Skemmtilegasta liðið í Evrópuboltanum mætir peningaveldinu frá París Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2020 13:30 Alejandro Papu Gómez og Josip Ilicic fagna einu af mörgum mörkum Atalanta á tímabilinu. Getty/Emilio Andreoli Ítalska liðið Atalanta og franska liðið Paris-Saint Germain spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslita Meistaradeildarinnar sem verða spiluðu næstu fjögur kvöld í Portúgal. Bæði liðin sem mætast í kvöld, Atalanta og PSG, tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum áður en kórónuveiruna stoppaði fótboltann í báðum löndum. Paris-Saint Germain fékk franska titilinn þá á silfurfati þar sem Frakkar aflýstu tímabilinu í apríl en Ítalir kláruðu sína deild í síðasta mánuði. Það er líklega ekki hægt að finna ólíkari bakgrunn hjá tveimur félögum í þessum átta liða úrslitum en einmitt hjá liðum Atalanta og Paris-Saint Germain. watch on YouTube Atalanta er litla liðið í keppninni og frá lítilli borg í Lombardi héraðinu á Ítalíu en það hérað varð verst úti í Kórónuveirufaraldrinum á Ítalíu. Paris-Saint Germain kemur aftur á móti frá einni frægustu borg heims og er með fjársterka eigendur sem hafa dælt peningum inn í félagið á síðustu árum. Paris-Saint Germain hefur unnið frönsku deildina þrjú ár í röð og alls sjö sinnum á síðustu átta tímabilum. Paris-Saint Germain hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina þrátt fyrir að hafa safnað að sér mörgum að bestu leikmönnum heims. Liðið hefur á þessum gullaldartíma sínum ekki komist í gegn átta liða úrslitin en þetta er fyrsta tímabilið síðan 2015-16 sem liðið fór þó í gegnum sextán liða úrslitin. Atalanta have scored 115 goals in 47 matches across all competitions this season, netting 4+ in TEN unique games: Just look at that passing network. #UCL— Squawka Football (@Squawka) August 12, 2020 Pressan er því mikil á Paris-Saint Germain í kvöld ekki síst þar sem að mótherjarnir er eitt af litlu liðunum sem eru eftir í keppninni auk þess sem Atalanta er í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og löngu komið fram úr sínum björtustu vonum. Mótherjarnir frá Atalanta eru hins vegar sýnd veiði og ekki gefin. Þeir hafa unnið hug og hjörtu knattspyrnufólks á leiktíðinni með frábærri spilamennsku. Skourðu 22 mörkum meira en meistarar Juve Atalanta náð þriðja sætinu í ítölsku deildinni á þessu tímabili og skoraði 98 mörk í 38 leikjum. Það var ekki aðeins 22 mörkum meira en ítölsku meistararnir í Juventus skoruðu heldur einnig það mesta sem lið hefur skorað á einu tímabili í sextíu ár. Það eru engar heimsfrægar stjörnur í liði Atalanta en þess í stað er liðið fullt af leikmönnum sem hafa spilað víða en ekki fundið almennilega taktinn fyrr en þeir komu í þetta stórskemmtilega lið. watch on YouTube Josip Ilicic, Luis Muriel og Duván Zapata skoruðu allir yfir fimmtán deildarmörk á tímabilinu sem hefur ekki gerst hjá sama liði í Seríu A síðan 1951-52. Stærsta stjarnan er þó líklega fyrirliðinn Papu Gómez sem er hugmyndasmiðurinn á bak við flestar bestu sókna liðsins. Skipulagður glundroði Skemmtanagildi leikja liðsins á leiktíðinni hefur oft verið í hæstu hæðum og sumir lýsa taktíkinni sem skipulögðum glundroða. Knattspyrnustjórinn Gian Piero Gasperini vill spila sóknarbolta og liðið er þekkt fyrir að fjölmenna skyndilega í sókn og taka mikla áhættu í sínum leik. Staðan í leikjum liðsins virðist heldur ekki skipta miklu máli. Hvort sem þeir lenda undir eða eru komnir nokkrum mörkum yfir þá halda þeir alltaf áfram að spila sinn sókndjarfa stíl. Leikur Atalanta og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Hér fyrir ofan og neðan má sjá tvö myndband sem útskýrir leikstíl og taktík Atalanta liðsins. watch on YouTube Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira
