Aldrei fleiri erlend tungumál töluð í skólum borgarinnar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. janúar 2020 21:30 Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál. Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira
Nærri fimmtungur nemenda í grunnskólum Reykjavíkurborgar er með íslensku sem annað tungumál. Skólastjóri segir dæmi um að í sumum skólum tali börnin um þrjátíu tungumál. Nemendum af erlendum uppruna hefur fjölgað ört síðustu ár í skólum borgarinnar. Um áramótin voru þeir nærri þrjú þúsund af tæplega fimmtán þúsund nemendum. Tíu árum fyrr voru þeir hins vegar tæplega fimm hundruð. Hafa þarf þó í huga að haustið 2015 var tekið upp nýtt málþroskapróf sem skýrir að hluta til aukninguna en fjölgunin er engu að síður mikil. Skólastjórar í skólum borgarinnar hafa þurft að bregðast við þessum breytingum á nemendahópnum. Þá má sjá að fjöldi barna, sem eru með íslensku sem annað tungumál, er mismunandi milli hverfa eða allt að níu hundruð þar sem börnin eru flest. Fjöldi nemenda af erlendu bergi brotnu er misjafn eftir hverfum í Reykjavík.Vísir/Hafsteinn „Ég sem sagt starfaði í Breiðholtsskóla um síðustu aldamót. Þá var sett á fót sérstök það sem var kallað þá nýbúadeild. Það fyrsta árið vorum við með, ef ég man rétt, ellefu nemendur og fannst það mikið og árið eftir tuttugu. Þannig að þetta er á tuttugu ára tímabili þar sem við erum að tala um að það þrjátíu til fjörutíu faldist þessi tala. Við erum með um hundrað og þrjátíu nemendur hjá okkur sem eru með íslensku sem annað tungumál, eða eru með annan bakgrunn, og við síðustu talningu tuttugu og níu opinber tungumál,“ segir Magnús Þór Jónsson skólastjóri í Seljaskóla. Hann segir margar áskoranir mæta kennurum sem vinna með börnunum. „Við erum með börn sem eru jafnvel að koma frá málaumhverfi sem þekkja ekki til dæmis bara okkar stafróf eða latneskt stafróf í það heila. Börn sem koma hér kannski ótalandi eða annað heldur en sitt móðurmál,“ segir Magnús. Þá segir hann skorta námsefni fyrir börnin. „Það er frábært að eiga öflugan mannauð og fjölmenningu en þá verðum við að geta sinnt henni þannig að krakkarnir sem koma inn til okkar þeir séu tilbúnir að takast á við þau verkefni sem að samfélagið okkar býður þeim upp á. Þá auðvitað þurfum við bara að stórefla þessa íslenskukennslu sem annað tungumál.
Innflytjendamál Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Spá hárri ölduhæð við Faxaflóa í vestan hvassviðri Veður Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárás á Seltjarnarnesi Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Átján sagt upp í Seljahlíð Fyrri degi heimsóknar lauk með kvöldverði í forsetahöllinni Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Sjá meira