Katrín Tanja birti sætt myndband af sér pínulítilli: Æfi enn fyrir hana í dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. ágúst 2020 08:30 Íslenska CrossFit stjarnna Katrín Tanja Davíðsdóttir nú og þá. Samsett/Instagram Heimurinn fékk að sjá gamalt myndband af íslensku CrossFit stjörnunni Katrínu Tönju Davíðsdóttur í gær þegar hún setti inn upptöku af sér þegar hún var mjög ung og að stíga sín fyrstu skref í íþróttasalnum. Katrín Tanja hefur verið dugleg við æfingar að undanförnu en gaf sér tíma til að hugsa til baka og alla leið aftur til þess þegar hún var að byrja í íþróttum og passaði ekki alveg inn í fimleikahlutverkið. Hún vissi það ekki þá að CrossFit íþróttin væri fullkomin fyrir hana en var þó með það á hreinu að krefjandi og erfiðar æfingar voru eitthvað sem hún var tilbúin í. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Katrínar Tönju sem bræddi mörg hjörtu fylgjenda hennar á Instagram í gær. View this post on Instagram Somewhere behind the athlete you ve become, the hours of practice & the coaches who have pushed you to become better: is a little girl who fell in love with the sport. Do it for her. - Mia Hamm - I was never a great gymnast growing up. I was big for a gymnast & things didn t come very naturally to me .. but I LOVED the practices & I loved the discipline. I never lost my love for training. I still train for her. - Sometimes it s really cool to look back & see where you came from. It brings back that pure joy, takes away the pressure & reminds me to be in this very moment. ??? #IAmNOBULL #JustTheHorns A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 10, 2020 at 8:02am PDT Katrín Tanja vitnaði þarna í orð knattspyrnugoðsagnarinnar Miu Hamm í upphafi færslu sinnar en Hamm var ein allra besta knattspyrnukona heims í langan tíma og lykilmaður í sigursælu bandarísku landsliði. „Einhvers staðar á bak við íþróttamanninn sem þú ert í dag og ótal klukkutíma af æfingum og þjálfara sem hafa ýtt þér áfram til að verða betri, þá er þessi litla stelpa sem varð ástfangin af íþróttinni,“ skrifaði Mia Hamm. Katrín Tanja gróf síðan upp gamalt myndband af sér í íþróttasalnum. Þar kemur ekki fram hversu gömul hún er en líklega er hún ekki mikið meira en fimm til sex ára. Katrín blandaði myndbandinu saman við myndband af sér að gera svipaða æfingu í dag. „Ég var aldrei góð fimleikakona þegar ég var að alast upp. Ég var stór fyrir fimleikakonu að vera og hlutirnir voru ekki auðveldir fyrir mig. En ég elskaði æfingarnar og ég elskaði agann. Ég missti aldrei ást mína á æfingunum. Ég æfi ennþá fyrir hana í dag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Stundum er það mjög gaman að horfa aðeins til baka og sjá hvaðan þú hefur komið. Það kallar fram ánægju, tekur pressuna í burtu og minnir mig á að njóta þessarar stundu til fulls,“ skrifaði Katrín Tanja. CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira
Heimurinn fékk að sjá gamalt myndband af íslensku CrossFit stjörnunni Katrínu Tönju Davíðsdóttur í gær þegar hún setti inn upptöku af sér þegar hún var mjög ung og að stíga sín fyrstu skref í íþróttasalnum. Katrín Tanja hefur verið dugleg við æfingar að undanförnu en gaf sér tíma til að hugsa til baka og alla leið aftur til þess þegar hún var að byrja í íþróttum og passaði ekki alveg inn í fimleikahlutverkið. Hún vissi það ekki þá að CrossFit íþróttin væri fullkomin fyrir hana en var þó með það á hreinu að krefjandi og erfiðar æfingar voru eitthvað sem hún var tilbúin í. Hér fyrir neðan má sjá þessa færslu Katrínar Tönju sem bræddi mörg hjörtu fylgjenda hennar á Instagram í gær. View this post on Instagram Somewhere behind the athlete you ve become, the hours of practice & the coaches who have pushed you to become better: is a little girl who fell in love with the sport. Do it for her. - Mia Hamm - I was never a great gymnast growing up. I was big for a gymnast & things didn t come very naturally to me .. but I LOVED the practices & I loved the discipline. I never lost my love for training. I still train for her. - Sometimes it s really cool to look back & see where you came from. It brings back that pure joy, takes away the pressure & reminds me to be in this very moment. ??? #IAmNOBULL #JustTheHorns A post shared by Katrín Tanja Davíðsdóttir (@katrintanja) on Aug 10, 2020 at 8:02am PDT Katrín Tanja vitnaði þarna í orð knattspyrnugoðsagnarinnar Miu Hamm í upphafi færslu sinnar en Hamm var ein allra besta knattspyrnukona heims í langan tíma og lykilmaður í sigursælu bandarísku landsliði. „Einhvers staðar á bak við íþróttamanninn sem þú ert í dag og ótal klukkutíma af æfingum og þjálfara sem hafa ýtt þér áfram til að verða betri, þá er þessi litla stelpa sem varð ástfangin af íþróttinni,“ skrifaði Mia Hamm. Katrín Tanja gróf síðan upp gamalt myndband af sér í íþróttasalnum. Þar kemur ekki fram hversu gömul hún er en líklega er hún ekki mikið meira en fimm til sex ára. Katrín blandaði myndbandinu saman við myndband af sér að gera svipaða æfingu í dag. „Ég var aldrei góð fimleikakona þegar ég var að alast upp. Ég var stór fyrir fimleikakonu að vera og hlutirnir voru ekki auðveldir fyrir mig. En ég elskaði æfingarnar og ég elskaði agann. Ég missti aldrei ást mína á æfingunum. Ég æfi ennþá fyrir hana í dag,“ skrifaði Katrín Tanja. „Stundum er það mjög gaman að horfa aðeins til baka og sjá hvaðan þú hefur komið. Það kallar fram ánægju, tekur pressuna í burtu og minnir mig á að njóta þessarar stundu til fulls,“ skrifaði Katrín Tanja.
CrossFit Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Sævar Atli skoraði og fiskaði mikilvægt víti fyrir Lyngby „Velkomin í dal draumanna“ Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Gerði nýjan NFL samning og fær frían bjór ævilangt Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Sjá meira