„Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. ágúst 2020 09:11 Ásgeir Þór Ásgeirsson mætti með allar græjur í viðtal á Bylgjunni í morgun. Mynd/Bylgjan Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira
Ásgeir Þór Ásgeirsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að ljóst sé að eigendur þeirra tveggja veitingastaða sem lögregla hafði afskipti af í gær hafi ekkert gert til þess að tryggja sóttvarnarráðstafanir á veitingastöðunum. Að sögn Ásgeirs, sem var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun, kannaði lögregla sóttvarnarráðstafanir á sex veitingastöðum í gær. „Fjögur þeirra voru í lagi og þrjú þeirra með allt til fyrirmyndar. En tvö af þessum húsum, þar var ástandið ekki eins og það átti að vera. En það grátlega við þetta er að það voru ekki það margir gestir inni þannig að veitingamennirnir hefðu getað haft þetta í lagi,“ sagði Ásgeir. Þar sem fámennt var inni á stöðunum var ekki talin ástæða til þess að rýma staðina. Tekin verður skýrsla af eigendum veitingastaðanna í dag og fer málið í viðeigandi ferli hjá lögreglunni. Hefði verið auðvelt að bregðast við fréttum helgarinnar Aðfaranótt sunnudagsins fór lögregla inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í sama tilgangi, og kom í ljós að fimmtán af stöðunum 24 voru ekki að fylgja reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra regluna. „Það hefði verið mjög auðvelt að vera búinn að bregðast við þessu og gera eitthvað þannig að þetta væri í lagi en þessir tveir veitingamenn höfðu ekki gert nokkurn skapaðan hlut,“ sagði Ásgeir. Lögreglumenn verða settir í það verkefni að kanna stöðuna á veitingastöðum út vikuna og sagði Ásgeir að markmiðið væri að allir veitinga- og skemmtistaðir yrðu komin með sín sóttvarnarmál á hreint fyrir næstu helgi. Það væri þó bagalegt fyrir lögregluna að þurfa að sjá til þess að svo væri. „Við höfum engan áhuga á því að vera í þessum aðgerðum. Við myndum gjarnan vilja að allir veitingamenn myndu gera ráðstafnir eins og voru á hinum fjórum stöðunum. Ég held að það hljóti allir að vilja að hafa þetta í lagi og þurfa ekki að fá lögregluna til að mæla á milli borða. Þetta er hálf barnalegt,“ sagði Ásgeir. Skrýtið ef lögreglan þurfi að passa upp á að fólk veikist ekki Bætti hann því við að hver og einn einstaklingur bæri ábyrgð á hegðun sinni og það væri á herðum hvers og eins að hindra útbreiðslu veirunnar, til dæmis með því að fara ekki í aðstæður þar sem ljóst sé að ekki sé verið að virða sóttvarnarreglur. „Það er skrýtið ef að lögreglan þarf að vera að passa upp á það að fólk sé ekki að veikjast á þessari veiru. Þetta ætti að vera nægjanlegur hvati fyrir þetta fólk sjálft. Ég hef séð fullt af fólki í kringum mig veikjast. Þetta er skelfilegur sjúkdómur. Lögreglumenn sem veiktust í sumar eru jafn vel ekki ennþá búnir að ná sér,“ sagði Ásgeir og bætti við. „Yfirvöld eru ekki að fara að sigra þessa veiru, það erum við sjálf.“ 23 í sóttkví Alls eru 23 lögreglumenn hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu í sóttkví, allir á lögreglustöðinni á Hverfisgötu. „Það er svona nánast eins og ég myndi missa allt útkallsliðið af vakt í lögregðustöð í Kópavogi eða Hafnarfirði. Það er eins og heil stöð fari í burtu. Í lögreglustöðinni á Hverfisgötu, þar sem þetta gerðist, þar dreifist þetta á þrjár deildir, umferðardeildina, útkallsdeildina og rannsóknarliðið. Þetta sleppur hjá okkur, ennþá.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Næturlíf Veitingastaðir Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Sjá meira