Ítalska liðið Atalanta og franska liðið Paris-Saint Germain spila í kvöld hreinan úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Meistaradeildarinnar. Þetta er fyrsti leikur átta liða úrslita Meistaradeildarinnar sem verða spiluðu næstu fjögur kvöld í Portúgal. Bæði liðin sem mætast í kvöld, Atalanta og PSG, tryggðu sér sætið í átta liða úrslitunum áður en kórónuveiruna stoppaði fótboltann í báðum löndum. Paris-Saint Germain fékk franska titilinn þá á silfurfati þar sem Frakkar aflýstu tímabilinu í apríl en Ítalir kláruðu sína deild í síðasta mánuði. Það er líklega ekki hægt að finna ólíkari bakgrunn hjá tveimur félögum í þessum átta liða úrslitum en einmitt hjá liðum Atalanta og Paris-Saint Germain. watch on YouTube Atalanta er litla liðið í keppninni og frá lítilli borg í Lombardi héraðinu á Ítalíu en það hérað varð verst úti í Kórónuveirufaraldrinum á Ítalíu. Paris-Saint Germain kemur aftur á móti frá einni frægustu borg heims og er með fjársterka eigendur sem hafa dælt peningum inn í félagið á síðustu árum. Paris-Saint Germain hefur unnið frönsku deildina þrjú ár í röð og alls sjö sinnum á síðustu átta tímabilum. Paris-Saint Germain hefur aftur á móti aldrei unnið Meistaradeildina þrátt fyrir að hafa safnað að sér mörgum að bestu leikmönnum heims. Liðið hefur á þessum gullaldartíma sínum ekki komist í gegn átta liða úrslitin en þetta er fyrsta tímabilið síðan 2015-16 sem liðið fór þó í gegnum sextán liða úrslitin. Atalanta have scored 115 goals in 47 matches across all competitions this season, netting 4+ in TEN unique games: Just look at that passing network. #UCL— Squawka Football (@Squawka) August 12, 2020 Pressan er því mikil á Paris-Saint Germain í kvöld ekki síst þar sem að mótherjarnir er eitt af litlu liðunum sem eru eftir í keppninni auk þess sem Atalanta er í fyrsta sinn í Meistaradeildinni og löngu komið fram úr sínum björtustu vonum. Mótherjarnir frá Atalanta eru hins vegar sýnd veiði og ekki gefin. Þeir hafa unnið hug og hjörtu knattspyrnufólks á leiktíðinni með frábærri spilamennsku. Skourðu 22 mörkum meira en meistarar Juve Atalanta náð þriðja sætinu í ítölsku deildinni á þessu tímabili og skoraði 98 mörk í 38 leikjum. Það var ekki aðeins 22 mörkum meira en ítölsku meistararnir í Juventus skoruðu heldur einnig það mesta sem lið hefur skorað á einu tímabili í sextíu ár. Það eru engar heimsfrægar stjörnur í liði Atalanta en þess í stað er liðið fullt af leikmönnum sem hafa spilað víða en ekki fundið almennilega taktinn fyrr en þeir komu í þetta stórskemmtilega lið. watch on YouTube Josip Ilicic, Luis Muriel og Duván Zapata skoruðu allir yfir fimmtán deildarmörk á tímabilinu sem hefur ekki gerst hjá sama liði í Seríu A síðan 1951-52. Stærsta stjarnan er þó líklega fyrirliðinn Papu Gómez sem er hugmyndasmiðurinn á bak við flestar bestu sókna liðsins. Skipulagður glundroði Skemmtanagildi leikja liðsins á leiktíðinni hefur oft verið í hæstu hæðum og sumir lýsa taktíkinni sem skipulögðum glundroða. Knattspyrnustjórinn Gian Piero Gasperini vill spila sóknarbolta og liðið er þekkt fyrir að fjölmenna skyndilega í sókn og taka mikla áhættu í sínum leik. Staðan í leikjum liðsins virðist heldur ekki skipta miklu máli. Hvort sem þeir lenda undir eða eru komnir nokkrum mörkum yfir þá halda þeir alltaf áfram að spila sinn sókndjarfa stíl. Leikur Atalanta og Paris-Saint Germain hefst 19.00 klukkan í kvöld og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18.30 á Stöð 2 Sport 2 og leikurinn verður gerður upp strax á eftir á sömu stöð. Hér fyrir ofan og neðan má sjá tvö myndband sem útskýrir leikstíl og taktík Atalanta liðsins. watch on YouTube
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Sjá meira