„Var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 07:00 Eric Maxim Choupo-Moting gleymir seint miðvikudagskvöldinu 12. ágúst. getty/David Ramos Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Fótbolti Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter Fótbolti Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Fótbolti Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans Fótbolti NFL-leikmaður skotinn á Manhattan Sport „Þetta er svekkjandi og mun svíða í langan tíma“ Sport Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Fleiri fréttir Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Sjá meira
Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31
Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39
Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00