Lægir í kvöld en annar stormur á morgun Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. janúar 2020 07:50 Í kortunum á morgun: Hvassviðri eða stormur með éljagangi. Vísir/vilehlm Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands. Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Vegir eru víða lokaðir enn og röskun er á skólahaldi- og akstri á nokkrum stöðum í dag. Áfram verður hvassviðri eða stormur fram eftir degi, vestan 18-25 m/s, og víða él. Það lægir talsvert síðdegis og í kvöld, fyrst sunnanlands. „Það stendur þó ekki lengi, því í nótt er spáð vaxandi suðvestanátt, hvassviðri eða stormi með éljagangi á morgun, en hægari vindi og björtu veðri á Austurlandi. Frost 0 til 7 stig,“ segir í hugleiðingum veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Gular viðvaranir eru enn í gildi á nær öllu landinu. Viðvaranirnar verða flestar áfram fram yfir hádegi en falla þó úr gildi á nokkrum stöðum nú strax í morgun. Vegfarendur eru enn varaðir við miklu hvassviðri víða á landinu, lélegu skyggni og jafnvel samgöngutruflunum. Á mörgum stöðum má búast við snörpum vindhviðum og á Norðurlandi eystra og Austurlandi gætu þær jafnvel orðið 40 m/s. Vegalokanir og röskun á skólahaldi Vegir eru enn lokaðir víða á landinu. Klukkan sex í morgun voru vegirnir um Lyngdalsheiði, Mosfellsheiði, Sandskeið, Þrengsli og Hellisheiði lokaðir. Þá eru Siglufjarðarvegur og Ólafsfjarðarmúli enn lokaðir, sá fyrrnefndi utan Fljóta, vegna snjóflóðahættu. Upplýsingar um færð og lokanir vega má finna á vef Vegagerðarinnar. Þá fellur skólahald niður í Þelamerkurskóla vegna veðurs og ófærðar í dag. Skólaakstur við Barnaskólann á Eyrarbakka og Stokkseyri fellur einnig niður í dag vegna veðurs. Húsnæði skólanna verður opnað klukkan 07:30. Skólabíll keyrir heldur ekki á milli Hellissands og Ólafsvíkur nú í morgunsárið. Nemendur og starfsfólk skulu mæta á þá starfstöð sem næst er þeirra heimili, að því er fram kemur í tilkynningu frá Grunnskóla Snæfellsbæjar. Veðrið mun ganga niður þegar líða tekur á daginn og ákvörðun um akstur skólabíls verður endurskoðuð klukkan 10. Þá falla allar morgunferðir Strætó á landsbyggðinni niður vegna ófærðar og veðurs í dag. Leið 23, sem ekur um Álftanes, hefur einnig fellt niður allar ferðir í morgun. Stjórnstöð Strætó fylgist náið með stöðunni og tilkynnir um frávik sem kunna að verða á akstri, að því er segir í tilkynningu frá Strætó. Hægt er að nálgast tilkynningar undir „gjallarhorninu“ á heimasíðu Strætó eða á Twitter-reikningi Strætó. Á föstudag snýst svo í hvassa austanátt með slyddu eða snjókomu en rigningu um landið sunnan- og austanvert síðdegis. Veðurhorfur á landinu næstu daga Á fimmtudag: Suðvestan 15-23 m/s og él, en heldur hægari og léttskýjað A-lands. Frost 0 til 7 stig. Á föstudag: Gengur í hvassa austanátt með snjókomu, fyrst S-lands. Rigning eða slydda á S- og A-verðu landinu síðdegis og hiti 1 til 6 stig þar. Á laugardag: Vestlæg átt og él, en snjókoma á Vestfjörðum og við N-ströndina. Kólnandi veður. Á sunnudag: Norðlæg eða breytileg átt og kalt í veðri. Snjókoma eða él N-til, en úrkomulítið sunnan heiða. Á mánudag: Austlæg átt og él, en þurrt V-lands. Frost 0 til 8 stig. Á þriðjudag: Útlit fyrir norðaustanátt með slyddu eða snjókomu, einkum N-lands.
Veður Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira