Í mínus Kristín Ólafsdóttir skrifar 7. ágúst 2020 10:30 Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar taka í síauknum mæli á móti fjölskyldum sem eru í þeirri stöðu að hafa minna en ekkert á milli handanna eftir að fastaútgjöld heimilisins hafa verið greidd um mánaðamót. Bara í síðustu viku leituðu þrjár fjölskyldur til okkar sem voru í þeirri stöðu í ágústbyrjun að fastaútgjöldin voru hærri en útborguð laun og allar bætur og styrkir samanlagt. Hvaða útgjöld eru þetta? Jú, húsnæðiskostnaður, sími, rafmagn og hiti, tryggingar, skólamáltíð, samgöngukostnaður - og afborgun lána. Það er nefnilega þannig að þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus getur hún ekki annað en versnað. Þá eru tekin yfirdráttarlán og fólk festist í vítahring fátæktar. Í sumum tilfellum getur stórfjölskyldan hlaupið undir bagga tímabundið. Aðrir hafa ekki tengslanet sem grípur þá í neyð. Þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus er hætt við því að börnin líði fyrir. Frístundastyrkurinn dugar fyrir frístund eftir skóla en þá er ekkert eftir í iðkunargjöld hjá íþróttafélögum. Þá er heldur ekkert eftir til að kaupa íþróttabúnað eða greiða fyrir ferðir með hinum krökkunum þar sem dýrmæt félagsleg tengsl verða. Þegar fjárhagsstaðan er í mínus til lengri tíma er erfitt að greiða skólagjöld í framhaldsskóla og dekka efniskostnað. Það er eiginlega ómögulegt að fæða og klæða börnin almennilega hvað þá að kaupa handa þeim síma eða hlaupabretti eins og hinir krakkarnir fá. Sveitarfélögin brugðust vel við áskorun almennings fyrir fáum árum og nú bera barnafjölskyldur lítinn sem engan kostnað af ritfangakaupum í upphafi skólaárs en betur má ef duga skal. Iðkunargjöld til dæmis fyrir fótbolta og fimleika eru hjá mörgum félögum um 100 þúsund krónur á ári en frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er til dæmis um 50 þúsund krónur. Þegar staðan er í mínus er ekki hægt að dekka mismuninn. Mjög stór hluti ráðstöfunartekna fjölskyldna sem til Hjálparstarfsins leita fer í að greiða fyrir húsnæði og svo hefur verið í mörg ár. Það er brýnt að stjórnvöld finni leiðir til að lækka húsnæðiskostnað heimilanna. Aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við fjölskyldur sem hafa minna en ekkert á milli handanna er neyðaraðstoð til skamms tíma. Við verðum sem samfélag að grípa fólk og þá sérstaklega barnafjölskyldur sem eru í alltaf í mínus. Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálparstarf Þjóðkirkjan Mest lesið Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Félagsráðgjafar Hjálparstarfs kirkjunnar taka í síauknum mæli á móti fjölskyldum sem eru í þeirri stöðu að hafa minna en ekkert á milli handanna eftir að fastaútgjöld heimilisins hafa verið greidd um mánaðamót. Bara í síðustu viku leituðu þrjár fjölskyldur til okkar sem voru í þeirri stöðu í ágústbyrjun að fastaútgjöldin voru hærri en útborguð laun og allar bætur og styrkir samanlagt. Hvaða útgjöld eru þetta? Jú, húsnæðiskostnaður, sími, rafmagn og hiti, tryggingar, skólamáltíð, samgöngukostnaður - og afborgun lána. Það er nefnilega þannig að þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus getur hún ekki annað en versnað. Þá eru tekin yfirdráttarlán og fólk festist í vítahring fátæktar. Í sumum tilfellum getur stórfjölskyldan hlaupið undir bagga tímabundið. Aðrir hafa ekki tengslanet sem grípur þá í neyð. Þegar fjárhagsstaðan er endurtekið í mínus er hætt við því að börnin líði fyrir. Frístundastyrkurinn dugar fyrir frístund eftir skóla en þá er ekkert eftir í iðkunargjöld hjá íþróttafélögum. Þá er heldur ekkert eftir til að kaupa íþróttabúnað eða greiða fyrir ferðir með hinum krökkunum þar sem dýrmæt félagsleg tengsl verða. Þegar fjárhagsstaðan er í mínus til lengri tíma er erfitt að greiða skólagjöld í framhaldsskóla og dekka efniskostnað. Það er eiginlega ómögulegt að fæða og klæða börnin almennilega hvað þá að kaupa handa þeim síma eða hlaupabretti eins og hinir krakkarnir fá. Sveitarfélögin brugðust vel við áskorun almennings fyrir fáum árum og nú bera barnafjölskyldur lítinn sem engan kostnað af ritfangakaupum í upphafi skólaárs en betur má ef duga skal. Iðkunargjöld til dæmis fyrir fótbolta og fimleika eru hjá mörgum félögum um 100 þúsund krónur á ári en frístundastyrkur Reykjavíkurborgar er til dæmis um 50 þúsund krónur. Þegar staðan er í mínus er ekki hægt að dekka mismuninn. Mjög stór hluti ráðstöfunartekna fjölskyldna sem til Hjálparstarfsins leita fer í að greiða fyrir húsnæði og svo hefur verið í mörg ár. Það er brýnt að stjórnvöld finni leiðir til að lækka húsnæðiskostnað heimilanna. Aðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar við fjölskyldur sem hafa minna en ekkert á milli handanna er neyðaraðstoð til skamms tíma. Við verðum sem samfélag að grípa fólk og þá sérstaklega barnafjölskyldur sem eru í alltaf í mínus. Höfundur er fræðslufulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar