Biðja foreldra um að sækja börn sín á höfuðborgarsvæðinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 9. janúar 2020 13:35 Það mun blása hressilega í dag. Vísir/vilhelm Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að ekki sé þörf á að sækja börn fyrir neinn tiltekinn tíma heldur sé verið að hvetja til þess að börn yngri en 12 ára gangi ekki ein heim í lok skóladags. Þó eru einstaka skólar sem telja aðstæður ekki þannig að sækja þurfi börnin. Skólastjóri Melaskóla telur aðstæður vestur í bæ ekki þannig að sækja þurfi börnin. Í nótt virkjaði Veðurstofan appelsínugula veðurviðvörun fyrir Breiðafjörð og Vestfirði en þær renna ekki út fyrr en síðdegis. Suðvestan hríðarveður með vindhraða á bilinu 20-28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Skyggni er slæmt, einkum í éljum og akstursskilyrði víðast hvar slæm. Gul viðvörun er síðan í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland, Strandir, Norðurland Vestra og miðhálendið. Snjóflóðahætta mikil Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir snjóflóðahættu vera til fjalla því talsvert hefur snjóað í fjöll á þriðjudag og því mikið skafrenningsfóður. Mikil snjóflóðahætta er í utanverðum Tröllaskaga og töluverð hætta á Suðvesturhorninu og á norðanverðum Vestfjörðum. Siglufjarðarvegi hefur verið lokað utan Fljóta vegna snjóflóðahættu og það sama á við um Súðavíkurhlið. Snjóflóð féll í Súgandafirði í morgun og því þurfti að loka veginum. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land í dag en í sumum landshlutum er vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir, því er mælst til þess að fólk fylgist vel með færð á vegum og veðurspá. Á Snæfellsnesi eru flestar leiðir ófærar og ófært er á Laxárdalsheiði. Brattabrekka er lokuð sem og Holtavörðuheiði. Þá eru flestir vegir á norðanverðum Vestfjörðum ófærar. Öxnadalsheiði sem og veginum um Þverárfjall og Vatnsskarð hefur verið lokað.Sjá einnig: Flug liggur niðri og vegum víða lokað Röskun á flugsamgöngum Innanlandsflugi hefur verið aflýst í til að minnsta kosti korter yfir fjögur en þá verður staðan metin að nýju og nýjar upplýsingar liggja fyrir um flug. Óveðrið hefur einnig haft áhrif á millilandaflug. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi spurður út í stöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið ansi slæmt veður á svæðinu núna síðan í nótt. Landgangar okkar voru teknir úr notkun á fimmta tímanum í nótt en þeir voru reyndar teknir í notkun í um hálftíma á áttunda tímanum á meðan vindinn lægði örlítið. Sex vélar Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada. Voru stigabílar og um tíma landgangarnir notaðir til að hleypa fólki frá borði. En eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að tólf vélar fari af stað upp úr hádegi en við hvetjum farþega til þess að fylgjast vandlega með áætlun á vefsíðu Keflavíkurflugvallar til að fylgjast með hver staðan er hverju sinni vegna þess að það getur reynst erfitt að afgreiða vélar vegna veðurs,“ segir Guðjón. Hefur veðrið sett dagskrána alveg úr skorðum?„Já, það hefur verið núna í dag og í gær. Flugfélög hafa verið að fresta eða jafnvel flýta ferðum. Í sumum tilvikum fóru vélar af stað fljótlega eftir miðnætti sem áttu að fara af stað síðar þannig að það er búið að flýta og seinka ferðum og aflýsa núna í dag og síðustu daga,“ segir Guðjón en eins og Vísir greindi frá í morgun er ekki útlit fyrir að veðrið skáni næstu daga, nema síður sé. Búið er að aflýsa flugi Icelandair annars vegar til Lundúna sem átti að fara klukkan 15.20 og hins vegar til Dyflinnar en fyrirhuguð brottför var klukkan 14:05. Lufthansa hefur þá aflýst flugi sínu til Frankfurt sem átti að fara laust fyrir klukkan tvö. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. 