Þeir hörðustu ætla hvorki að styðja né syngja fyrir nýjasta samherja Ragnars Anton Ingi Leifsson skrifar 13. ágúst 2020 14:00 Kamil Wilczek í treyju FCK. mynd/fck.dk Það hefur mikið gengið á í danska boltanum að undanförnu og þá sér í lagi FCK, eftir að liðið tilkynnti um komu Kamil Wilczek til félagsins. FCK datt út úr Evrópudeildinni í fyrrakvöld eftir hetjulega baráttu gegn Manchester United. Vítaspyrna í framlengingu tryggði enska stórliðinu sigur. Það hefur þó meira verið rætt um það sem gerðist hjá FCK í síðustu viku en þá tilkynnti FCK að þeir hefðu skrifað undir þriggja ára samning við framherjann Kamil Wilczek. Velkommen til Hovedstaden #fcklive #sldk pic.twitter.com/cCBT8pMJ4o— F.C. København (@FCKobenhavn) August 6, 2020 Pólski framherjinn lék með erkifjendum FCK í Bröndby á árunum 2016 til 2020 þar sem hann raðaði inn mörkum og var m.a. fyrirliði félagsins. Mikill hiti hefur verið í stuðningsmönnum Bröndby eftir skiptin og hafa þeir m.a. brennt treyjur Wilczek og rifið niður nafn hans utan af leikvangi liðsins. Der er gang i den på Vestegnen #fcklive pic.twitter.com/bZbchxQFkr— FCKfantv (@FCKFTV) August 6, 2020 Það eru ekki bara stuðningsmenn Bröndby sem eru reiðir því hluti af harðasta stuðningsmannahóp FCK líst ekkert á blikuna; að félagið hafi skrifað undir samning við leikmann sem lék svo lengi með erkifjendunum. Hluti hópsins senti svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja að þeir muni hvorki syngja né styðja við bakið á framherjanum. Nefndu þeir frekar unga leikmenn FCK sem ættu að fá tækifærið. „Enginn stuðningur, engir söngvar frá okkur til nýja leikmannsins númer níu. Wind, Daramy, Kaufmann og svo framvegis eru framtíðin,“ segir í yfirlýsingunni frá hópnum sem er syngjandi og trallandi bak við annað markið allan ársins hring. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem eru vonbrigði þar á bæ. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK en á dögunum framlengdi hann samning sinn við félagið til næsta sumars. Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira
Það hefur mikið gengið á í danska boltanum að undanförnu og þá sér í lagi FCK, eftir að liðið tilkynnti um komu Kamil Wilczek til félagsins. FCK datt út úr Evrópudeildinni í fyrrakvöld eftir hetjulega baráttu gegn Manchester United. Vítaspyrna í framlengingu tryggði enska stórliðinu sigur. Það hefur þó meira verið rætt um það sem gerðist hjá FCK í síðustu viku en þá tilkynnti FCK að þeir hefðu skrifað undir þriggja ára samning við framherjann Kamil Wilczek. Velkommen til Hovedstaden #fcklive #sldk pic.twitter.com/cCBT8pMJ4o— F.C. København (@FCKobenhavn) August 6, 2020 Pólski framherjinn lék með erkifjendum FCK í Bröndby á árunum 2016 til 2020 þar sem hann raðaði inn mörkum og var m.a. fyrirliði félagsins. Mikill hiti hefur verið í stuðningsmönnum Bröndby eftir skiptin og hafa þeir m.a. brennt treyjur Wilczek og rifið niður nafn hans utan af leikvangi liðsins. Der er gang i den på Vestegnen #fcklive pic.twitter.com/bZbchxQFkr— FCKfantv (@FCKFTV) August 6, 2020 Það eru ekki bara stuðningsmenn Bröndby sem eru reiðir því hluti af harðasta stuðningsmannahóp FCK líst ekkert á blikuna; að félagið hafi skrifað undir samning við leikmann sem lék svo lengi með erkifjendunum. Hluti hópsins senti svo frá sér yfirlýsingu í gær þar sem þeir segja að þeir muni hvorki syngja né styðja við bakið á framherjanum. Nefndu þeir frekar unga leikmenn FCK sem ættu að fá tækifærið. „Enginn stuðningur, engir söngvar frá okkur til nýja leikmannsins númer níu. Wind, Daramy, Kaufmann og svo framvegis eru framtíðin,“ segir í yfirlýsingunni frá hópnum sem er syngjandi og trallandi bak við annað markið allan ársins hring. FCK endaði í 2. sæti dönsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð sem eru vonbrigði þar á bæ. Ragnar Sigurðsson er á mála hjá FCK en á dögunum framlengdi hann samning sinn við félagið til næsta sumars.
Danski boltinn Mest lesið Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Fótbolti Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Fleiri fréttir Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Reynslumiklar Valskonur kveðja „Vilt einhvern veginn ekki gera neitt“ Guðlaugur Victor: Æðri máttarvöld sem segja að við séum ekki tilbúnir „Úkraína er ekki betra fótboltalið en við í dag“ Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Arnar: Ég laug aðeins að strákunum í sumar Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fanneyju skipt út til heiðurs, Elísa lagði upp og Rosengård reddaði sér Hafrún Rakel hetja Bröndby Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Erfið byrjun hjá Cecilíu og Karólínu Leiðin á HM: Arnar fer ekki að ljúga núna Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Haaland þakklátur mömmu sinni Úkraína - Ísland 2-0 | Krömdu aftur hjörtu Íslendinga Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag 200 gegn 18 þúsund „Það verða breytingar“ Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Arsenal að missa menn í meiðsli Vigdís Lilja á skotskónum Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Sjá meira