„Var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 07:00 Eric Maxim Choupo-Moting gleymir seint miðvikudagskvöldinu 12. ágúst. getty/David Ramos Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Það er ekki hægt að segja annað en að hetja Paris Saint-Germain í sigrinum á Atalanta, 1-2, hafi komið úr óvæntri átt. Atalanta komst yfir á 26. mínútu með marki Mario Pasalic en Marquinhos jafnaði fyrir PSG á lokamínútunni. Þegar þrjár mínútur voru komnar fram yfir venjulegan leiktíma skoraði svo Eric Maxim Choupo-Moting sigurmark PSG. Hann hafði komið inn á sem varamaður fyrir Mauro Icardi á 79. mínútu. Klippa: Atalanta 1-2 PSG Þetta var fyrsta Meistaradeildarmark Choupo-Motings í sex ár, eða síðan hann skoraði sigurmark Schalke í 4-3 sigri á Sporting 21. október 2014. Það mark kom, merkilegt nokk, líka á 93. mínútu. Ekki eru nema tvö ár síðan Choupo-Moting var í liði Stoke City sem féll úr ensku úrvalsdeildinni. Þaðan fór hann mjög óvænt til PSG. Choupo-Moting hefur tvisvar sinnum orðið franskur meistari með PSG og er nú búinn að koma liðinu í undanúrslit Meistaradeildarinnar í fyrsta sinn síðan 1995. „Hann var örugglega ekki að hugsa þetta þegar það rigndi og blés á hann í Stoke,“ sagði Reynir Leósson í Meistaradeildarmörkunum í gær. „Þetta er fljótt að gerast og þetta er öskubuskuævintýri hjá þessum leikmanni. Hann er umkringdur stórstjörnum en það er hann, líklega langminnsta nafnið af framherjunum, sem skýtur þeim áfram.“ Innslagið, og viðtal við Choupo-Moting, má sjá hér fyrir neðan. Klippa: Meistaradeildarmörkin - Umræða um Choupo-Moting Choupo-Moting skoraði aðeins fimm mörk í 32 leikjum með Stoke tímabilið 2017-18. Frá því hann kom til PSG hefur hann spilað 49 leiki fyrir liðið og skorað níu mörk. Choupo-Moting, sem er 31 árs, fæddist í Þýskalandi en hefur spilað fyrir kamerúnska landsliðið, alls 55 leiki og skorað fimmtán mörk. Í undanúrslitunum 18. ágúst mætir PSG annað hvort Atlético Madrid eða RB Leipzig. Þau mætast klukkan 19:00 í kvöld. Leikurinn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31 Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39 Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00 Mest lesið KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Íslenski boltinn Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Enski boltinn Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku Fótbolti Semple til Grindavíkur Körfubolti Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Fótbolti ÍR aftur á toppinn Íslenski boltinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ Fótbolti „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Fótbolti Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Handbolti Fleiri fréttir KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur Šeško nú helsta skotmark Rauðu djöflanna Kærastinn eltir Sveindísi Jane til Norður-Ameríku ÍR aftur á toppinn „Gaman þrátt fyrir skrýtnar kringumstæður“ „Í raun eina færið sem þeir skapa sér“ Íslendingalið Brann úr leik líkt og Guðmundur sem lagði þó upp Andri Fannar til Tyrklands Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Uppgjörið: Breiðablik - Lech Poznan 0-1 | Tilþrifalítið á Kópavogsvelli Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Þrettán íslenskir dómarar að dæma í Evrópu í vikunni Félix sá fjórði dýrasti samanlagt Halldór óttast ekki að fá annan skell Wirtz með fyrsta markið sitt fyrir Liverpool Dregið í riðla á HM í Las Vegas Gott að koma til Íslands en skrýtið að mæta Blikunum UEFA tapaði milljörðum króna á Evrópumóti kvenna Vefsíða Arsenal hrundi í miðju Gyokeres æði Bayern staðfestir kaupin á Diaz: „Lucho ist hier“ Flóðbylgjuviðvörunin hefur ekki áhrif á leik Liverpool Hvernig hefur Liverpool efni á Alexander Isak? Með á fótboltaspjöldum þrátt fyrir ákæru vegna nauðgunar Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Sjá meira
Neymar valinn maður leiksins en gaf hetju PSG verðlaunagripinn Neymar var örlátur eftir sigur Paris Saint-Germain á Atalanta og færði hetju franska liðsins verðlaunin sem hann fékk fyrir að vera valinn maður leiksins. 12. ágúst 2020 22:31
Sjáðu mörkin þegar PSG fór í undanúrslit á dramatískan hátt Paris Saint-Germain vann dramatískan sigur á Atalanta, 1-2, og er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fyrsta sinn í 25 ár. 12. ágúst 2020 21:39
Afmælisbarnið í undanúrslit eftir ótrúlega endurkomu Eric Maxim Choupo-Moting tryggði Paris Saint-Germain sæti í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Atalanta á 93. mínútu. 12. ágúst 2020 21:00