Framherjinn magnaði, Robert Lewandowski, velur Jurgen Klopp fram yfir Pep Guardiola en hann lék undir stjórn beggja; Klopp hjá Dortmund og Guardiola hjá Bayern Munchen.
Klopp keypti Pólverjann frá Lech Poznan árið 2010 og unnu þeir saman hjá Dortmund í fjögur ár. Þeir unnu tvo þýska meistaratitla ásamt því að komast í úrslitaleik Meistaradeildarinnar.
Síðan hélt Lewandowski til Bayern og Klopp til Liverpool en hjá Bayern vann Lewandowski tvo aðra þýska meistaratitla undir stjórn Pep Guardiola.
Hann var svo spurður út í muninn á þessum tveimur stjórum, Klopp og Guardiola, og beðinn um að velja á milli þeirra.
„Jurgen Klopp er minn uppáhalds og svo kemur Guardiola. Hundrað prósent. Klopp hefur tvö andlit. Þú getur séð að hann er eins og faðir þinn en hitt andlitið er þjálfarinn, stjórinn,“ sagði Lewandowski við ESPN.
„Hann getur sagt þér allt og þá er ég ekki bara að tala um góðu hlutina heldur einnig þá slæmu. Hann hvetur þig. Hann gerir allt fullkomið því hann veit hversu langt hann getur ýtt þér.“
„Frammistaða hans sem þjálfari er mögnuð en ekki bara sem þjálfari heldur einnig sem manneskja,“ sagði Pólverjinn sem virðist halda mikið upp á Klopp.
Robert Lewandowski says Jurgen Klopp has "two faces" as he picks between him and Pep Guardiola https://t.co/8ULrAiLZNk
— Mirror Football (@MirrorFootball) August 4, 2020