Sá yngsti sem kemur liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. ágúst 2020 23:30 Julian Nagelsmann á hliðarlínunni í leiknum í kvöld. getty/Julian Finney Julian Nagelsmann er yngsti knattspyrnustjórinn sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nagelsmann er stjóri RB Leipzig sem sigraði Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þjóðverjarnir mæta Paris Saint-Germain í undanúrslitum keppninnar þriðjudaginn 18. ágúst. Nagelsmann fæddist 23. júlí 1987 og er því aðeins 33 ára og 22 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar en gamla metið átti Didier Deschamps. Hann var 35 ára og sjö mánaða þegar hann kom Monaco í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2004. Þar sló Monaco Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Chelsea úr leik, 5-3 samanlagt. Monaco tapaði svo fyrir Porto í úrslitaleiknum, 3-0. #OJOALDATO - Julian Nagelsmann (33 años recién cumplidos) es el entrenador más joven en alcanzar las semifinales de la Champions League. Supera el récord de Didier Deschamps (lo logró con el Monaco en 2004, con 35 años y 7 meses) pic.twitter.com/tTzA4q0sQ5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) August 13, 2020 Þrátt fyrir að vera ungur að árum hefur Nagelsmann talsverða reynslu. Hann var aðeins 28 ára þegar hann var ráðinn stjóri Hoffenheim í október 2015. Hann stýrði Hoffenheim í fjögur ár og fór þaðan til Leipzig. Undir hans stjórn endaði liðið í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er komið í undanúrslit sterkustu deildar heims. Þar mætir Nagelsmann manninum sem réði hann í sitt fyrsta þjálfarastarf hjá varaliði Augsburg; Thomas Tuchel. Ef Bayern München sigrar Barcelona á morgun verða þrír þýskir stjórar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar; Nagelsmann, Tuchel og Hans-Dieter Flick. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit RB Leipzig vann dramatískan sigur á Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. ágúst 2020 21:52 Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn RB Leipzig er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á fyrsta tímabili sínu í keppninni. 13. ágúst 2020 21:00 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira
Julian Nagelsmann er yngsti knattspyrnustjórinn sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu. Nagelsmann er stjóri RB Leipzig sem sigraði Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld. Þjóðverjarnir mæta Paris Saint-Germain í undanúrslitum keppninnar þriðjudaginn 18. ágúst. Nagelsmann fæddist 23. júlí 1987 og er því aðeins 33 ára og 22 daga gamall. Hann er sá yngsti sem hefur komið liði í undanúrslit Meistaradeildarinnar en gamla metið átti Didier Deschamps. Hann var 35 ára og sjö mánaða þegar hann kom Monaco í undanúrslit Meistaradeildarinnar 2004. Þar sló Monaco Eið Smára Guðjohnsen og félaga í Chelsea úr leik, 5-3 samanlagt. Monaco tapaði svo fyrir Porto í úrslitaleiknum, 3-0. #OJOALDATO - Julian Nagelsmann (33 años recién cumplidos) es el entrenador más joven en alcanzar las semifinales de la Champions League. Supera el récord de Didier Deschamps (lo logró con el Monaco en 2004, con 35 años y 7 meses) pic.twitter.com/tTzA4q0sQ5— MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) August 13, 2020 Þrátt fyrir að vera ungur að árum hefur Nagelsmann talsverða reynslu. Hann var aðeins 28 ára þegar hann var ráðinn stjóri Hoffenheim í október 2015. Hann stýrði Hoffenheim í fjögur ár og fór þaðan til Leipzig. Undir hans stjórn endaði liðið í 3. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar og er komið í undanúrslit sterkustu deildar heims. Þar mætir Nagelsmann manninum sem réði hann í sitt fyrsta þjálfarastarf hjá varaliði Augsburg; Thomas Tuchel. Ef Bayern München sigrar Barcelona á morgun verða þrír þýskir stjórar í undanúrslitum Meistaradeildarinnar; Nagelsmann, Tuchel og Hans-Dieter Flick. Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sýnt verður beint frá öllum leikjunum sem eftir eru í Meistaradeild Evrópu á Stöð 2 Sport. Keppni lýkur með úrslitaleiknum í Lissabon 23. ágúst. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit RB Leipzig vann dramatískan sigur á Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. ágúst 2020 21:52 Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn RB Leipzig er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á fyrsta tímabili sínu í keppninni. 13. ágúst 2020 21:00 Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sædís mætir Palestínu Segir að Maresca verði rekinn ef næstu tveir leikir vinnast ekki Gylfi orðinn Víkingur Ætla að stoppa Sveindísi og keyra yfir Ísland Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Carragher kallaði Ferdinand trúð United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Galatasaray sakar Mourinho um rasisma „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Sjá meira
Sjáðu mörkin sem komu Leipzig í undanúrslit RB Leipzig vann dramatískan sigur á Atlético Madrid, 2-1, í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld. 13. ágúst 2020 21:52
Leipzig í undanúrslit í fyrsta sinn RB Leipzig er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu á fyrsta tímabili sínu í keppninni. 13. ágúst 2020 21:00