamstarfs og þær hættur sem frjálslynd lýðræðisgildi standa nú frammi fyrir, en í senn reiðubúið til að leggja baráttunni lið og taka forystu þegar það á við. Slíka forystu sáum við innan Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt. Það er engin uppgjöf fólgin í því að sætta sig við erfiðleika alþjóðasamstarfs og viðurkenna ákveðin vandamál sem alþjóðastofnanir standa frammi fyrir, heldur þvert á móti er það til marks um heilbrigða nálgun, sem er jafnvel enn líklegri til að sannfæra þá sem annars efast um mikilvægi samstarfsins. Í hverfulli veröld og síbreytilegu umhverfi alþjóðastjórnmála er mikilvægt að vera þjóð meðal þjóða og gerast fullgildur þátttakandi í hvers kyns alþjóðasamstarfi sem miðar að því að bæta lífskjör jarðarbúa, bæta umhverfis- og loftslagsvernd og standa vörð um lýðræðisgildi og mannréttindi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rómur Bjarni Halldór Janusson Mest lesið Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Austurland – þrælanýlenda Íslands Björn Ármann Ólafsson skrifar Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna er alvöru mál Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun 1984 og Hunger Games á sama sviðinu Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Mikilvægi aukinnar verndunar hafsvæða og leiðrétting Hrönn Egilsdóttir skrifar Skoðun Betri leið til einföldunar regluverks Pétur Halldórsson skrifar Skoðun Af Millet-úlpum og öldrunarmálum Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Charlie og sjúkleikaverksmiðjan Guðjón Eggert Agnarsson skrifar Skoðun Nú þarf bæði sleggju og vélsög Trausti Hjálmarsson,Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Nútímaviðskipti og lögin sem gleymdist að uppfæra Fróði Steingrímsson skrifar Skoðun Sjálfsvíg eru ekki óumflýjanleg Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun „Words are wind“ Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Ert þú meðalmaðurinn? Jóhann Óskar Jóhannsson skrifar Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Flumbrugangur í framhaldsskólum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Miðbær Selfoss vekur ánægju Bragi Bjarnason skrifar Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Sjá meira
Nýlega stóðu yfireinar lengstu viðræður Evrópusambandsins þegar háværar deilur settu hugmyndir um björgunarsjóð vegna COVID-19 í uppnám. Í fyrstu var lagt til að 750 milljarðar evra yrðu veittar til þeirra aðildarríkja sem hafa orðið verst úti efnahagslega, einkum til Ítalíu og Spánar. Þá var lagt til að 500 milljarðar evra yrðu greiddar út í formi styrkja en 250 milljarðar í formi hagstæðra lána. Það voru helst leiðtogar Hollands, Austurríkis, Danmerkur og Svíþjóðar sem vildu að enn stærri hluti sjóðsins yrði greiddur út í formi lána. Eftir samningaviðræður sem stóðu yfir í um níutíu klukkustundir náðist loks samkomulag milli aðildarríkja ESB. Um var að ræða málamiðlun þar sem samþykkt var að 390 milljarðar evra yrðu greiddar út í styrkjaformi og 360 milljarðar í formi lána. Ríkin í suðri fullyrða gjarnan að aðhaldssömu ríkin í norðri haldi sambandinu í gíslingu, en norðurríkin telja mikilvægt að enginn afsláttur sé gefinn af kröfum um aðhald í ríkisfjármálum og minni skuldsetningu. Þessi gjá hefur lengi verið áberandi, en hóf sérstaklega að breikka eftir fjármálahrunið 2008, og leiddi nú til einna erfiðustu samningaviðræðna sambandsins í seinni tíð. Þó má raunar nefna að samningaviðræðurnar í ár voru með breyttu sniði vegna breyttrar stöðu Frakklands og Þýskalands, sem áður tóku skýrari afstöðu með eða gegn öðrum ríkjum, en virðast nú í ákveðnu hlutverki málamiðlara, sem þótti fyrirsjáanleg afleiðing eftir brotthvarf Bretlands. Til að mynda þótti Þýskaland lengi vel einn helsti talsmaður aðhaldsaðgerða, en mætti þó andspyrnu Frakklands af og til, einkum þegar skuldakreppa evrusvæðisins stóð sem hæst, en nú er öldin önnur. Yfirstandandi