Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 07:50 Í kortunum á morgun: Hvassviðri eða stormur með éljagangi. Vísir/vilehlm Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands. Veður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari veglokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands.
Veður Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fleiri fréttir Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari veglokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Sjá meira