Flack óttaðist réttarhöld og umfjöllun Samúel Karl Ólason skrifar 6. ágúst 2020 14:32 Caroline Flack. Getty/Keith Mayhew Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem opinberaðar voru fyrir dómi í Bretlandi í dag. Móðir Flack segir lögregluna hafa farið á eftir dóttur sinni af of mikilli hörku vegna frægðar hennar. Flack svipti sig lífi í febrúar, skömmu áður en hún átti að mæta í dómsal þar sem hún hafði verið ákærð fyrir líkamsárás. Hún var ákærð fyrir að hafa ráðist á kærasta sinn með því að slá hann í höfuðið með síma þar sem hann lá sofandi. Sá, tenniskappinn Lewis Burton, var alla tíð mótfallinn því að hún yrði ákærð. Flack var hvað þekktust fyrir að stýra hinum geysivinsælu þáttum, Love Island, en hún hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW! og X Factor. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Við kynningu niðurstöðu rannsóknar sinnar sagði rannsakandinn Mary Hassell að Flack hafi átt við geðræn vandamál að stríða í gegnum tíðina. Þau vandamál hafi færst í aukana með aukinni frægð hennar. Það hafi reynst henni mjög erfitt að líf hennar væri sífellt til umfjöllunar í bresku pressunni og hún hafi staðið frammi fyrir því að missa starf sem hún elskaði vegna áðurnefndrar ákæru. Í dómsal í dag ræddi móðir Flack við lögregluþjóninn sem lagði til að Flack yrði ákærð. Upprunalega stóð til að ávíta Flack en því var breytt að beiðni lögreglunnar. Christine Flack sagði að ef dóttir sín hefði ekki verið fræg hefði hún aldrei verið ákærð. „Þú ættir að skammast þín. Það er ekkert sem við getum gert til að fá Caroline til baka. Ég vona að þú sjáir eftir þessu. Hún var ekki ofbeldiskona,“ sagði Christine Flack samkvæmt frétt Sky News. Fyrir dómi neitaði lögregluþjónninn því að frægð Flack hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar. Hún sagðist hafa beðið um ákvörðunin um ávítunina yrði endurskoðuð að beiðni lögregluþjónanna sem að málinu komu. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Bretland Tengdar fréttir Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22 Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Caroline Flack, þáttastjórnandi Love Island, svipti sigi lífi því hún átti von á því að verða ákærð og vissi að hún yrði fyrir gífurlegum þunga frá bresku pressunni. Þetta eru niðurstöður rannsóknar sem opinberaðar voru fyrir dómi í Bretlandi í dag. Móðir Flack segir lögregluna hafa farið á eftir dóttur sinni af of mikilli hörku vegna frægðar hennar. Flack svipti sig lífi í febrúar, skömmu áður en hún átti að mæta í dómsal þar sem hún hafði verið ákærð fyrir líkamsárás. Hún var ákærð fyrir að hafa ráðist á kærasta sinn með því að slá hann í höfuðið með síma þar sem hann lá sofandi. Sá, tenniskappinn Lewis Burton, var alla tíð mótfallinn því að hún yrði ákærð. Flack var hvað þekktust fyrir að stýra hinum geysivinsælu þáttum, Love Island, en hún hafði áður notið mikilla vinsælda sem þáttastjórnandi hinna ýmsu þátta, til að mynda Big Brother‘s Big Mouth, I‘m a Celebrity… Get Me Out of Here NOW! og X Factor. Þá vakti hún heimsathygli þegar hún átti í ástarsambandi við Harry Styles þegar hann var sautján ára gamall en Flack var fjórtán árum eldri. Við kynningu niðurstöðu rannsóknar sinnar sagði rannsakandinn Mary Hassell að Flack hafi átt við geðræn vandamál að stríða í gegnum tíðina. Þau vandamál hafi færst í aukana með aukinni frægð hennar. Það hafi reynst henni mjög erfitt að líf hennar væri sífellt til umfjöllunar í bresku pressunni og hún hafi staðið frammi fyrir því að missa starf sem hún elskaði vegna áðurnefndrar ákæru. Í dómsal í dag ræddi móðir Flack við lögregluþjóninn sem lagði til að Flack yrði ákærð. Upprunalega stóð til að ávíta Flack en því var breytt að beiðni lögreglunnar. Christine Flack sagði að ef dóttir sín hefði ekki verið fræg hefði hún aldrei verið ákærð. „Þú ættir að skammast þín. Það er ekkert sem við getum gert til að fá Caroline til baka. Ég vona að þú sjáir eftir þessu. Hún var ekki ofbeldiskona,“ sagði Christine Flack samkvæmt frétt Sky News. Fyrir dómi neitaði lögregluþjónninn því að frægð Flack hafi haft áhrif á ákvörðun lögreglunnar. Hún sagðist hafa beðið um ákvörðunin um ávítunina yrði endurskoðuð að beiðni lögregluþjónanna sem að málinu komu. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér.
Bretland Tengdar fréttir Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22 Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18 Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15 Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Ísraelsher gerir árás á Gasa Andstæðingar olíuleitar Norðmanna hrósa sigri þrátt fyrir tap Skipar hernum að gera árásir á Gasa Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Sjá meira
Senda frá sér óbirta Instagram-færslu sem Flack skrifaði nokkrum dögum áður en hún lést Flack tjáir sig í færslunni um líkamsárásarákæru á hendur henni, sem hún kvað hafa haft hörmulegar afleiðingar fyrir feril sinn og einkalíf. 19. febrúar 2020 09:22
Segir Flack hafa staðið til boða að snúa aftur í Love Island Kevin Lygo, yfirmaður sjónvarps hjá ITV, segir teymið á bakvið Love Island hafa verið í reglulegum samskiptum við Caroline Flack eftir að hún steig til hliðar sem þáttastjórnandi í þáttunum í desember síðastliðnum. 17. febrúar 2020 20:18
Dýrkuð og dáð í Love Island en fékk aldrei frið fyrir bresku slúðurpressunni Caroline Flack var án efa einn vinsælasti þáttastjórnandinn í bresku sjónvarpi. Fregnir af sjálfsvígi hennar um helgina hafa því vakið mikla athygli og umtal þar í landi. 17. febrúar 2020 15:15
Breska slúðurpressan harðlega gagnrýnd vegna dauða Flack Lewis Burton, tennisleikari og kærasti sjónvarpsstjörnunnar Caroline Flack, segist vera í molum eftir dauðsfall hennar í hjartnæmri færslu á Instagram-síðu sinni. Flack fannst látin á heimili sínu í London í gær. 16. febrúar 2020 09:57