Frestuðu leik um heilan áratug vegna COVID-19 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. ágúst 2020 15:45 Datrone Young verður löngu hættur að spila með Iowa State liðinu þegar leikurinn fer fram. Getty/ Joe Robbins Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira
Kórónuveirufaraldurinn hefur verið Bandaríkjamönnum afar erfiður í sumar og útlitið er ekki alltof gott þegar kemur að háskólaíþróttunum sem eru margar mjög vinsælar í Bandaríkjunum. Háskólarnir leita leiða til að halda lífi í tímabilinu en það hefur kostað ýmsar breytingar eins og á leikjadagskránni sem hafði verið ákveðin fyrir löngu. Ótrúlegt dæmi um ýkta breytingu er á leik Iowa State og University of Nevada frá Las Vegas sem áttu að mætast í Ames í Iowa 19. september næstkomandi. Það varð að fresta þeim leik vegna COVID-19 ástandsins en honum var þó ekki frestað um einn til tvo mánuði eða til ársins 2021 eins og flestum íþróttaviðburðum sem þurft hefur að færa vegna kórónuveirufaraldursins. Iowa State and UNLV have mutually agreed to delay their football game scheduled for Sept. 19, 2020 to Sept. 14, 2030 as a result of scheduling modifications by the Big 12 and Mountain West related to COVID-19.— Bruce Feldman (@BruceFeldmanCFB) August 6, 2020 Forráðamenn skólanna komust að samkomulagi um að færa leikinn um heilan áratug eða til 14. september 2030. Mountain West og Big 12 deildirnar gerðu báðar breytingar á leikjadagskrá sinni í þessari viku en urðu að þétta dagskrána sem þýddi að það þurfti að færa umræddan leik inn á annað tímabil. Keppni í amerískum fótbolta á háskólaárinu getur ekki byrjað fyrr en 26. september og það er þessi seinkun á tímabilinu sem er að skapa öll vandræðin. Hún er einmitt út af mikilli útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Umræddur leikur er því ekki sá eini sem skólarnir þurfa að færa en það sem er svo sérstakt að það hafi þurft að færa hann svo langt fram í tímann. Iowa State football has announced that it's home game against UNLV in 2020 is being moved to 2030. https://t.co/I1Auw8Llga— Iowa State Daily (@iowastatedaily) August 6, 2020 Það er samt ekki eins og lið Iowa State og UNLV mætist ekki á þessum tíu árum því því Iowa State fer strax í heimsókn á nýja og glæsilega Allegiant leikvang í Las Vegas á næsta ári. „Okkur hlakkar til að fá Cyclones og stuðningsmenn þeirra í heimsókn til Las Vegas næsta haust á okkar nýja heimili sem er Allegiant leikvangurinn,“ sagði Desiree Reed-Francois íþróttastjóri UNLV í yfirlýsingu. Iowa State og UNLV hafa mæst fimm sinnum hingað til og hefur Iowa State unnið fjóra af þessum fimm leikjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Fótbolti Óttast að Isak hafi fótbrotnað Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Körfubolti HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Sport Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Fleiri fréttir Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness HM í pílu: Littler flaug áfram og kvöldinu lauk með spennutrylli Hleður Kjartan lofi eftir frábæra frumraun með Aberdeen Óttast að Isak hafi fótbrotnað Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sakaður um svindl á HM í pílukasti Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjá meira