9. janúar 2020 08:56 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fer þess á leit við foreldra og forráðamenn að þeir sæki börn sín í lok skóla eða frístundastarfs í dag vegna afar óhagstæðrar veðurspár en gul veðurviðvörun er í gildi, meðal annars fyrir höfuðborgarsvæðið. Í tilkynningu frá slökkviliðinu segir að ekki sé þörf á að sækja börn fyrir neinn tiltekinn tíma heldur sé verið að hvetja til þess að börn yngri en 12 ára gangi ekki ein heim í lok skóladags. Þó eru einstaka skólar sem telja aðstæður ekki þannig að sækja þurfi börnin. Skólastjóri Melaskóla telur aðstæður vestur í bæ ekki þannig að sækja þurfi börnin. Í nótt virkjaði Veðurstofan appelsínugula veðurviðvörun fyrir Breiðafjörð og Vestfirði en þær renna ekki út fyrr en síðdegis. Suðvestan hríðarveður með vindhraða á bilinu 20-28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Skyggni er slæmt, einkum í éljum og akstursskilyrði víðast hvar slæm. Gul viðvörun er síðan í gildi fyrir höfuðborgarsvæðið, Faxaflóa, Suðurland, Strandir, Norðurland Vestra og miðhálendið. Snjóflóðahætta mikil Ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands segir snjóflóðahættu vera til fjalla því talsvert hefur snjóað í fjöll á þriðjudag og því mikið skafrenningsfóður. Mikil snjóflóðahætta er í utanverðum Tröllaskaga og töluverð hætta á Suðvesturhorninu og á norðanverðum Vestfjörðum. Siglufjarðarvegi hefur verið lokað utan Fljóta vegna snjóflóðahættu og það sama á við um Súðavíkurhlið. Snjóflóð féll í Súgandafirði í morgun og því þurfti að loka veginum. Víða ýmist ófært eða lokað Vetrarfærð er um mest allt land í dag en í sumum landshlutum er vonskuveður. Vegir eru víða ýmist ófærir eða lokaðir, því er mælst til þess að fólk fylgist vel með færð á vegum og veðurspá. Á Snæfellsnesi eru flestar leiðir ófærar og ófært er á Laxárdalsheiði. Brattabrekka er lokuð sem og Holtavörðuheiði. Þá eru flestir vegir á norðanverðum Vestfjörðum ófærar. Öxnadalsheiði sem og veginum um Þverárfjall og Vatnsskarð hefur verið lokað.Sjá einnig: Flug liggur niðri og vegum víða lokað Röskun á flugsamgöngum Innanlandsflugi hefur verið aflýst í til að minnsta kosti korter yfir fjögur en þá verður staðan metin að nýju og nýjar upplýsingar liggja fyrir um flug. Óveðrið hefur einnig haft áhrif á millilandaflug. Í hádegisfréttum Bylgjunnar var Guðjón Helgason, upplýsingafulltrúi spurður út í stöðuna á Keflavíkurflugvelli. „Það hefur verið ansi slæmt veður á svæðinu núna síðan í nótt. Landgangar okkar voru teknir úr notkun á fimmta tímanum í nótt en þeir voru reyndar teknir í notkun í um hálftíma á áttunda tímanum á meðan vindinn lægði örlítið. Sex vélar Icelandair lentu á Keflavíkurflugvelli í morgun, fimm frá Bandaríkjunum og ein frá Kanada. Voru stigabílar og um tíma landgangarnir notaðir til að hleypa fólki frá borði. En eins og staðan er núna er gert ráð fyrir að tólf vélar fari af stað upp úr hádegi en við hvetjum farþega til þess að fylgjast vandlega með áætlun á vefsíðu Keflavíkurflugvallar til að fylgjast með hver staðan er hverju sinni vegna þess að það getur reynst erfitt að afgreiða vélar vegna veðurs,“ segir Guðjón. Hefur veðrið sett dagskrána alveg úr skorðum?„Já, það hefur verið núna í dag og í gær. Flugfélög hafa verið að fresta eða jafnvel flýta ferðum. Í sumum tilvikum fóru vélar af stað fljótlega eftir miðnætti sem áttu að fara af stað síðar þannig að það er búið að flýta og seinka ferðum og aflýsa núna í dag og síðustu daga,“ segir Guðjón en eins og Vísir greindi frá í morgun er ekki útlit fyrir að veðrið skáni næstu daga, nema síður sé. Búið er að aflýsa flugi Icelandair annars vegar til Lundúna sem átti að fara klukkan 15.20 og hins vegar til Dyflinnar en fyrirhuguð brottför var klukkan 14:05. Lufthansa hefur þá aflýst flugi sínu til Frankfurt sem átti að fara laust fyrir klukkan tvö.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30 Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. 9. janúar 2020 08:56 Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Erlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Erlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent Fleiri fréttir Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Sjá meira
Lægðaganginum „hvergi nærri lokið“ Í dag geisar suðvestanstormur eða -rok, jafnvel ofsaveður, á heiðum Vestfjarða með éljagangi á vestanverðu landinu. 9. janúar 2020 06:30
Flug liggur niðri og vegum víða lokað Nær allt flug liggur nú niðri á landinu, bæði innanlands- og millilandaflug, vegna veðurs. Vetrarfærð er á mestöllu landinu og víða hefur vegum verið lokað. 9. janúar 2020 08:56