Steven Gerrard fékk góð ráð frá Klopp | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. mars 2020 12:00 Gerrard á hliðarlínunni í leiknum gegn Bayer Leverkusen í Evrópudeildinni Alan Harvey/SNS Group/Getty Images Liverpool goðsögnin Steven Gerrard var í viðtali við opinbera vefsíðu Evrópudeildarinnar en lið hans Rangers, frá Glasgow í Skotlandi, er komið alla leið í 16-liða úrslit hennar. Liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Bayer Leverkusen 3-1 á heimavelli en óljóst er hvenær síðari leikurinn fer fram. Í viðtalinu sagði Gerrard að besta ráðið sem hann hefði fengið hefði komið frá Jürgen Klopp, núverandi þjálfara Liverpool. „Ekki fara inn í þjálfun sem leikmaðurinn Steven Gerrard. Farðu aftur í grunninn, prófaðu hluti og gerðu mistök,“ á Klopp að hafa sagt við Gerrard. „Taktu áhættur og allt sem því fylgir áður en þú mætir fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda, komdu þér í betri stöðu áður en það kemur að því. Ég hef séð fullt af knattspyrnumönnum mæta með ekkert nema nafnið sitt og það endar nær aldrei vel.“ Gerrard hefur sagt að þetta sé besta ráð sem hann hefur fengið. Hann segist hafa gert mistök sem knattspyrnustjóri Rangers en hann hefur lært af þeim og er því betri stjóri í dag. Steven Gerrard discusses all things @RangersFC and great European nights at @LFC in our fascinating in-depth interview... Check it out! — UEFA Europa League (@EuropaLeague) March 12, 2020 Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool er á öðru tímabili sínu sem stjóri Rangers eftir að hafa tekið við í apríl 2018. Tókst honum að stýra Rangers til síns fyrsta sigur á erkifjendunum í Glasgow Celtic síðan 2012 á sínu fyrsta tímabili. Áður en hann tók við Rangers þjálfaði hann U17 ára lið Liverpool í eitt tímabil. Margur Liverpool stuðningsmaðurinn telur að Gerrard snúi aftur til félagsins þegar Klopp ákveður að kalla þetta gott. Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira
Liverpool goðsögnin Steven Gerrard var í viðtali við opinbera vefsíðu Evrópudeildarinnar en lið hans Rangers, frá Glasgow í Skotlandi, er komið alla leið í 16-liða úrslit hennar. Liðið tapaði fyrri leik sínum gegn Bayer Leverkusen 3-1 á heimavelli en óljóst er hvenær síðari leikurinn fer fram. Í viðtalinu sagði Gerrard að besta ráðið sem hann hefði fengið hefði komið frá Jürgen Klopp, núverandi þjálfara Liverpool. „Ekki fara inn í þjálfun sem leikmaðurinn Steven Gerrard. Farðu aftur í grunninn, prófaðu hluti og gerðu mistök,“ á Klopp að hafa sagt við Gerrard. „Taktu áhættur og allt sem því fylgir áður en þú mætir fyrir framan tugi þúsunda áhorfenda, komdu þér í betri stöðu áður en það kemur að því. Ég hef séð fullt af knattspyrnumönnum mæta með ekkert nema nafnið sitt og það endar nær aldrei vel.“ Gerrard hefur sagt að þetta sé besta ráð sem hann hefur fengið. Hann segist hafa gert mistök sem knattspyrnustjóri Rangers en hann hefur lært af þeim og er því betri stjóri í dag. Steven Gerrard discusses all things @RangersFC and great European nights at @LFC in our fascinating in-depth interview... Check it out! — UEFA Europa League (@EuropaLeague) March 12, 2020 Þessi fyrrum fyrirliði Liverpool er á öðru tímabili sínu sem stjóri Rangers eftir að hafa tekið við í apríl 2018. Tókst honum að stýra Rangers til síns fyrsta sigur á erkifjendunum í Glasgow Celtic síðan 2012 á sínu fyrsta tímabili. Áður en hann tók við Rangers þjálfaði hann U17 ára lið Liverpool í eitt tímabil. Margur Liverpool stuðningsmaðurinn telur að Gerrard snúi aftur til félagsins þegar Klopp ákveður að kalla þetta gott.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Enski boltinn Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Fleiri fréttir Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Músaskítur í leikhúsi draumanna Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Sjá meira