veirufaraldur hefur valdið miklu mannfalli og djúpstæðum félags- og efnahagserfiðleikum. Fyrir vikið hefur reynt mjög á samheldni og samstarf aðildarríkjanna. Á Ítalíu, því ríki sem komið hefur hvað verst út úr ástandi, hefur stuðningur við ESB fallið. Í aprílmánuði sögðust 42% Ítala vilja yfirgefa sambandið, en til samanburðar vildi eingöngu fjórði hver Ítali yfirgefa sambandið í lok árs 2018. Fyrir veirufaraldurinn sögðust 64% Ítala styðja sambandið, en ílok marsmánaðar sögðust 49% þeirra styðja sambandið. Þá töldu 72% Ítala sambandið hafa brugðist sér og 77% töldu að samskipti Ítalíu við ESB yrðu áfram stormasöm. Þó að Framkvæmdastjórn ESB hafi brugðist skjótt við útbreiðslu veirunnar og að ákveðnu leyti reynt að gera sitt besta í ljósi aðstæðna, þá hefur mikill seinagangur og lítil samhæfing einkennt viðbrögð sambandsins, sem skrifast þó ekki á metnaðarleysi framkvæmdastjórnarinnar, heldur á kæruleysi þó nokkurra sambandsríkja og takmarkaðan samstarfsvilja þeirra. Það er sérstakt áhyggjuefni í ljósi þess mynsturs sem virðist vera að skapast á alþjóðasviðinu. Lærdómurinn þar er að erfitt sé að útfæra alþjóðasamstarf sem er í senn skilvirkt og víðtækt. Grafið er undan alþjóðastofnunum innan frá þegar tiltekin ríki beita neitunarvaldi sínu til að þagga niður gagnrýni og hindra umbætur, eða hreinlega hundsa grundvallargildi alþjóðasamstarfs og frjálslynd lýðræðisgildi. Þetta hefur lengi vel einkennt framgöngu ákveðinna Evrópusambandsríkja í austri, einkum Pólland og Ungverjaland. Að sama skapi má vísa til máls Ingibjargar Sólrúnar og samstarfsfélaga hennar hjá Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu. Sambærilegir erfiðleikar hafa einkennt starf Sameinuðu þjóðanna, en frá aldamótum hefur borgarastyrjöldum víðsvegar um heiminn fjölgað allverulega, auk þess sem Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur lengi hlotið gagnrýni fyrir getuleysi sitt, sem orsakast af neitunarvaldi fastaríkjanna og beitingu þess þegar fastaríkin telja eigin hagsmuni í húfi. Nýlegt dæmi er þegar mikil óvissa ríkti um áframhald á mannúðarstuðningi í Sýrlandi, sem þó lauk með málamiðlun. Raunar hefur beiting neitunarvaldsins aukist á síðastliðnum árum, þó að hún hafi vissulega verið meiri á tímum kalda stríðsins. Mikilvægt er að Ísland sé meðvitað um þessa erfiðleika alþjóðasamstarfs og þær hættur sem frjálslynd lýðræðisgildi standa nú frammi fyrir, en í senn reiðubúið til að leggja baráttunni lið og taka forystu þegar það á við. Slíka forystu sáum við innan Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna þegar ályktun Íslands um stöðu mannréttindamála á Filippseyjum var samþykkt. Það er engin uppgjöf fólgin í því að sætta sig við erfiðleika alþjóðasamstarfs og viðurkenna ákveðin vandamál sem alþjóðastofnanir standa frammi fyrir, heldur þvert á móti er það til marks um heilbrigða nálgun, sem er jafnvel enn líklegri til að sannfæra þá sem annars efast um mikilvægi samstarfsins. Í hverfulli veröld og síbreytilegu umhverfi alþjóðastjórnmála er mikilvægt að vera þjóð meðal þjóða og gerast fullgildur þátttakandi í hvers kyns alþjóðasamstarfi sem miðar að því að bæta lífskjör jarðarbúa, bæta umhverfis- og loftslagsvernd og standa vörð um lýðræðisgildi og mannréttindi. Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Þessi grein er birt í samstarfi við Róm. Rómur er vettvangur fyrir ungt frjálslynt fólk til þess að láta að sér kveða í samfélagsumræðunni.
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreindin stöðluð - öryggisins vegna Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar
Skoðun Frelsi, framtíð og vistvænar samgöngur: Hvers vegna Ísland þarf að hugsa stærra Sigurborg Ósk Haraldsdóttir skrifar
Skoðun Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Enn einn kvennahópurinn sem þarf bara að vera duglegri að harka af sér? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun