Skemmtilegasta liðið í Evrópuboltanum mætir peningaveldinu frá París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 13:30 Alejandro Papu Gómez og Josip Ilicic fagna einu af mörgum mörkum Atalanta á tímabilinu. Getty/Emilio Andreoli Ítalska liðið Atalanta og franska liðið Paris-Saint Germain spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslita Meistaradeildarinnar sem verða spiluðu næstu fjögur kvöld í Portúgal. Bæði liðin sem mætast í kvöld, Atalanta og PSG, tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum áður en kórónuveiruna stoppaði fótboltann í báðum löndum. Paris-Saint Germain fékk franska titilinn þá á silfurfati þar sem Frakkar aflýstu tímabilinu í apríl en Ítalir kláruðu sína deild í síðasta mánuði. Það er líklega ekki hægt að finna ólíkari bakgrunn hjá tveimur félögum í þessum átta liða úrslitum en einmitt hjá liðum Atalanta og Paris-Saint Germain. watch on YouTube Atalanta er litla liðið í keppninni og frá lítilli borg í Lombardi héraðinu á Ítalíu en það hérað varð verst úti í Kórónuveirufaraldrinum á Ítalíu. Paris-Saint Germain kemur aftur á móti frá einni frægustu borg heims og er með fjársterka eigendur sem hafa dælt peningum inn í félagið á síðustu árum. Paris-Saint Germain hefur unnið frönsku deildina þrjú ár í röð og alls sjö sinnum á síðustu átta tímabilum. Paris-Saint Germain hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina þrátt fyrir að hafa safnað að sér mörgum að bestu leikmönnum heims. Liðið hefur á þessum gullaldartíma sínum ekki komist í gegn átta liða úrslitin en þetta er fyrsta tímabilið síðan 2015-16 sem liðið fór þó í gegnum sextán liða úrslitin. Atalanta have scored 115 goals in 47 matches across all competitions this season, netting 4+ in TEN unique games: Just look at that passing network. #UCL— Squawka Football (@Squawka) August 12, 2020 Pressan er því mikil á Paris-Saint Germain í kvöld ekki síst þar sem að mótherjarnir er eitt af litlu liðunum sem eru eftir í keppninni auk þess sem Atalanta er í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og löngu komið fram úr sínum björtustu vonum. Mótherjarnir frá Atalanta eru hins vegar sýnd veiði og ekki gefin. Þeir hafa unnið hug og hjörtu knattspyrnufólks á leiktíðinni með frábærri spilamennsku. Skourðu 22 mörkum meira en meistarar Juve Atalanta náð þriðja sætinu í ítölsku deildinni á þessu tímabili og skoraði 98 mörk í 38 leikjum. Það var ekki aðeins 22 mörkum meira en ítölsku meistararnir í Juventus skoruðu heldur einnig það mesta sem lið hefur skorað á einu tímabili í sextíu ár. Það eru engar heimsfrægar stjörnur í liði Atalanta en þess í stað er liðið fullt af leikmönnum sem hafa spilað víða en ekki fundið almennilega taktinn fyrr en þeir komu í þetta stórskemmtilega lið. watch on YouTube Josip Ilicic, Luis Muriel og Duván Zapata skoruðu allir yfir fimmtán deildarmörk á tímabilinu sem hefur ekki gerst hjá sama liði í Seríu A síðan 1951-52. Stærsta stjarnan er þó líklega fyrirliðinn Papu Gómez sem er hugmyndasmiðurinn á bak við flestar bestu sókna liðsins. Skipulagður glundroði Skemmtanagildi leikja liðsins á leiktíðinni hefur oft verið í hæstu hæðum og sumir lýsa taktíkinni sem skipulögðum glundroða. Knattspyrnustjórinn Gian Piero Gasperini vill spila sóknarbolta og liðið er þekkt fyrir að fjölmenna skyndilega í sókn og taka mikla áhættu í sínum leik. Staðan í leikjum liðsins virðist heldur ekki skipta miklu máli. Hvort sem þeir lenda undir eða eru komnir nokkrum mörkum yfir þá halda þeir alltaf áfram að spila sinn sókndjarfa stíl. Leikur Atalanta og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Hér fyrir ofan og neðan má sjá tvö myndband sem útskýrir leikstíl og taktík Atalanta liðsins. watch on YouTube Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira
Ítalska liðið Atalanta og franska liðið Paris-Saint Germain spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslita Meistaradeildarinnar sem verða spiluðu næstu fjögur kvöld í Portúgal. Bæði liðin sem mætast í kvöld, Atalanta og PSG, tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum áður en kórónuveiruna stoppaði fótboltann í báðum löndum. Paris-Saint Germain fékk franska titilinn þá á silfurfati þar sem Frakkar aflýstu tímabilinu í apríl en Ítalir kláruðu sína deild í síðasta mánuði. Það er líklega ekki hægt að finna ólíkari bakgrunn hjá tveimur félögum í þessum átta liða úrslitum en einmitt hjá liðum Atalanta og Paris-Saint Germain. watch on YouTube Atalanta er litla liðið í keppninni og frá lítilli borg í Lombardi héraðinu á Ítalíu en það hérað varð verst úti í Kórónuveirufaraldrinum á Ítalíu. Paris-Saint Germain kemur aftur á móti frá einni frægustu borg heims og er með fjársterka eigendur sem hafa dælt peningum inn í félagið á síðustu árum. Paris-Saint Germain hefur unnið frönsku deildina þrjú ár í röð og alls sjö sinnum á síðustu átta tímabilum. Paris-Saint Germain hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina þrátt fyrir að hafa safnað að sér mörgum að bestu leikmönnum heims. Liðið hefur á þessum gullaldartíma sínum ekki komist í gegn átta liða úrslitin en þetta er fyrsta tímabilið síðan 2015-16 sem liðið fór þó í gegnum sextán liða úrslitin. Atalanta have scored 115 goals in 47 matches across all competitions this season, netting 4+ in TEN unique games: Just look at that passing network. #UCL— Squawka Football (@Squawka) August 12, 2020 Pressan er því mikil á Paris-Saint Germain í kvöld ekki síst þar sem að mótherjarnir er eitt af litlu liðunum sem eru eftir í keppninni auk þess sem Atalanta er í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og löngu komið fram úr sínum björtustu vonum. Mótherjarnir frá Atalanta eru hins vegar sýnd veiði og ekki gefin. Þeir hafa unnið hug og hjörtu knattspyrnufólks á leiktíðinni með frábærri spilamennsku. Skourðu 22 mörkum meira en meistarar Juve Atalanta náð þriðja sætinu í ítölsku deildinni á þessu tímabili og skoraði 98 mörk í 38 leikjum. Það var ekki aðeins 22 mörkum meira en ítölsku meistararnir í Juventus skoruðu heldur einnig það mesta sem lið hefur skorað á einu tímabili í sextíu ár. Það eru engar heimsfrægar stjörnur í liði Atalanta en þess í stað er liðið fullt af leikmönnum sem hafa spilað víða en ekki fundið almennilega taktinn fyrr en þeir komu í þetta stórskemmtilega lið. watch on YouTube Josip Ilicic, Luis Muriel og Duván Zapata skoruðu allir yfir fimmtán deildarmörk á tímabilinu sem hefur ekki gerst hjá sama liði í Seríu A síðan 1951-52. Stærsta stjarnan er þó líklega fyrirliðinn Papu Gómez sem er hugmyndasmiðurinn á bak við flestar bestu sókna liðsins. Skipulagður glundroði Skemmtanagildi leikja liðsins á leiktíðinni hefur oft verið í hæstu hæðum og sumir lýsa taktíkinni sem skipulögðum glundroða. Knattspyrnustjórinn Gian Piero Gasperini vill spila sóknarbolta og liðið er þekkt fyrir að fjölmenna skyndilega í sókn og taka mikla áhættu í sínum leik. Staðan í leikjum liðsins virðist heldur ekki skipta miklu máli. Hvort sem þeir lenda undir eða eru komnir nokkrum mörkum yfir þá halda þeir alltaf áfram að spila sinn sókndjarfa stíl. Leikur Atalanta og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Hér fyrir ofan og neðan má sjá tvö myndband sem útskýrir leikstíl og taktík Atalanta liðsins. watch on YouTube
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Enski boltinn Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga Enski boltinn „Það trompast allt þarna“ Handbolti EM í dag: Það eru engar afsakanir í boði Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Benoný til bjargar eftir vandræðalegt sjálfsmark liðsfélaga „Carrick gaf stuðningsmönnum „smjörþefinn“ af Ferguson-tímanum“ Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Mourinho kallar nýjustu sögusagnirnar sápuóperu Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Guardiola um Haaland: „Hann svaf ótrúlega vel“ Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Hörður Björgvin tekinn af velli í hálfleik í unnum leik Yfirmaður Jóns Dags í stríði við lögreglu Guéhi genginn til liðs við City Börsungar brjálaðir út í dómara sem tók þrjú mörk af þeim „Þetta eru svakaleg kaup“ Slóst við boltastráka sem vildu stela handklæðinu Tískuspaðinn Þorleifur fer aftur út Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Rauk út eftir lætin í blaðamönnum Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Sjá meira