Sport

Nældi sér í mikilvæg stig í Ástralíu

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðlaug Edda nældi sér í mikilvæg stig í Ástralíu.
Guðlaug Edda nældi sér í mikilvæg stig í Ástralíu. Vísir/Frjálsíþróttsamband Íslands

Guðlaug Edda Hann­es­dótt­ir tók þátt í heims­bik­ars­mót­inu í þríþraut í gær en að þessu sinni var keppt í Mooloolaba í Ástralíu. Guðlaug Edda endaði í 24. sæti.

Fyrst var keppt í sundi þar sem Guðlaug náði góðum árangri og var rétt rúmum 30 sekúndum á eftir þeirri sem kom fyrst í mark. 

Eftir það var hjólað og var Guðlaug í stórum hópi kvenna sem kom í mark. Alls kláruðu 28 keppendur að hjóla. Í kjölfarið var hlaipið en Guðlaug náði að klára keppnina þrátt fyrir að glíma við meiðsli á lokakaflanum. 

Endaði hún eins og áður sagði í 24. sæti en fyrir keppni gærdagsins var hún í 35. sæti, af 56, á heimslistanum. Hún nældi sér þar af leiðandi í mikilvæg heimslista- sem og Ólympíustig í Ástralíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×