Lítið sem ekkert ferðaveður á morgun í suðvestan hríðarbyl Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 8. janúar 2020 21:30 Vindaspáin klukkan sex í fyrramálið en lítið sem ekkert ferðaveður verður á stórum hluta landsins fram yfir hádegi á morgun. Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun. Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum í nótt og í fyrramálið ef frá eru talin Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Appelsínugular viðvaranir taka gildi klukkan tvö í nótt á Vestfjörðum og Breiðafirði og eru viðvarandi til klukkan 18 annað kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið byrji að versna fljótlega upp úr miðnætti á Vestfjörðum. Hvassast verði á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt og fram eftir morgundeginum. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu, éljagangi og skafrenningi. Eiríkur segir töluverða ofankomu fylgja lægðinni. „Skyggni er fljótt að spillast í svona miklum vind og svona mikilli ofankomu og þá eins versnar færð mjög hratt,“ segir Eiríkur. Það megi því gera ráð fyrir að fjallvegir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum lokist og alls ekki ólíklegt að ófært verði einnig á fjallvegum í þeim landshlutum þar sem gular viðvaranir verða í gildi, það er á Ströndum og Norðurlandi vestra, Faxaflóa og Suðurlandi. Þá verður gul viðvörun einnig í gildi á miðhálendinu. Alls staðar er varað við hríðarveðri. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis á morgun: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum taka appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18 annað kvöld: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15 á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Samgöngur Veður Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira
Það verður lítið sem ekkert ferðaveður á stórum hluta landsins þegar suðvestan hríðarbylur fer yfir á morgun. Appelsínugular og gular viðvaranir taka gildi í öllum landshlutum í nótt og í fyrramálið ef frá eru talin Norðurland eystra, Austurland að Glettingi, Austfirðir og Suðausturland. Appelsínugular viðvaranir taka gildi klukkan tvö í nótt á Vestfjörðum og Breiðafirði og eru viðvarandi til klukkan 18 annað kvöld. Eiríkur Örn Jóhannesson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, segir að veðrið byrji að versna fljótlega upp úr miðnætti á Vestfjörðum. Hvassast verði á Vestfjörðum og Breiðafirði í nótt og fram eftir morgundeginum. Spáð er 20 til 28 metrum á sekúndu, éljagangi og skafrenningi. Eiríkur segir töluverða ofankomu fylgja lægðinni. „Skyggni er fljótt að spillast í svona miklum vind og svona mikilli ofankomu og þá eins versnar færð mjög hratt,“ segir Eiríkur. Það megi því gera ráð fyrir að fjallvegir við Breiðafjörð og á Vestfjörðum lokist og alls ekki ólíklegt að ófært verði einnig á fjallvegum í þeim landshlutum þar sem gular viðvaranir verða í gildi, það er á Ströndum og Norðurlandi vestra, Faxaflóa og Suðurlandi. Þá verður gul viðvörun einnig í gildi á miðhálendinu. Alls staðar er varað við hríðarveðri. Á höfuðborgarsvæðinu tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 17 síðdegis á morgun: Suðvestan 15 til 23 m/s með éljagangi. Búast má við takmörkuðu eða lélegu skyggni í éljum, versnandi akstursskilyrðum og samgöngutruflunum, einkum í efri byggðum. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám. Á Suðurlandi tekur gul viðvörun gildi klukkan sex í fyrramálið og er í gildi til klukkan 17 síðdegis: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 15 til 23 m/s og éljagangi, hvassast við ströndina. Takmarkað eða lélegt skyggni í éljum og versnandi akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar, einkum á Hellisheiði. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Á Faxaflóa tekur gul viðvörun gildi klukkan þrjú í nótt og stendur til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 28 m/s, éljagang og skafrenning. Hvassast og úrkomumest verður á Mýrum og Snæfellsnesi. Takmakað eða lélegt skyggni í éljum og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð. Á Breiðafirði og Vestfjörðum taka appelsínugular viðvaranir gildi klukkan tvö í nótt og standa til klukkan 18 annað kvöld: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 20 til 28 m/s, éljagangur og skafrenningur. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar, lokanir á vegum og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur gildi á Ströndum og Norðurlandi vestra klukkan fjögur í nótt og er viðvarandi til klukkan 15 á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, hvassast á Ströndum. Búast má við éljagangi með skafrenningi. Lélegt skyggni, einkum í éljum, og áfram slæm akstursskilyrði. Afmarkaðar samgöngutruflanir og lokanir á vegum eru líklegar. Fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með færð á vegum. Gul viðvörun tekur svo gildi á miðhálendinu klukkan 23 í kvöld og er í gildi til klukkan 16 síðdegis á morgun: Suðvestan hríð með vindhraða á bilinu 18 til 23 m/s, snjókomu eða él og skafrenning og lélegt skyggni. Slæmt ferðaveður og fólki er bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Samgöngur Veður Mest lesið Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Erlent Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Innlent Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Innlent Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Innlent Fleiri fréttir Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Sjá meira