Fatlaðir fá sanngirnisbætur verði frumvarp að lögum Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 7. janúar 2020 19:58 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. stöð 2 Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra. Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira
Áttatíu til níutíu fatlaðir einstaklingar sem voru vistaðir sem börn á stofnunum ríkisins fá þriggja til sex milljóna króna sanngirnisbætur vegna slæms aðbúnaðar verði frumvarp sem áætlað er að leggja fyrir vorþing að lögum. Formaður Landssambands Þroskahjálpar segir sumar stofnanirnar enn starfandi.Árið 2007 voru sett lög sem tóku til barna sem voru vistuð á árum áður á vistheimilum á vegum barnanefndar þar sem kanna átti hvort börnin hafi sætt illri meðferð eða ofbeldi meðan á dvölinni stóð. Vistheimilisnefnd sá um rannsóknina og á síðasta ári voru svo greiddar út sanngirnisbætur til tólf hundruð einstaklinga vegna misgjörða á slíkum heimilum. Í lokaskýrslu um sanngirnisbæturnar kom fram að það þyrfti að kanna aðbúnað fatlaðra barna á slíkum stofnunum. Málið hefur verið til meðferðar hjá forsætisráðherra og í samráðsgátt stjórnvalda er nú beðið um umsagnir vegna fyrirhugaðs frumvarps um sanngirnisbætur fatlaðra barna. Katrín Jakobsdóttir segir að markmiðið sé að ljúka þessu máli á næstu misserum.stöð 2 „Ég held að það sé hægt að vinna þetta mjög hratt og mér finnst það mikilvægt ekki síst í ljósi þess að margt af þessu fólki er orðið fullorðið og býr jafnvel enn við óásættanlegar aðstæður. Það er að segja, hefur ekkert val um hvar það býr eða með hverjum eða getur tekið ákvarðanir um sitt eigið líf,“ sagði Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka fatlaðra. Hún segir um margar stofnanir að ræða þar sem grunur sé á um illa meðferð og sumar séu enn starfandi. „Tvær af þessum stofnunum eru enn starfandi og í gömlu lögunum er gert ráð fyrir að einungis séu skoðaðar stofnanir sem ekki starfa lengur. Þess vegna er mikilvægt að því sé breytt í lögunum. Mér finnst full ástæða til þess að stjórnvöld hafi frumkvæði að því að hafa samband við þetta fólk og gefi þeim tækifæri á því að segja sögu sína og að á það sé hlustað,“ sagði Bryndís. Að sögn forsætisráðherra er markmiðið að ljúka þessu máli á næstu misserum. „Ég set það markmið að leggja þetta frumvarp fram á vorþingi og síðan verðum við bara að sjá til hvort það hlýtur náð fyrir augum þingsins og þá er hægt að ráðast í þessi mál,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Alþingi Félagsmál Heilbrigðismál Vistheimili Mest lesið Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Innlent Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Innlent Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti Erlent Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt Innlent Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Innlent Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Innlent Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Erlent Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Erlent Skipverji brotnaði og móttöku frestað Innlent Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Innlent Fleiri fréttir „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Sjá meira