Kalla eftir ábendingum frá næmum Akureyringum Samúel Karl Ólason skrifar 12. ágúst 2020 21:11 Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Vísir/Vilhelm Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta. Akureyri Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur borist nokkrar góðar ábendingar um „draugahljóðið“ svokallaða á Akureyri. Undarlegur sónn sem virðist hanga yfir ýmsum hverfum Akureyrar af og til árum saman hefur plagað marga að undanförnu. Alfreð Schiöth, heilbrigðisfulltrúi, segir mögulega búið að loka á uppsprettu hljóðsins en það eigi eftir að koma í ljós. Alfreð segir nokkrar ágætar ábendingar hafa borist. Einnig hafi borist ábendingar sem séu gamansamar og varla jarðtengdar. Þó eigi eftir að staðsetja hljóðið betur. Talið er mögulegt að hljóðið hafi komið frá skútunni Veru sem legið hefur við Pollinn á Akureyri. Þar hafa verið gerðar ráðstafanir og á eftir að koma í ljós hvort það sé raunveruleg ástæða hljóðsins. Uppfært 21:55 - Svo virðist sem að hljóðið hafi ekki borist frá skútunni.Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson, tónlistarstjóri Menningarfélags Akureyrar, skrifaði á Facebook í kvöld að hljóðið heyrðist mjög vel úti og hafa einhverjir tekið undir það. Í samtali við Vísi sagði hann ljóst að hljóðið kæmi ekki frá skútunni. https://www.washingtonpost.com/nation/2020/08/12/masks-florida-ban-billy-woods/ Alfreð segir ánægjulegt að eigendur skútunnar hafi brugðist við og gert þessar ráðstafanir. Þá séu starfsmenn Heilbrigðiseftirlitsins með nokkrar ábendingar á bakvið eyrun, ef svo má að orði komast. „Þetta er áhugavert og við viljum gjarnan komast að því hvað er í gangi,“ segir Alfreð. Hann vill auglýsa eftir góðum ábendingum frá fólki með næmt eyra og þekkingu sem gæti ef til vill staðbundið hljóðið frekar. Fyrir nokkrum árum, þegar vinnan við Vaðlaheiðargöng stóð yfir og heitt vatn barst inn í göngin, voru stórir blásarar settir þar upp, svo hægt væri að vinna í göngunum. Við tilteknar aðstæður barst hávaði frá þeim yfir til Akureyrar. Alfreð segir þó ljóst að það hljóð hafi hætt þegar vinnunni lauk. „Það eru að sjálfsögðu ótal hávaðauppsprettur í bænum. Lýsingarnar benda þó til einhvers sem þyrfti að finna út úr og fyrirbyggja ef nokkur kostur er,“ segir Alfreð. Hljóðið sé að trufla svefn einhverja og úr því sé best að bæta.
Akureyri Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira