Rob hafði ekki hugmynd um slæma veðurspá á leiðinni á Langjökul Birgir Olgeirsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 8. janúar 2020 12:32 Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“ 39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira
Breskur ferðamaður sem var á meðal þeirra 39 sem bjargað var af Langjökli seint í nótt eftir vélsleðaferð í vondu veðri með Mountaineers of Iceland er fullur af þakklæti til þeirra sem komu að björgunaraðgerðum. Hann segir enga hugmynd hafa haft af slæmri veðurspá þegar lagt var á jökulinn. Um er að ræða daglegar vélsleðaferðir hjá Mountaineers of Iceland þar sem farið er frá Gullfossi upp á jökulinn í um klukkutímalanga vélsleðaferð. Fólkið í ferðinni var af alls kyns þjóðernum og sömuleiðis á öllum aldri. Sex ára barn var á meðal þeirra sem lentu í háskanum en ferðin hófst um klukkan eitt í gær. Fólkið þurfti að grafa sig í fönn við bíla Mountaineers of Iceland en einn bíll fyrirtækisins bilaði. Þá var björgunarsveitarfólk ekki komið á staðinn fyrr en um eitt í nótt, um tólf tímum síðar. Fleiri klukkutíma tók að flytja fólkið í fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss þangað sem enn var verið að ferja ferðamenn á sjöunda tímanum í morgun. „Ég er ánægður og vil þakka öllum fyrir að hafa bjargað okkur af jöklinum,“ sagði Rob frá Englandi í samtali við fréttamann við komuna til Reykjavíkur á tólfta tímanum í morgun. Hann var í hópi fólks sem hafði verið flutt í rútu á vegum björgunarsveitarinnar frá fjöldahjálparstöð Rauða krossins við Gullfoss og til höfuðborgarinnar. Ferðalangarnir voru greinilega þreyttir við komuna til Reykjavíkur og vildu fæstir ræða við fjölmiðlamenn á þeirri stundu. Hlý rúm og næring væntanlega á dagskrá. Rob viðurkenndi að hafa verið fullur efasemda um tíma. Aðspurður hvort hann hafi vitað að veðurspáin væri slæm kom Rob af fjöllum. „Nei, við vissum ekkert,“ segir Rob. Hann bætir við að þegar ferðin hafi verið um hálfnuð hafi þau fengið upplýsingar um veðrið og snúið við. „Ég er glaður að vera kominn niður,“ segir Rob augljóslega létt enda lífsreynsla sem fæstir vilja lenda í. Aðspurður hvort hann hafi ekki verið óttasleginn þegar fólkið var byrjað að grafa sig í fönn svaraði Rob: „Jú, ég held að allir hefðu verið það.“
39 bjargað á Langjökli Björgunarsveitir Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Sjá meira