Loka Hellisheiði, Þrengslum og Öxnadalsheiði vegna óveðurs Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. janúar 2020 18:10 Eins og sjá má á þessu korti Vegagerðarinnar eru leiðir til og frá höfuðborgarsvæðinu víða ófærar. vegagerðin Vegagerðin hefur lokað vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Þá er einnig búið að loka veginum um Öxnadalsheiði. Áður hafði vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð verið lokað auk vegarins um Þverárfjall. Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði hafa óskað eftir aðstoð björgunarsveita samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá voru hátt í tuttugu bílar á Holtavörðuheiði þegar heiðinni var lokað síðdegis. Ökumenn þeirra lentu í vandræðum vegna ófærðar og voru tveir hópar af björgunarsveitum, alls fimmtán manns á fjórum bílum, kallaðir út til að aðstoða fólkið, annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr björgunarsveitinni Heiðar í Borgarfirði. Veðrið hefur einnig sett flugsamgöngur úr skorðum. Þannig aflýstu flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthans öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Icelandair ákvað jafnframt að aflýsa flugi sínu í fyrramálið. Flug Norwegian til Tenerife sem fara átti frá Keflavík upp úr klukkan 15:30 í dag hefur verið frestað til klukkan 20. Að því er fram kemur í frétt RÚV þurftu farþegar sem komu með þeirri vél frá Tenerife í dag þurftu að bíða í um tvo klukkutíma í vélinni þar sem ekki var hægt að hleypa þeim frá borði vegna hvassviðris. Þá er flug Wizz Air til Gdansk í kvöld einnig á áætlun samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.Fréttin var uppfærð klukkan 18:34. Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55 Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Vegagerðin hefur lokað vegunum um Hellisheiði og Þrengsli vegna óveðursins sem nú gengur yfir landið. Þá er einnig búið að loka veginum um Öxnadalsheiði. Áður hafði vegunum um Holtavörðuheiði, Bröttubrekku, Mosfellsheiði, Lyngdalsheiði, Klettháls og Víkurskarð verið lokað auk vegarins um Þverárfjall. Ökumenn í vandræðum á Hellisheiði hafa óskað eftir aðstoð björgunarsveita samkvæmt upplýsingum frá Landsbjörg. Þá voru hátt í tuttugu bílar á Holtavörðuheiði þegar heiðinni var lokað síðdegis. Ökumenn þeirra lentu í vandræðum vegna ófærðar og voru tveir hópar af björgunarsveitum, alls fimmtán manns á fjórum bílum, kallaðir út til að aðstoða fólkið, annars vegar úr björgunarsveitinni Húna á Hvammstanga og hins vegar úr björgunarsveitinni Heiðar í Borgarfirði. Veðrið hefur einnig sett flugsamgöngur úr skorðum. Þannig aflýstu flugfélögin Icelandair, Easy Jet og Lufthans öllu flugi sínu til og frá Keflavíkurflugvelli síðdegis í dag. Icelandair ákvað jafnframt að aflýsa flugi sínu í fyrramálið. Flug Norwegian til Tenerife sem fara átti frá Keflavík upp úr klukkan 15:30 í dag hefur verið frestað til klukkan 20. Að því er fram kemur í frétt RÚV þurftu farþegar sem komu með þeirri vél frá Tenerife í dag þurftu að bíða í um tvo klukkutíma í vélinni þar sem ekki var hægt að hleypa þeim frá borði vegna hvassviðris. Þá er flug Wizz Air til Gdansk í kvöld einnig á áætlun samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar.Fréttin var uppfærð klukkan 18:34.
Samgöngur Veður Tengdar fréttir Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00 Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55 Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43 Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Vetrarfærð í flestum landshlutum og vegum lokað vegna veðurs Vetrarfærð er í flestum landshlutum og leiðinleg veðurspá seinni part dags um land allt. 7. janúar 2020 17:00
Stormur og hríð fylgja „djúpri og víðáttumikilli lægð“ Gular viðvaranir eru í gildi í öllum landshlutum og aftur er von á stormi á fimmtudag. 7. janúar 2020 06:55
Ökumenn í vandræðum á Holtavörðuheiði Ákveðið var að loka Holtavörðuheiðinni nú síðdegis. 7. janúar 2020 17:43