Neil Young höfðar mál gegn Trump Samúel Karl Ólason skrifar 5. ágúst 2020 09:34 Neil Young. AP/Amy Harris Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Forsetinn hafi brotið höfundaréttarlög með því að spila lög Young á kosningafundum og öðrum viðburðum. Sérstaklega er um að ræða lögin Rockin‘ in the Free World og Devil‘s Sidewalk. Enn fremur segist Young hafa kvartað yfir notkun framboðsins á tónlist hans en það hafi verið hunsað. Í bloggfærslu sem hann skrifaði í síðasta mánuði ítrekaði hann mótmæli við því að Trump notaði lög hans. Í færslunni sagðist hann íhuga að höfða mál gegn forsetanum. Young er frá Kanada en hann er einnig bandarískur ríkisborgari, eftir að hafa búið þar í mörg ár. Mál hans gegn Trump var tekið fyrir dóm í New York í gær. Hann fer fram á 150 þúsund dali í skaðabætur, samkvæmt frétt BBC. Í máli lögmanna Young kom fram að tónlistarmaðurinn vildi ekki vanvirða rétt borgara til að styðja þá frambjóðendur sem þeir vilja. Hins vegar gæti hann ekki staðið hjá meðan tónlistin hans væri notuð við framboð sem byggi á sundrung, fávisku og hatri. Young er alls ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem er reiður yfir notkun Trump á lögum sínum. Meðal annars hafa meðlimir Rolling Stones hótað forsetanum lögsókn og hópur tónlistarmanna skrifuðu nýverið undir opið bréf þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að fá leyfi til að nota lög í pólitískum tilgangi. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Mik Jagger, Lorde, Sia, meðlimir R.E.M., Pearl Jam, Linkin Park og Elton John. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira
Tónlistarmaðurinn víðfrægi Neil Young hefur höfðað mál gegn framboði Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, fyrir að nota tónlist hans án leyfis. Forsetinn hafi brotið höfundaréttarlög með því að spila lög Young á kosningafundum og öðrum viðburðum. Sérstaklega er um að ræða lögin Rockin‘ in the Free World og Devil‘s Sidewalk. Enn fremur segist Young hafa kvartað yfir notkun framboðsins á tónlist hans en það hafi verið hunsað. Í bloggfærslu sem hann skrifaði í síðasta mánuði ítrekaði hann mótmæli við því að Trump notaði lög hans. Í færslunni sagðist hann íhuga að höfða mál gegn forsetanum. Young er frá Kanada en hann er einnig bandarískur ríkisborgari, eftir að hafa búið þar í mörg ár. Mál hans gegn Trump var tekið fyrir dóm í New York í gær. Hann fer fram á 150 þúsund dali í skaðabætur, samkvæmt frétt BBC. Í máli lögmanna Young kom fram að tónlistarmaðurinn vildi ekki vanvirða rétt borgara til að styðja þá frambjóðendur sem þeir vilja. Hins vegar gæti hann ekki staðið hjá meðan tónlistin hans væri notuð við framboð sem byggi á sundrung, fávisku og hatri. Young er alls ekki fyrsti tónlistarmaðurinn sem er reiður yfir notkun Trump á lögum sínum. Meðal annars hafa meðlimir Rolling Stones hótað forsetanum lögsókn og hópur tónlistarmanna skrifuðu nýverið undir opið bréf þar sem stjórnmálamenn voru hvattir til að fá leyfi til að nota lög í pólitískum tilgangi. Meðal þeirra sem skrifuðu undir bréfið voru Mik Jagger, Lorde, Sia, meðlimir R.E.M., Pearl Jam, Linkin Park og Elton John.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Erlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Innlent Allt að 18 stig í dag Veður Sigmundur endurkjörinn formaður Innlent Fleiri fréttir Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Sjá meira