Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Sylvía Hall skrifar

Verði sóttvarnaraðgerðir hertar munu tillögur þess efnis liggja fyrir um eða eftir helgi, að sögn sóttvarnarlæknis. Innan við helmingur þeirra sautján sem greindust með kórónuveiruna í gær voru í sóttkví.

Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2.

Í fréttatímanum verður rætt við bæjarstjóra Vestmannaeyjabæjar í beinni útsendingu en tugir eru í sóttkví eftir að smitaðir einstaklingar dvöldu þar verslunarmannahelgina. Íslensk erfðagreining mun skima fyrir samfélagssmiti í Vestmannaeyjum eftir helgi.

Heilbrigðisráðherra segir Íslendinga þurfa að búa sig undir að lifa með veirunni næstu misseri. Faraldurinn sé ekki lengur átaksverkefni. Hún segir fjölgun smita mikið áhyggjuefni. Fjallað verður nánar um málið í kvöldfréttum.

Tuttugu ár eru í dag liðin frá mannskæðu flugslysi í Skerjafirði. Við verðum í beinni útsendingu frá minningarathöfn um slysið.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar, Stöðvar 2 og Vísis klukkan 18:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×